Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar 4. febrúar 2025 14:30 Borgarstjórn Reykjavíkur fjallar í dag um tillögu borgarstjórans um stórfellda hækkun gatnagerðargjalda í borginni. Hækkun gjaldsins fyrir fjölbýlishús verður 85%. Sennilegt er að afleiðingar þessarar skattahækkunar verði að verð fyrir íbúð í fjölbýlishúsi hækki að meðaltali um tvær milljónir króna. Húsnæðisvandi og hátt íbúðaverð hefur verið eitt meginviðfangsefni stjórnmálanna undanfarin ár og eitt af aðalumræðuefnunum fyrir hvort heldur er sveitarstjórnar- eða Alþingiskosningar. Það vekur óneitanlega furðu ef borgarstjórn Reykjavíkur ætlar í dag að taka ákvörðun, sem mun stuðla að hækkun íbúðaverðs og frekari húsnæðisvanda. Borgin leggur hærri kvaðir á húsbyggjendur Í greinargerð með tillögu borgarstjóra kemur fram að gatnagerðargjöld standi í dag ekki undir kostnaði við gatnagerð og muni heldur ekki gera það eftir hækkun. Þá verði gjaldskráin bara svipuð og í öðrum sveitarfélögum. Þá gleymist að nefna að Reykjavíkurborg gengur á mörgum öðrum sviðum miklu lengra í gjaldtöku og kvöðum á húsbyggjendur en önnur sveitarfélög, til dæmis þessum: Borgin leggur kvaðir á byggingarfélög um að félagsíbúðir séu 5% nýrra íbúða, en önnur sveitarfélög gera ekki sömu kröfur. Söluverð á þessum íbúðum er fyrirfram ákveðið og vel undir kostnaði, þannig að í því felast álögur á húsbyggjendur. Af sama toga eru kvaðir um að hlutfall leiguíbúða sé 15%. Byggingarréttargjöld eða innviðagjöld eru 17.500 krónur á fermetra í Reykjavík og eiga sér enga hliðstæðu. Reykjavík gerir þá kröfu til lóðarhafa á nýjum skipulagssvæðum að ákveðinni fjárhæð sé varið í listsköpun í almenningsrýmum, en það gera önnur sveitarfélög ekki. Á sumum nýjum þróunarreitum í borginni er kostnaður við uppbyggingu innviða á höndum lóðarhafa og má þar nefna Kringlureitinn og Skeifuna 7-9. Húsnæðisumbætur ríkisstjórnarinnar núllaðar út? Það vekur ekki síður furðu að á sama tíma og borgarstjórn Reykjavíkur ræðir hækkun byggingarkostnaðar sunnan við Vonarstræti hefur ríkisstjórn, sem er að hluta samansett af sömu stjórnmálaflokkum og borgarstjórnarmeirihlutinn, boðað að norðan götunnar, á Alþingi, verði lagður fram stafli af málum sem eiga að stuðla að því að lækka íbúðaverð og hjálpa fólki að eignast eigin húsnæði. Vonarstrætið er vissulega tvístefnugata - en eigum við að trúa því að fulltrúar Samfylkingarinnar og Viðreisnar í borgarstjórn ætli að greiða atkvæði með tillögum sem fara mögulega langt með að núlla út ávinninginn af þingmálum ríkisstjórnarinnar þegar kemur að húsnæðiskostnaði almennings í stærsta sveitarfélagi landsins? Hér er ástæða fyrir borgarstjórn að staldra við og samþykkja ekki þessar miklu hækkanir á gatnagerðargjöldum. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Skattar og tollar Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Borgarstjórn Reykjavíkur fjallar í dag um tillögu borgarstjórans um stórfellda hækkun gatnagerðargjalda í borginni. Hækkun gjaldsins fyrir fjölbýlishús verður 85%. Sennilegt er að afleiðingar þessarar skattahækkunar verði að verð fyrir íbúð í fjölbýlishúsi hækki að meðaltali um tvær milljónir króna. Húsnæðisvandi og hátt íbúðaverð hefur verið eitt meginviðfangsefni stjórnmálanna undanfarin ár og eitt af aðalumræðuefnunum fyrir hvort heldur er sveitarstjórnar- eða Alþingiskosningar. Það vekur óneitanlega furðu ef borgarstjórn Reykjavíkur ætlar í dag að taka ákvörðun, sem mun stuðla að hækkun íbúðaverðs og frekari húsnæðisvanda. Borgin leggur hærri kvaðir á húsbyggjendur Í greinargerð með tillögu borgarstjóra kemur fram að gatnagerðargjöld standi í dag ekki undir kostnaði við gatnagerð og muni heldur ekki gera það eftir hækkun. Þá verði gjaldskráin bara svipuð og í öðrum sveitarfélögum. Þá gleymist að nefna að Reykjavíkurborg gengur á mörgum öðrum sviðum miklu lengra í gjaldtöku og kvöðum á húsbyggjendur en önnur sveitarfélög, til dæmis þessum: Borgin leggur kvaðir á byggingarfélög um að félagsíbúðir séu 5% nýrra íbúða, en önnur sveitarfélög gera ekki sömu kröfur. Söluverð á þessum íbúðum er fyrirfram ákveðið og vel undir kostnaði, þannig að í því felast álögur á húsbyggjendur. Af sama toga eru kvaðir um að hlutfall leiguíbúða sé 15%. Byggingarréttargjöld eða innviðagjöld eru 17.500 krónur á fermetra í Reykjavík og eiga sér enga hliðstæðu. Reykjavík gerir þá kröfu til lóðarhafa á nýjum skipulagssvæðum að ákveðinni fjárhæð sé varið í listsköpun í almenningsrýmum, en það gera önnur sveitarfélög ekki. Á sumum nýjum þróunarreitum í borginni er kostnaður við uppbyggingu innviða á höndum lóðarhafa og má þar nefna Kringlureitinn og Skeifuna 7-9. Húsnæðisumbætur ríkisstjórnarinnar núllaðar út? Það vekur ekki síður furðu að á sama tíma og borgarstjórn Reykjavíkur ræðir hækkun byggingarkostnaðar sunnan við Vonarstræti hefur ríkisstjórn, sem er að hluta samansett af sömu stjórnmálaflokkum og borgarstjórnarmeirihlutinn, boðað að norðan götunnar, á Alþingi, verði lagður fram stafli af málum sem eiga að stuðla að því að lækka íbúðaverð og hjálpa fólki að eignast eigin húsnæði. Vonarstrætið er vissulega tvístefnugata - en eigum við að trúa því að fulltrúar Samfylkingarinnar og Viðreisnar í borgarstjórn ætli að greiða atkvæði með tillögum sem fara mögulega langt með að núlla út ávinninginn af þingmálum ríkisstjórnarinnar þegar kemur að húsnæðiskostnaði almennings í stærsta sveitarfélagi landsins? Hér er ástæða fyrir borgarstjórn að staldra við og samþykkja ekki þessar miklu hækkanir á gatnagerðargjöldum. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun