Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar 4. febrúar 2025 18:00 Það voru aldrei neinar fréttir að ráði um nauðganir á mínum tímum. Hvað þá um kynferðislega misnotkun á börnum. Samt lærði ég þá, að það gerðist. Af því að nágrannakona mín sagði mér að bróðir hennar hafði gert henni það. Þessi hegðun er því miður að gerast um allan heim. En fyrir þetta litla land og fámennu þjóð sem telur sig svo framarlega í jafnrétti, hefur kallað upp að hér vanti stórt atriði. Getnaðarfæra kerfin í körlum eru greinilega oft meiri villidýr en þau eru í kvenkyni, þó að sumar nái ansi langt um það varðandi þá. Það eru samt karlarnir sem eru mest áberandi í fréttum um þá glæpi, og lenda oftar fyrir lög og rétt vegna stjórnleysis síns á þessu erfiða kerfi. Það þarf að fræða drengi löngu fyrir þann tíma sem hormóna kerfið fer í gang svo að einhver von sé um að heilabúið nái að setja sig í hugarfar ákvörðunar um að sýna virðingu fyrir félaga í að njóta þess og að sjá mikilvægi algers samþykkis. Leiðbeinendur þurfa að lýsa því ris ferli á þann hátt að meiri von sé á að heilabúið skilji að það sé sjálfstætt kerfi sem þeir eigi að kenna sjálfum sér að vera með ábyrgð á. Það verður ekkert almennilegt jafnrétti í þeim málum fyrr en drengir fái þá leiðsögn, og það löngu áður en líffærin fara að setja það kerfi upp. Því miður erum við líka að sjá í fréttum að menn eins og Harwey Weinstein, svo var það Rolf Harris sem var Ástrali sem hafði flutt til Bretlands, og endalaust aðrir sem sjá sig sem hafi átt kynmökin skilið. Þeir virðast trúa því að bara það að það kynfæri fari inn í konu hafi, og eigi að hafa samasem merki unaðar en ekki sjokks. Svo er líka á hreinu að lög þjóða um slíkt eru löngu úr sér gengin. Þau voru greinilega skrifuð fyrr á tímum af körlum með sitt eigið eigingjarna sjónarhorn á því. Sjónarhorn sem við sjáum líka að trúarbrögðin hafa verið mjög vilhöll með. Hinn fyrrum Kaþólski Biskup hér í Ástralíu var í þessum hópi nauðgara og héldu önnur lið í þeirri stofnun með honum í að afneita reynslu þolenda. En sem betur fer komu lögin svo að lokum til að veita þolendum það sem þeir áttu skilið. Það tók samt nokkur ár fyrir það að verða. Það voru nokkrir Kaþólskir prestar sem fóru í fangelsi hér í Ástralíu fyrir kynferðislega misnotkin á drengjum. Í viðtali við blaðakonu sagði einhn þeirra um þá að þeir hefðu séð það sem rétt sinn og sem einskonar „laun fyrir að hafa verið svo góðir við Guð“. Það er löngu kominn tími til að skrifa ný lög fyrir ekki bara nauðganir og aðra kynferðislega áreitni og misnotkun heldur líka um alla glæpi sem gerast án vitna. Fyrir þær breytingar um tilfinningaleg atriði sem er kynferðislegt og heimilisofbeldi þarf heilt lið af báðum kynjum að setjast niður og tala við þolendur, og kafa inn í það hvernig ný lög þurfi að verða hugsuð og skrifuð. Það eru atvik sem sjaldan hafa vitni að þeim. Svo að það er sérkennilegt að lög fortíðar og fram okkar tíma séu enn hugsuð út frá því að einhver hafi vitnað atburðinn. Hinar langtíma dýru afleiðingar afneitunar og þöggunar Viðhorf fyrir nokkrum áratugum síðan voru þau að laganna verðir hefðu engan rétt til að koma inn í slík mál, eins og heimilisofbeldi. Eiginmenn sem væru að rústa sjálfi eiginkonu sinnar og barna, sem ég veit að gerðist. En allir sem skynjuðu og vissu að eitthvað væri að á þeim heimilum, þorðu ekki að lyfta fingri né segja neitt. Þau litu bara í hina áttina, sem var greinilega af því að „Slíkt var ósnertanlegt einkamál“. Þegar skáldskapur Goðsagnar var séður sem veruleiki lífsins. Hvað þá að neinn segði neitt, ef faðir væri kannski að nota þau fyrir sína kynlífskröfu, eða hreinlega sjúka valdasýki af ótta við að hinir myndu skilja að þeir væru ekki miklir bógar sem mannverur. Sú sorglega staðreynd sem var á Vísi í dag hér í Ástralíu þann 1.febrúar. Að Ólöf Tara Harðardóttir langtíma þolandi slæmrar meðferðar af ýmsu tagi, hafði ekki séð sig getað lifað lengur. Hún hafði gert sitt til að nota eigin slæmu reynslu til að snúa því dæmi við í þjóðinni. Kona með meiriháttar köllun sem var göfgi ungrar konu með erfiðan bakgrunn. Það fráfall svo ungrar konu, er eitt af milljón atriðum staðfestingar á fræðum Thomas Hubl og Peter´s A Levine um innsæi sitt um þau atriði og eru það sem milljónir einstaklinga eru að lifa og hafa látið líf sitt frá. Sannleikur þeirra er í hina áttina gegn einhverjum fræðingi sem hét Adler, og var í algerri afneitun á þeim veruleika að áföll eða ofbeldi væru veruleiki. Kenning hans sem ég las nýlega um í bók sem heitir „The Courage To Be Disliked“. Setning, heiti á bók, sem ég taldi að ætti að vera brandari. En lestur bókarinnar sýndi mér inn í viðhorf sem ég sé sem mjög hættuleg. Og ætti hugsun Adlers ekki að vera séð sem heilagur sannleikur. Í fáum orðum er sá sannleikur hinna tveggja sem ég hef nefnt veruleiki mannvera, hvort sem allir skilji eða viti það, eða ekki. Hvort einhverjir einstaklingar hafi „delete“ eyðingar hnapp í heilanum veit ég ekki, en það gæti verið frá sterkri þörf fyrir að afneita og halda vissri veruleika mynd hvort sem hún væri alger veruleiki. Að það að verða að þegja, og vera sem barn algerlega ófært um að orða erfiða og slæma meðferð á sér, verður að mengun í taugakerfum líkamans. Orð sem ég nota sem þýðingu á því sem þeir báðir vita og skilja. Og um leið mikilvægi þess að það sé tjáð og sagt frá og rétt hjálp fengin. Hjálp sem Ólöf fékk greinilega ekki nægilegt magn af til að létta af því erfiða sem sat í líkama hennar. Fráfall hennar ætti að verða notað til mikillar baráttu og bóta í lögum til að snúa þeim viðhorfum og hegðum við og að allt verði gert til að gerendur sleppi ekki. Það eru mikið fleiri atriði sem þarf að skoða í slíkum tilfellum. Og er eitt skortur á nægri innri sjálfsvirðisvírun í öllum taugakerfum okkar kvenna. Ég hef séð of mörg dæmi þess hér í fjölmennri Ástralíu og ofbeldis að skortur á slíku hafi verið undirrót þess sem endaði líf þeirra. Höfundur er Íslendingur sem hefur verið búsettur í Ástralíu um langt skeið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matthildur Björnsdóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það voru aldrei neinar fréttir að ráði um nauðganir á mínum tímum. Hvað þá um kynferðislega misnotkun á börnum. Samt lærði ég þá, að það gerðist. Af því að nágrannakona mín sagði mér að bróðir hennar hafði gert henni það. Þessi hegðun er því miður að gerast um allan heim. En fyrir þetta litla land og fámennu þjóð sem telur sig svo framarlega í jafnrétti, hefur kallað upp að hér vanti stórt atriði. Getnaðarfæra kerfin í körlum eru greinilega oft meiri villidýr en þau eru í kvenkyni, þó að sumar nái ansi langt um það varðandi þá. Það eru samt karlarnir sem eru mest áberandi í fréttum um þá glæpi, og lenda oftar fyrir lög og rétt vegna stjórnleysis síns á þessu erfiða kerfi. Það þarf að fræða drengi löngu fyrir þann tíma sem hormóna kerfið fer í gang svo að einhver von sé um að heilabúið nái að setja sig í hugarfar ákvörðunar um að sýna virðingu fyrir félaga í að njóta þess og að sjá mikilvægi algers samþykkis. Leiðbeinendur þurfa að lýsa því ris ferli á þann hátt að meiri von sé á að heilabúið skilji að það sé sjálfstætt kerfi sem þeir eigi að kenna sjálfum sér að vera með ábyrgð á. Það verður ekkert almennilegt jafnrétti í þeim málum fyrr en drengir fái þá leiðsögn, og það löngu áður en líffærin fara að setja það kerfi upp. Því miður erum við líka að sjá í fréttum að menn eins og Harwey Weinstein, svo var það Rolf Harris sem var Ástrali sem hafði flutt til Bretlands, og endalaust aðrir sem sjá sig sem hafi átt kynmökin skilið. Þeir virðast trúa því að bara það að það kynfæri fari inn í konu hafi, og eigi að hafa samasem merki unaðar en ekki sjokks. Svo er líka á hreinu að lög þjóða um slíkt eru löngu úr sér gengin. Þau voru greinilega skrifuð fyrr á tímum af körlum með sitt eigið eigingjarna sjónarhorn á því. Sjónarhorn sem við sjáum líka að trúarbrögðin hafa verið mjög vilhöll með. Hinn fyrrum Kaþólski Biskup hér í Ástralíu var í þessum hópi nauðgara og héldu önnur lið í þeirri stofnun með honum í að afneita reynslu þolenda. En sem betur fer komu lögin svo að lokum til að veita þolendum það sem þeir áttu skilið. Það tók samt nokkur ár fyrir það að verða. Það voru nokkrir Kaþólskir prestar sem fóru í fangelsi hér í Ástralíu fyrir kynferðislega misnotkin á drengjum. Í viðtali við blaðakonu sagði einhn þeirra um þá að þeir hefðu séð það sem rétt sinn og sem einskonar „laun fyrir að hafa verið svo góðir við Guð“. Það er löngu kominn tími til að skrifa ný lög fyrir ekki bara nauðganir og aðra kynferðislega áreitni og misnotkun heldur líka um alla glæpi sem gerast án vitna. Fyrir þær breytingar um tilfinningaleg atriði sem er kynferðislegt og heimilisofbeldi þarf heilt lið af báðum kynjum að setjast niður og tala við þolendur, og kafa inn í það hvernig ný lög þurfi að verða hugsuð og skrifuð. Það eru atvik sem sjaldan hafa vitni að þeim. Svo að það er sérkennilegt að lög fortíðar og fram okkar tíma séu enn hugsuð út frá því að einhver hafi vitnað atburðinn. Hinar langtíma dýru afleiðingar afneitunar og þöggunar Viðhorf fyrir nokkrum áratugum síðan voru þau að laganna verðir hefðu engan rétt til að koma inn í slík mál, eins og heimilisofbeldi. Eiginmenn sem væru að rústa sjálfi eiginkonu sinnar og barna, sem ég veit að gerðist. En allir sem skynjuðu og vissu að eitthvað væri að á þeim heimilum, þorðu ekki að lyfta fingri né segja neitt. Þau litu bara í hina áttina, sem var greinilega af því að „Slíkt var ósnertanlegt einkamál“. Þegar skáldskapur Goðsagnar var séður sem veruleiki lífsins. Hvað þá að neinn segði neitt, ef faðir væri kannski að nota þau fyrir sína kynlífskröfu, eða hreinlega sjúka valdasýki af ótta við að hinir myndu skilja að þeir væru ekki miklir bógar sem mannverur. Sú sorglega staðreynd sem var á Vísi í dag hér í Ástralíu þann 1.febrúar. Að Ólöf Tara Harðardóttir langtíma þolandi slæmrar meðferðar af ýmsu tagi, hafði ekki séð sig getað lifað lengur. Hún hafði gert sitt til að nota eigin slæmu reynslu til að snúa því dæmi við í þjóðinni. Kona með meiriháttar köllun sem var göfgi ungrar konu með erfiðan bakgrunn. Það fráfall svo ungrar konu, er eitt af milljón atriðum staðfestingar á fræðum Thomas Hubl og Peter´s A Levine um innsæi sitt um þau atriði og eru það sem milljónir einstaklinga eru að lifa og hafa látið líf sitt frá. Sannleikur þeirra er í hina áttina gegn einhverjum fræðingi sem hét Adler, og var í algerri afneitun á þeim veruleika að áföll eða ofbeldi væru veruleiki. Kenning hans sem ég las nýlega um í bók sem heitir „The Courage To Be Disliked“. Setning, heiti á bók, sem ég taldi að ætti að vera brandari. En lestur bókarinnar sýndi mér inn í viðhorf sem ég sé sem mjög hættuleg. Og ætti hugsun Adlers ekki að vera séð sem heilagur sannleikur. Í fáum orðum er sá sannleikur hinna tveggja sem ég hef nefnt veruleiki mannvera, hvort sem allir skilji eða viti það, eða ekki. Hvort einhverjir einstaklingar hafi „delete“ eyðingar hnapp í heilanum veit ég ekki, en það gæti verið frá sterkri þörf fyrir að afneita og halda vissri veruleika mynd hvort sem hún væri alger veruleiki. Að það að verða að þegja, og vera sem barn algerlega ófært um að orða erfiða og slæma meðferð á sér, verður að mengun í taugakerfum líkamans. Orð sem ég nota sem þýðingu á því sem þeir báðir vita og skilja. Og um leið mikilvægi þess að það sé tjáð og sagt frá og rétt hjálp fengin. Hjálp sem Ólöf fékk greinilega ekki nægilegt magn af til að létta af því erfiða sem sat í líkama hennar. Fráfall hennar ætti að verða notað til mikillar baráttu og bóta í lögum til að snúa þeim viðhorfum og hegðum við og að allt verði gert til að gerendur sleppi ekki. Það eru mikið fleiri atriði sem þarf að skoða í slíkum tilfellum. Og er eitt skortur á nægri innri sjálfsvirðisvírun í öllum taugakerfum okkar kvenna. Ég hef séð of mörg dæmi þess hér í fjölmennri Ástralíu og ofbeldis að skortur á slíku hafi verið undirrót þess sem endaði líf þeirra. Höfundur er Íslendingur sem hefur verið búsettur í Ástralíu um langt skeið.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar