Tugmilljarða hagsmunir í húfi Árni Sæberg skrifar 4. febrúar 2025 13:05 Sigurður Hannesson er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Vísir/Egill Samtök Iðnaðarins segja Evrópumarkað vera mikilvægasta markað Íslands en útflutningur fyrir tugi milljarða á ári sé einnig til Bandaríkjanna og fari vaxandi. Það sé því mikilvægt að Ísland gæti hagsmuna sinna bæði gagnvart ESB og Bandaríkjunum, enda miklir hagsmunir í húfi fyrir íslenskan útflutning og þar með hagkerfið og samfélagið allt. Í nýrri greiningu SI segir að blikur séu á lofti í alþjóðaviðskiptum með breyttum áherslum Bandaríkjanna í tollamálum. Hækkun á tollum á innflutning vara frá Mexíkó, Kanada og Kína til Bandaríkjanna eigi að taka gildi á næstu vikum og búist sé við áformum um tollahækkanir á vörur frá Evrópu. „Óljóst er með útfærslu á þessu stigi. Ísland hefur ríka hagsmuni af utanríkisviðskiptum en góð lífskjör hér á landi byggja á sterkum og fjölbreyttum útflutningi og greiðum aðgangi að erlendum mörkuðum.“ Utanríkisráðherra sammála Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina að sagan sýndi að tollastríð væru aldrei af hinu góða og gögnuðust engum, sérstaklega ekki útflutningsdrifinni þjóð eins og Íslendingum. Hún sagði gott samband Íslendinga við Bandaríkin hafi verið þjóðinni gríðarlega dýrmætt og mikilvægt væri að samskipti þar á milli væru góð. Ekkert benti enn til þess að Ísland myndi lenda í tollaálögum Trumps. Munu bregðast við Í greiningu SI segir að forseti Bandaríkjanna hafi þann 2. febrúar 2025 undirritað tilskipun sem leggur 25 prósenta tolla á innflutning frá Kanada og Mexíkó og 10 prósenta viðbótartolla á innflutning frá Kína. Þetta sé talsverð hækkun frá því sem nú er. Stjórnvöld í Kanada ætli að svara með því að leggja 25 prósenta tolla á bandarískar vörur og stjórnvöld í Mexíkó hyggist einnig leggja á 25 prósenta tolla á bandarískar vörur ásamt því að beita öðrum viðskiptatakmörkunum. Viðræður standa nú yfir á milli ríkjanna, samkvæmt nýlegum fréttum og gildistöku hafi verið frestað um mánuð í tilfelli Mexíkó og Kanada. Kínversk stjórnvöld hafi leitað til Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO, og lýst því yfir að þau muni grípa til nauðsynlegra gagnaðgerða til að verja sína hagsmuni. Forseti Bandaríkjanna hefur varað við því að hann muni innan tíðar hækka tolla á innflutningsvörum frá löndum Evrópusambandsins (ESB) og Bretlandi. Fulltrúar ESB hafa lýst því yfir að brugðist verði við með hækkun tolla á innflutning bandarískra vara. Evrópa með 91 prósent Í greiningunni segir að frá Íslandi hafi verið fluttar út iðnaðarvörur til ESB og Bandaríkjanna fyrir um 422 milljarða króna árið 2023 samkvæmt upplýsingum frá Íslandsstofu og Hagstofu Íslands. Þar af hafi vöruútflutningur til ESB numið 382 milljörðum króna eða rétt um 91 prósenti. Helstu vörur sem fluttar eru út til ESB séu ál og álvörur ásamt öðrum vörum orkusækins iðnaðar. Einnig séu fluttar þangað lækningavörur og -tæki, jarðefni og vörur til endurvinnslu. Verðmæti iðnaðarvara sem fluttar hafi verið til Bandaríkjanna hafi numið fjörutíu milljörðum króna árið 2023. Um sé að ræða lækningavörur og -tæki, matvæli, drykkjar- og landbúnaðarvörur, kísiljárn og aðrar iðnaðarvörur. Útflutningstekjur iðnaðar hafi numið 698 milljörðum króna árið 2023, en ál sé þar í meirihluta. Árið 2018 hafi Trump sett tíu prósenta toll á ál og kísiljárn frá Íslandi, sem hafi haft neikvæð áhrif á útflutning kísiljárns en lítið sem ekkert ál sé flutt beint út til Bandaríkjanna. Útflutningur iðnaðar til ESB hafi numið 382 milljörðum króna árið 2023 og lækkað nokkuð milli ára en hann hafi numið 458 milljörðum króna árið 2022. Lækkunin sé vegna þróunar álverðs en langstærsti hluti álframleiðslu Íslands fari til ESB. Skattar og tollar Áliðnaður Evrópusambandið Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Í nýrri greiningu SI segir að blikur séu á lofti í alþjóðaviðskiptum með breyttum áherslum Bandaríkjanna í tollamálum. Hækkun á tollum á innflutning vara frá Mexíkó, Kanada og Kína til Bandaríkjanna eigi að taka gildi á næstu vikum og búist sé við áformum um tollahækkanir á vörur frá Evrópu. „Óljóst er með útfærslu á þessu stigi. Ísland hefur ríka hagsmuni af utanríkisviðskiptum en góð lífskjör hér á landi byggja á sterkum og fjölbreyttum útflutningi og greiðum aðgangi að erlendum mörkuðum.“ Utanríkisráðherra sammála Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina að sagan sýndi að tollastríð væru aldrei af hinu góða og gögnuðust engum, sérstaklega ekki útflutningsdrifinni þjóð eins og Íslendingum. Hún sagði gott samband Íslendinga við Bandaríkin hafi verið þjóðinni gríðarlega dýrmætt og mikilvægt væri að samskipti þar á milli væru góð. Ekkert benti enn til þess að Ísland myndi lenda í tollaálögum Trumps. Munu bregðast við Í greiningu SI segir að forseti Bandaríkjanna hafi þann 2. febrúar 2025 undirritað tilskipun sem leggur 25 prósenta tolla á innflutning frá Kanada og Mexíkó og 10 prósenta viðbótartolla á innflutning frá Kína. Þetta sé talsverð hækkun frá því sem nú er. Stjórnvöld í Kanada ætli að svara með því að leggja 25 prósenta tolla á bandarískar vörur og stjórnvöld í Mexíkó hyggist einnig leggja á 25 prósenta tolla á bandarískar vörur ásamt því að beita öðrum viðskiptatakmörkunum. Viðræður standa nú yfir á milli ríkjanna, samkvæmt nýlegum fréttum og gildistöku hafi verið frestað um mánuð í tilfelli Mexíkó og Kanada. Kínversk stjórnvöld hafi leitað til Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO, og lýst því yfir að þau muni grípa til nauðsynlegra gagnaðgerða til að verja sína hagsmuni. Forseti Bandaríkjanna hefur varað við því að hann muni innan tíðar hækka tolla á innflutningsvörum frá löndum Evrópusambandsins (ESB) og Bretlandi. Fulltrúar ESB hafa lýst því yfir að brugðist verði við með hækkun tolla á innflutning bandarískra vara. Evrópa með 91 prósent Í greiningunni segir að frá Íslandi hafi verið fluttar út iðnaðarvörur til ESB og Bandaríkjanna fyrir um 422 milljarða króna árið 2023 samkvæmt upplýsingum frá Íslandsstofu og Hagstofu Íslands. Þar af hafi vöruútflutningur til ESB numið 382 milljörðum króna eða rétt um 91 prósenti. Helstu vörur sem fluttar eru út til ESB séu ál og álvörur ásamt öðrum vörum orkusækins iðnaðar. Einnig séu fluttar þangað lækningavörur og -tæki, jarðefni og vörur til endurvinnslu. Verðmæti iðnaðarvara sem fluttar hafi verið til Bandaríkjanna hafi numið fjörutíu milljörðum króna árið 2023. Um sé að ræða lækningavörur og -tæki, matvæli, drykkjar- og landbúnaðarvörur, kísiljárn og aðrar iðnaðarvörur. Útflutningstekjur iðnaðar hafi numið 698 milljörðum króna árið 2023, en ál sé þar í meirihluta. Árið 2018 hafi Trump sett tíu prósenta toll á ál og kísiljárn frá Íslandi, sem hafi haft neikvæð áhrif á útflutning kísiljárns en lítið sem ekkert ál sé flutt beint út til Bandaríkjanna. Útflutningur iðnaðar til ESB hafi numið 382 milljörðum króna árið 2023 og lækkað nokkuð milli ára en hann hafi numið 458 milljörðum króna árið 2022. Lækkunin sé vegna þróunar álverðs en langstærsti hluti álframleiðslu Íslands fari til ESB.
Skattar og tollar Áliðnaður Evrópusambandið Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira