Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. febrúar 2025 15:15 Frá þingfestingu málsins í Héraðdómi Reykjavíkur. Vísir Shokri Keryo, 21 árs sænskur karlmaður, hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi í Landsrétti fyrir skotárás í Úlfarsárdal í nóvember 2023 þegar hann skaut fjórum skotum að jafnmörgum mönnum. Héraðsdómur dæmdi Shokri í þriggja og hálfs árs fangelsi í apríl í fyrra. Shokri var ákærður fyrir tilraun til manndráps og sjö umferðarlagabrot og fíknibrot. Hann játaði brot sín að frátöldu því alvarlegasta og hafnaði því að hafa skotið að mönnunum. Einn maður varð fyrir skoti í árásinni, það er Gabríel Douane sem komist hefur endurtekið í kast við lögin undanfarin ár. Hann hlaut sár á hægri sköflungi. Gabríel sagðist fyrir dómi ekkert muna eftir árásinni. Héraðsdómur taldi skýringar Shokri á atburðum ótrúverðugar en töldu þó ósannað að hann hefði ætlað að ráða brotaþolunum bana. Var hann sakfelldur fyrir hættubrot og eignaspjöll. Var það litið honum til refsiþyngingar hvers eðlis brotið var og alvarlegt. Hann hefði sýnt algjört skeytingarleysi um líf og heilsu brotaþola og annarra nærstaddra. Yrði að telja mildi að ekki hefði verr farið. Landsréttur sá málið öðrum augum en héraðsdómur og dæmdi hann í sjö ára fangelsi sem er tvöföld sú refsing sem hann hlaut í héraði. Dómurinn hefur ekki verið birtur en má telja líklegt að fallist hafi verið á kröfu saksóknara um að dæma Shokri fyrir tilraun til manndráps. Shokri var í héraði dæmdur til að greiða Gabríel 1,5 milljón króna í miskabætur, tveimur öðrum brotaþolum 800 þúsund hvorum og svo íbúum í nærliggjandi húsi sem tengdust málinu ekkert samanlagt 1,7 milljónir króna í bætur. Byssukúlur höfnuðu í íbúð þeirra og svaf barn við hliðina á glugga sem byssuskot fór í og voru bæturnar sem fólkinu voru dæmdar bæði vegna miska og skemmda á húsnæðinu. Fréttin verður uppfærð þegar dómur Landsréttar hefur verið birtur. Skotárás í Grafarholti Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Dæmdur fyrir árásina í Úlfarsárdal Shokri Keryo hefur hlotið þriggja og hálfs árs fangelsidóm fyrir skotárás sem átti sér stað í Úlfarsárdal í nóvember í fyrra, þegar hann skaut fjórum skotum að fjórum mönnum. 18. apríl 2024 09:57 Mest lesið „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fleiri fréttir Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Sjá meira
Shokri var ákærður fyrir tilraun til manndráps og sjö umferðarlagabrot og fíknibrot. Hann játaði brot sín að frátöldu því alvarlegasta og hafnaði því að hafa skotið að mönnunum. Einn maður varð fyrir skoti í árásinni, það er Gabríel Douane sem komist hefur endurtekið í kast við lögin undanfarin ár. Hann hlaut sár á hægri sköflungi. Gabríel sagðist fyrir dómi ekkert muna eftir árásinni. Héraðsdómur taldi skýringar Shokri á atburðum ótrúverðugar en töldu þó ósannað að hann hefði ætlað að ráða brotaþolunum bana. Var hann sakfelldur fyrir hættubrot og eignaspjöll. Var það litið honum til refsiþyngingar hvers eðlis brotið var og alvarlegt. Hann hefði sýnt algjört skeytingarleysi um líf og heilsu brotaþola og annarra nærstaddra. Yrði að telja mildi að ekki hefði verr farið. Landsréttur sá málið öðrum augum en héraðsdómur og dæmdi hann í sjö ára fangelsi sem er tvöföld sú refsing sem hann hlaut í héraði. Dómurinn hefur ekki verið birtur en má telja líklegt að fallist hafi verið á kröfu saksóknara um að dæma Shokri fyrir tilraun til manndráps. Shokri var í héraði dæmdur til að greiða Gabríel 1,5 milljón króna í miskabætur, tveimur öðrum brotaþolum 800 þúsund hvorum og svo íbúum í nærliggjandi húsi sem tengdust málinu ekkert samanlagt 1,7 milljónir króna í bætur. Byssukúlur höfnuðu í íbúð þeirra og svaf barn við hliðina á glugga sem byssuskot fór í og voru bæturnar sem fólkinu voru dæmdar bæði vegna miska og skemmda á húsnæðinu. Fréttin verður uppfærð þegar dómur Landsréttar hefur verið birtur.
Skotárás í Grafarholti Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Dæmdur fyrir árásina í Úlfarsárdal Shokri Keryo hefur hlotið þriggja og hálfs árs fangelsidóm fyrir skotárás sem átti sér stað í Úlfarsárdal í nóvember í fyrra, þegar hann skaut fjórum skotum að fjórum mönnum. 18. apríl 2024 09:57 Mest lesið „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fleiri fréttir Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Sjá meira
Dæmdur fyrir árásina í Úlfarsárdal Shokri Keryo hefur hlotið þriggja og hálfs árs fangelsidóm fyrir skotárás sem átti sér stað í Úlfarsárdal í nóvember í fyrra, þegar hann skaut fjórum skotum að fjórum mönnum. 18. apríl 2024 09:57