Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. febrúar 2025 12:06 Óveðri er spáð um allt land í dag og á morgun. Vísir/vilhelm Aftakaveður gengur yfir landið eftir hádegi, nær öllu millilandaflugi hefur verið aflýst og vegir í öllum landshlutum eru á óvissustigi. Veðurfræðingur segir óveðrið munu skella á með miklum látum og spáir hviðum upp undir fimmtíu metra á sekúndu. Foreldrar á höfuðborgarsvæðinu eru hvattir til að sækja börn sín í skólann. Veður versnar hratt suðvestanlands upp úr hádegi, þar sem appelsínugular storm- og rigningarviðvaranir taka gildi klukkan tvö. Viðaranir tínast svo inn í öðrum landshlutum skömmu síðar og nær allt landið verður orðið appelsínugult klukkan fimm. Höfuðborgarsvæðið er þar ekki undanskilið og foreldrar skólabarna eru hvattir til að fylgjast vel með stöðunni síðdegis, jafnvel sækja börn sín í skóla eða frístund eftir því sem við á. Hvessir ógurlega Miklar raskanir eru á flugi í dag, nær öllum flugferðum til og frá landinu eftir klukkan eitt hefur verið aflýst, samkvæmt vef Isavia. Þá eru vegir um allt land á óvissustigi í dag, sem þýðir að þeim getur verið lokað með skömmum fyrirvara. Óvissustig tekur gildi á Reykjanesbraut, Hellisheiði, Þrengslum og Mosfellsheiði ýmist nú klukkan tólf eða eitt. Þá hefur Holtavörðuheiði og Öxnadalsheiði verið lokað. Einar Sveinbjörnsson er veðurfræðingur hjá Vegagerðinni. „Veðrið skellur á með dálitlum látum, eftir hádegi, sérstaklega milli tvö og fjögur, kemur að okkur af fullum þunga og fullum styrk. Það byrjar með því að það snjóar á fjallvegum og verður svo hált í kjölfarið þannig að það er erfitt við að eiga, eins og til dæmis á Hellisheiðinni,“ segir Einar. „Þegar þetta gerist svona þá hvessir ógurlega á landinu, eiginlega um land allt og það versnar mjög hratt á landinu. Það eru þessar hviður, þessir sviptivindar, sem verða þegar loftið er þetta hlýtt. Þetta eru svona 20, 25 metrar á sekúndu í jöfnum vindi nokkuð víða. Við eigum eftir að sjá hviður sem eru um og yfir fimmtíu metra á sekúndu, staðbundið á norðurlandi og ekki síður fyrir austan.“ Hafi varann á Einar ræður fólki frá því að leggja í langferðir. „Menn hafi varann á sér nú síðdegis og verði búnir að koma börnum og sjálfum sér í hús.“ Viðvaranir byrja smám saman að detta úr gildi sunnan, vestan, norðan og norðaustanlands upp úr miðnætti en koma aftur inn með morgninum. „Síðan kemur ný lægð, heldur minni en viðheldur vinstrengnum um austanvert landið, og verður líka mjög slæmt hér suðvestanlands sérstaklega milli átta og tólf í fyrramálið,“ segir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur. Veður Samgöngur Tengdar fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Veginum um Holtavörðuheiði var lokað í morgun vegna veðurs og flutningabíls og ólíklegt er sagt að hægt verði að opna hann í dag. Hellisheiði og Þrengsli voru opnuð aftur snemma í morgun en varað er við slæmu skyggni vegna skafrennings og éljagangs. 5. febrúar 2025 08:49 Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Hellisheiði og Þrengsli voru opnuð snemma í morgun en Vegagerðin varar við því að skyggni geti verið slæmt á svæðinu vegna skafrennings og éljagangs. Vegfarendur eru því beðnir um að fara afar varlega. 5. febrúar 2025 07:21 Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Dýpkandi lægð suður af Hvarfi fer nú allhratt norðaustur í átt að landinu. Henni fylgir vaxandi sunnanátt eftir hádegi, þar sem mun hlýna og fara að rigna. 5. febrúar 2025 07:12 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Veður versnar hratt suðvestanlands upp úr hádegi, þar sem appelsínugular storm- og rigningarviðvaranir taka gildi klukkan tvö. Viðaranir tínast svo inn í öðrum landshlutum skömmu síðar og nær allt landið verður orðið appelsínugult klukkan fimm. Höfuðborgarsvæðið er þar ekki undanskilið og foreldrar skólabarna eru hvattir til að fylgjast vel með stöðunni síðdegis, jafnvel sækja börn sín í skóla eða frístund eftir því sem við á. Hvessir ógurlega Miklar raskanir eru á flugi í dag, nær öllum flugferðum til og frá landinu eftir klukkan eitt hefur verið aflýst, samkvæmt vef Isavia. Þá eru vegir um allt land á óvissustigi í dag, sem þýðir að þeim getur verið lokað með skömmum fyrirvara. Óvissustig tekur gildi á Reykjanesbraut, Hellisheiði, Þrengslum og Mosfellsheiði ýmist nú klukkan tólf eða eitt. Þá hefur Holtavörðuheiði og Öxnadalsheiði verið lokað. Einar Sveinbjörnsson er veðurfræðingur hjá Vegagerðinni. „Veðrið skellur á með dálitlum látum, eftir hádegi, sérstaklega milli tvö og fjögur, kemur að okkur af fullum þunga og fullum styrk. Það byrjar með því að það snjóar á fjallvegum og verður svo hált í kjölfarið þannig að það er erfitt við að eiga, eins og til dæmis á Hellisheiðinni,“ segir Einar. „Þegar þetta gerist svona þá hvessir ógurlega á landinu, eiginlega um land allt og það versnar mjög hratt á landinu. Það eru þessar hviður, þessir sviptivindar, sem verða þegar loftið er þetta hlýtt. Þetta eru svona 20, 25 metrar á sekúndu í jöfnum vindi nokkuð víða. Við eigum eftir að sjá hviður sem eru um og yfir fimmtíu metra á sekúndu, staðbundið á norðurlandi og ekki síður fyrir austan.“ Hafi varann á Einar ræður fólki frá því að leggja í langferðir. „Menn hafi varann á sér nú síðdegis og verði búnir að koma börnum og sjálfum sér í hús.“ Viðvaranir byrja smám saman að detta úr gildi sunnan, vestan, norðan og norðaustanlands upp úr miðnætti en koma aftur inn með morgninum. „Síðan kemur ný lægð, heldur minni en viðheldur vinstrengnum um austanvert landið, og verður líka mjög slæmt hér suðvestanlands sérstaklega milli átta og tólf í fyrramálið,“ segir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur.
Veður Samgöngur Tengdar fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Veginum um Holtavörðuheiði var lokað í morgun vegna veðurs og flutningabíls og ólíklegt er sagt að hægt verði að opna hann í dag. Hellisheiði og Þrengsli voru opnuð aftur snemma í morgun en varað er við slæmu skyggni vegna skafrennings og éljagangs. 5. febrúar 2025 08:49 Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Hellisheiði og Þrengsli voru opnuð snemma í morgun en Vegagerðin varar við því að skyggni geti verið slæmt á svæðinu vegna skafrennings og éljagangs. Vegfarendur eru því beðnir um að fara afar varlega. 5. febrúar 2025 07:21 Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Dýpkandi lægð suður af Hvarfi fer nú allhratt norðaustur í átt að landinu. Henni fylgir vaxandi sunnanátt eftir hádegi, þar sem mun hlýna og fara að rigna. 5. febrúar 2025 07:12 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Veginum um Holtavörðuheiði var lokað í morgun vegna veðurs og flutningabíls og ólíklegt er sagt að hægt verði að opna hann í dag. Hellisheiði og Þrengsli voru opnuð aftur snemma í morgun en varað er við slæmu skyggni vegna skafrennings og éljagangs. 5. febrúar 2025 08:49
Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Hellisheiði og Þrengsli voru opnuð snemma í morgun en Vegagerðin varar við því að skyggni geti verið slæmt á svæðinu vegna skafrennings og éljagangs. Vegfarendur eru því beðnir um að fara afar varlega. 5. febrúar 2025 07:21
Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Dýpkandi lægð suður af Hvarfi fer nú allhratt norðaustur í átt að landinu. Henni fylgir vaxandi sunnanátt eftir hádegi, þar sem mun hlýna og fara að rigna. 5. febrúar 2025 07:12