Íslenski boltinn

Ís­fold Marý til liðs við Víking

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ísfold Marý og John Andrews, þjálfari Víkings.
Ísfold Marý og John Andrews, þjálfari Víkings. Víkingur

Ísfold Marý Sigtryggsdóttir hefur samið við Víking og mun leika með liðinu í Bestu deild kvenna á komandi leiktíð.

Frá þessu greindu Víkingará samfélagsmiðlum sínum fyrr í kvöld, mánudag. Ísfold Marý kemur frá Þór/KA en hún er uppalin hjá KA. Alls á hún að baki 97 leiki í meistaraflokki, þar af 14 síðasta sumar. Hún skrifar undir samning við Víking út tímabilið 2026.

„Ísfold er ung en á sama tíma mjög reynslumikill leikmaður. Hún passar fullkomlega inn í verkefnið okkar hér í Víkinni og við erum í skýjunum að fá hana í hópinn,“ sagði þjálfarinn John Andrews viðbótina við leikmannahópinn.

Víkingur endaði í 3. sæti Bestu deildar kvenna á síðustu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×