Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Kjartan Kjartansson skrifar 5. febrúar 2025 10:44 Sigurjón Þórðarson, formaður atvinnuveganefndar, við setningu Alþingis í gær. Vísir/Vilhelm Formaður atvinnuveganefndar Alþingis úr Flokki fólksins vill endurskoða ríkisstyrki til Morgunblaðsins í kjölfar umfjöllunar þess um flokkinn og formann hans. Hann sakar blaðið um að ganga erinda stórútgerðareigenda sinna. Morgunblaðið hefur farið mikinn í umfjöllun um mistök sem voru gerð innan stjórnsýslunnar þegar Flokkur fólksins fékk greidda styrki frá ríkinu þrátt fyrir að hann uppfyllti ekki skilyrði til þess eftir að lögum um stjórnmálasamtök var breytt árið 2022. Þá hefur það fjallað um fasteignir í eigu Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, og nú síðast hagsmunaárekstra Sigurjóns Þórðarsonar, nýs formanns atvinnuveganefndar Alþingis, vegna smábátaveiða hans. Ríkisstjórnin ætlar að auka svigrúm til strandveiða frá því sem verið hefur. Sigurjón sagði Morgunblaðið hafa hegðað sér „með ólíkindum“ undanfarna daga og vikur í viðtali á Útvarpi Sögu á fimmtudag. Blaðið hefði beint spjótum sínum að barnabörnum Ingu, nefnt hvar þau byggju og birt myndir af húsum þeirra í umfjöllun sinni. „Þetta er ekki gæfulegt fyrir blað sem einhvern tímann var blað allra landsmanna en er það greinilega ekki núna heldur einungis blað fámennrar klíku auðmanna,“ sagði Sigurjón sem taldi augljóst að eigendur Morgunblaðsins úr „stórútgerðinni“ stæðu að baki árásum á þá sem vildu auka frelsi í fiskveiðum. Nefndi Moggann og RÚV vegna gagnrýninnar umfjöllunar Beint í kjölfarið af umræðunni um umfjöllun Morgunblaðsins var Sigurjón spurður út í styrki stjórnvalda til fjölmiðla. „Það er líka kominn tími til þess að endurskoða einfaldlega fjárframlög til Morgunblaðsins tel ég vera vegna þess að við erum að láta þarna gríðarlegar upphæðir inn í blað sem er í rauninni að reka erindi gegn almannahagsmunum og fyrir hagsmunum örfárra auðmanna. Ef við erum hér að hreyfa örlítið við sjávarútvegskerfinu þá standa á okkur öll spjót,“ sagði Sigurjón. Hægt er að hlusta á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan. Ummælin lætur Sigurjón falla á fjórðu mínútu upptökunnar. Hann sagði Flokk fólksins einnig vilja taka RÚV af auglýsingamarkaði eftir að þáttastjórnandi bar undir hann að fréttastofa RÚV hefði einnig fjallað gagnrýnið um Flokk fólksins undanfarið. Sagði formaður atvinnuveganefndar að eigendur Morgunblaðsins úr sjávarútvegi teldu sig eiga landið og miðin. Þeir teldu öll meðöl réttlætanleg í árásum á stjórnmálamenn sem vildu hrófla við sjávarútvegskerfinu. „Við ætlum bara að taka á þessu af hörku í Flokki fólksins,“ sagði Sigurjón. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Flokkur fólksins Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Styrkir til stjórnmálasamtaka Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Morgunblaðið hefur farið mikinn í umfjöllun um mistök sem voru gerð innan stjórnsýslunnar þegar Flokkur fólksins fékk greidda styrki frá ríkinu þrátt fyrir að hann uppfyllti ekki skilyrði til þess eftir að lögum um stjórnmálasamtök var breytt árið 2022. Þá hefur það fjallað um fasteignir í eigu Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, og nú síðast hagsmunaárekstra Sigurjóns Þórðarsonar, nýs formanns atvinnuveganefndar Alþingis, vegna smábátaveiða hans. Ríkisstjórnin ætlar að auka svigrúm til strandveiða frá því sem verið hefur. Sigurjón sagði Morgunblaðið hafa hegðað sér „með ólíkindum“ undanfarna daga og vikur í viðtali á Útvarpi Sögu á fimmtudag. Blaðið hefði beint spjótum sínum að barnabörnum Ingu, nefnt hvar þau byggju og birt myndir af húsum þeirra í umfjöllun sinni. „Þetta er ekki gæfulegt fyrir blað sem einhvern tímann var blað allra landsmanna en er það greinilega ekki núna heldur einungis blað fámennrar klíku auðmanna,“ sagði Sigurjón sem taldi augljóst að eigendur Morgunblaðsins úr „stórútgerðinni“ stæðu að baki árásum á þá sem vildu auka frelsi í fiskveiðum. Nefndi Moggann og RÚV vegna gagnrýninnar umfjöllunar Beint í kjölfarið af umræðunni um umfjöllun Morgunblaðsins var Sigurjón spurður út í styrki stjórnvalda til fjölmiðla. „Það er líka kominn tími til þess að endurskoða einfaldlega fjárframlög til Morgunblaðsins tel ég vera vegna þess að við erum að láta þarna gríðarlegar upphæðir inn í blað sem er í rauninni að reka erindi gegn almannahagsmunum og fyrir hagsmunum örfárra auðmanna. Ef við erum hér að hreyfa örlítið við sjávarútvegskerfinu þá standa á okkur öll spjót,“ sagði Sigurjón. Hægt er að hlusta á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan. Ummælin lætur Sigurjón falla á fjórðu mínútu upptökunnar. Hann sagði Flokk fólksins einnig vilja taka RÚV af auglýsingamarkaði eftir að þáttastjórnandi bar undir hann að fréttastofa RÚV hefði einnig fjallað gagnrýnið um Flokk fólksins undanfarið. Sagði formaður atvinnuveganefndar að eigendur Morgunblaðsins úr sjávarútvegi teldu sig eiga landið og miðin. Þeir teldu öll meðöl réttlætanleg í árásum á stjórnmálamenn sem vildu hrófla við sjávarútvegskerfinu. „Við ætlum bara að taka á þessu af hörku í Flokki fólksins,“ sagði Sigurjón.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Flokkur fólksins Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Styrkir til stjórnmálasamtaka Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira