Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Sindri Sverrisson skrifar 5. febrúar 2025 08:02 Pavel Ermolinskij stýrði Tindastóli til fyrsta Íslandsmeistaratitils félagsins, vorið 2023, en hefur ekki þjálfað lið síðan hann fór í veikindaleyfi í mars í fyrra. vísir/Hulda Margrét Pavel Ermolinskij, GAZmaður og körfuboltasérfræðingur, hefur nú tekið skýrt fram að hann muni ekki taka við liði Keflavíkur í Bónus-deildinni. Keflvíkingar eru í leit að nýjum þjálfara eftir að Pétur Ingvarsson hætti á mánudaginn, og ljóst að þeir renndu hýru auga til Pavels sem á sínum tíma tók við Tindastóli eftir áramót og gerði liðið að Íslandsmeistara nokkrum mánuðum síðar. Ekki náðist í Pavel í gær en hann hefur nú tekið af allan vafa um málið, í nýjasta hlaðvarpsþætti af GAZinu: „Ég verð bara að segja: Ég er ekki að fara að taka við Keflavík. Það birtust fréttir [í gær] og búið að vera mikið kurr í gangi. Ég er ekki að fara að taka við Keflavík og ég er ekki að fara að snúa aftur í körfubolta á næstunni. Það er málið í þessu. Þetta kemur Keflavík ekkert við. Ég er góður þar sem ég er, í þessu sem við erum að gera,“ segir Pavel í spjalli við Helga Má Magnússon en hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan. Helgi benti á að Pavel væri einfaldlega upptekinn við annað. Að byggja upp „fjölmiðlasamsteypuna“ GAZið en þeir félagar hafa í vetur verið með hlaðvarpsþátt, upphitunarþátt í sjónvarpi fyrir valinn leik í hverri umferð Bónus-deildarinnar, og svo „gasað“ um þann tiltekna leik í beinni útsendingu. Pavel, sem hætti hjá Tindastóli í fyrra eftir að hafa farið í veikindaleyfi í mars fyrir tæpu ári, kveðst einfaldlega hæstánægður í þessu hlutverki og ekki í leit að þjálfarastarfi: „Ég get talað um körfubolta, myndað mér skoðanir, án þess að þurfa að taka neina ábyrgð eða taka neinar ákvarðanir. Það er rosalega gott líf fyrir mig að lifa akkúrat núna. Komum því frá og vonandi róast þetta þá aðeins í kringum mig, og við getum haldið áfram því sem við erum að gera hérna,“ sagði Pavel. Í þættinum ræða Pavel og Helgi um ýmislegt annað, þar á meðal nýjustu leikmennina í Bónus-deildinni og toppslag Stjörnunnar og Tindastóls, en hægt er að hlusta á þáttinn hér að ofan. Þættina má einnig finna á tal.is eða á öðrum hlaðvarpsveitum. Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Sjá meira
Keflvíkingar eru í leit að nýjum þjálfara eftir að Pétur Ingvarsson hætti á mánudaginn, og ljóst að þeir renndu hýru auga til Pavels sem á sínum tíma tók við Tindastóli eftir áramót og gerði liðið að Íslandsmeistara nokkrum mánuðum síðar. Ekki náðist í Pavel í gær en hann hefur nú tekið af allan vafa um málið, í nýjasta hlaðvarpsþætti af GAZinu: „Ég verð bara að segja: Ég er ekki að fara að taka við Keflavík. Það birtust fréttir [í gær] og búið að vera mikið kurr í gangi. Ég er ekki að fara að taka við Keflavík og ég er ekki að fara að snúa aftur í körfubolta á næstunni. Það er málið í þessu. Þetta kemur Keflavík ekkert við. Ég er góður þar sem ég er, í þessu sem við erum að gera,“ segir Pavel í spjalli við Helga Má Magnússon en hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan. Helgi benti á að Pavel væri einfaldlega upptekinn við annað. Að byggja upp „fjölmiðlasamsteypuna“ GAZið en þeir félagar hafa í vetur verið með hlaðvarpsþátt, upphitunarþátt í sjónvarpi fyrir valinn leik í hverri umferð Bónus-deildarinnar, og svo „gasað“ um þann tiltekna leik í beinni útsendingu. Pavel, sem hætti hjá Tindastóli í fyrra eftir að hafa farið í veikindaleyfi í mars fyrir tæpu ári, kveðst einfaldlega hæstánægður í þessu hlutverki og ekki í leit að þjálfarastarfi: „Ég get talað um körfubolta, myndað mér skoðanir, án þess að þurfa að taka neina ábyrgð eða taka neinar ákvarðanir. Það er rosalega gott líf fyrir mig að lifa akkúrat núna. Komum því frá og vonandi róast þetta þá aðeins í kringum mig, og við getum haldið áfram því sem við erum að gera hérna,“ sagði Pavel. Í þættinum ræða Pavel og Helgi um ýmislegt annað, þar á meðal nýjustu leikmennina í Bónus-deildinni og toppslag Stjörnunnar og Tindastóls, en hægt er að hlusta á þáttinn hér að ofan. Þættina má einnig finna á tal.is eða á öðrum hlaðvarpsveitum.
Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Sjá meira