Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar 7. febrúar 2025 07:32 Um þessar mundir fagnar Reykjalundur 80 ára afmæli en það var árið 1945 sem fyrsti sjúklingurinn var formlega innritaður á Reykjalund í Mosfellsbæ sem er í eigu SÍBS. Frá þessum atburði hefur sannarlega mikið vatn runnið til sjávar. Fyrstu 15 árin dvöldu aðeins berklasjúklingar á Reykjalundi en það breyttist um 1960, þegar berklaveikin fór að láta undan síga og ljóst varð að ekki væri lengur þörf á endurhæfingu fyrir þennan sjúklingahóp í sama mæli og áður. Á næstu árum breyttist starfsgrundvöllur Reykjalundar, áherslur í endurhæfingu urðu fjölbreyttari og Reykjalundur breyttist íalhliða endurhæfingarmiðstöð. Á Reykjalundi fer nú fram alhliða endurhæfing sem miðar að bættum lífsgæðum, aukinni færni og sjálfsbjargargetu þeirra sem þangað leita. Reykjalundur er í dag stærsta endurhæfingarstofnun landsins og þjónar einstaklingum alls staðar að. Um 110-130 sjúklingar sækja þjónustu á Reykjalundi á degi hverjum. Á hverju ári fara þannig um það bil 1.300 manns í gegnum endurhæfingarmeðferð á Reykjalundi, flestir í 4-6 vikur í senn. Auk þess kemur fjöldi sjúklinga í viðtöl á göngudeild á hverju ári. Endurhæfing Reykjalundar er byggð upp samkvæmt alþjóðlegum, klínískum leiðbeiningum. Meðferðin einkennist af þverfaglegri samvinnu fagfólks sem myndar átta sérhæfð teymi, sem starfrækt eru á dagvinnutíma að mestu. Auk þess er þverfagleg legudeild, Miðgarður, opin allan sólarhringinn. Einnig er fjöldi gistirýma í boði fyrir sjúklinga sem þess þurfa vegna aðstæðna sinna. Endurhæfing er ein ábatasamasta fjárfesting sem völ er á. Samfélagslega er mikilvægt að einstaklingur sé þjálfaður aftur upp til að komast út í lífið og taka þátt, ekki síst á atvinnumarkaðnum. Mikilvægara er þó að endurhæfing margfaldar lífsgæði viðkomandi einstaklings sem einnig hefur mikil áhrif á lífsgæði nánustu fjölskyldu og vina. Einstaklingurinn sjálfur fjárfestir í sínum tíma og uppsker ríkulega. Bætt andleg líðan, betri svefn og aukin líkamleg geta skapa einstaklingnum forsendur til bættrar færni og samfélagslegrar þátttöku. Það er því óhætt að segja að starfsemin á Reykjalundi er mikilvæg fyrir samfélagið allt og hefur verið á þeim 80 árum sem starfsemin hefur varað. Dýrmætast í þessu öllu er þau sá mannauður sem á Reykjalundi hefur starfað, landsmönnum til heilla. Það er jafnframt gaman að geta þess að á þessu afmælisári innleiðum við alþjóðlegt gæðakerfi endurhæfingu, CARF, hér á Reykjalundi, og mun það án efa setja sterkan svip á þetta afmælisár. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi alþjóðlega gæðavottun er gerð hér á Íslandi og hefur verkefnið fengið veglega styrki frá heilbrigðisráðuneyti og Embætti landlæknis. Það er mikill faglegur metnaður í starfsemi Reykalundar og við viljum bera okkur saman við það besta sem gerist í heiminum. Þess vegna er þátttaka í CARF, alþjóðlegum gæðastöðlum endurhæfingar algerlega rökrétt fyrir okkar starfsemi. Miðvikudaginn 12. febrúar heldur Reykjalundur glæsilega afmælisráðstefnu sem ber yfirskriftina Reykjalundur – 80 ára afmælisráðstefna: Endurhæfing er samvinna – Sköpum framtíðina saman. Þar verður fjallað um stöðu mála í endurhæfingu, við heyrum sýn nýs heilbrigðisráðherra, ræðum mikilvægi út frá heilsuhagfræði, kynnumst nýjungum og veltum fyrir okkur framtíðarsýn. Ráðstefnan er opin öllum sem starfa á heilbrigðisvettvangi. Þá mun á árinu koma út saga Reykjalundar í ritstjórn Péturs Bjarnasonar. Það er því spennandi og gleðilegt ár framundan! Ég vil nota tækifærið og óska öllum, sem komið hafa að 80 ára sögu Reykjalundar með einhverjum hætti, hjartanlega til hamingju með tímamótin. Höfundur er forstjóri Reykjalundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mosfellsbær Tímamót Heilbrigðismál Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir fagnar Reykjalundur 80 ára afmæli en það var árið 1945 sem fyrsti sjúklingurinn var formlega innritaður á Reykjalund í Mosfellsbæ sem er í eigu SÍBS. Frá þessum atburði hefur sannarlega mikið vatn runnið til sjávar. Fyrstu 15 árin dvöldu aðeins berklasjúklingar á Reykjalundi en það breyttist um 1960, þegar berklaveikin fór að láta undan síga og ljóst varð að ekki væri lengur þörf á endurhæfingu fyrir þennan sjúklingahóp í sama mæli og áður. Á næstu árum breyttist starfsgrundvöllur Reykjalundar, áherslur í endurhæfingu urðu fjölbreyttari og Reykjalundur breyttist íalhliða endurhæfingarmiðstöð. Á Reykjalundi fer nú fram alhliða endurhæfing sem miðar að bættum lífsgæðum, aukinni færni og sjálfsbjargargetu þeirra sem þangað leita. Reykjalundur er í dag stærsta endurhæfingarstofnun landsins og þjónar einstaklingum alls staðar að. Um 110-130 sjúklingar sækja þjónustu á Reykjalundi á degi hverjum. Á hverju ári fara þannig um það bil 1.300 manns í gegnum endurhæfingarmeðferð á Reykjalundi, flestir í 4-6 vikur í senn. Auk þess kemur fjöldi sjúklinga í viðtöl á göngudeild á hverju ári. Endurhæfing Reykjalundar er byggð upp samkvæmt alþjóðlegum, klínískum leiðbeiningum. Meðferðin einkennist af þverfaglegri samvinnu fagfólks sem myndar átta sérhæfð teymi, sem starfrækt eru á dagvinnutíma að mestu. Auk þess er þverfagleg legudeild, Miðgarður, opin allan sólarhringinn. Einnig er fjöldi gistirýma í boði fyrir sjúklinga sem þess þurfa vegna aðstæðna sinna. Endurhæfing er ein ábatasamasta fjárfesting sem völ er á. Samfélagslega er mikilvægt að einstaklingur sé þjálfaður aftur upp til að komast út í lífið og taka þátt, ekki síst á atvinnumarkaðnum. Mikilvægara er þó að endurhæfing margfaldar lífsgæði viðkomandi einstaklings sem einnig hefur mikil áhrif á lífsgæði nánustu fjölskyldu og vina. Einstaklingurinn sjálfur fjárfestir í sínum tíma og uppsker ríkulega. Bætt andleg líðan, betri svefn og aukin líkamleg geta skapa einstaklingnum forsendur til bættrar færni og samfélagslegrar þátttöku. Það er því óhætt að segja að starfsemin á Reykjalundi er mikilvæg fyrir samfélagið allt og hefur verið á þeim 80 árum sem starfsemin hefur varað. Dýrmætast í þessu öllu er þau sá mannauður sem á Reykjalundi hefur starfað, landsmönnum til heilla. Það er jafnframt gaman að geta þess að á þessu afmælisári innleiðum við alþjóðlegt gæðakerfi endurhæfingu, CARF, hér á Reykjalundi, og mun það án efa setja sterkan svip á þetta afmælisár. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi alþjóðlega gæðavottun er gerð hér á Íslandi og hefur verkefnið fengið veglega styrki frá heilbrigðisráðuneyti og Embætti landlæknis. Það er mikill faglegur metnaður í starfsemi Reykalundar og við viljum bera okkur saman við það besta sem gerist í heiminum. Þess vegna er þátttaka í CARF, alþjóðlegum gæðastöðlum endurhæfingar algerlega rökrétt fyrir okkar starfsemi. Miðvikudaginn 12. febrúar heldur Reykjalundur glæsilega afmælisráðstefnu sem ber yfirskriftina Reykjalundur – 80 ára afmælisráðstefna: Endurhæfing er samvinna – Sköpum framtíðina saman. Þar verður fjallað um stöðu mála í endurhæfingu, við heyrum sýn nýs heilbrigðisráðherra, ræðum mikilvægi út frá heilsuhagfræði, kynnumst nýjungum og veltum fyrir okkur framtíðarsýn. Ráðstefnan er opin öllum sem starfa á heilbrigðisvettvangi. Þá mun á árinu koma út saga Reykjalundar í ritstjórn Péturs Bjarnasonar. Það er því spennandi og gleðilegt ár framundan! Ég vil nota tækifærið og óska öllum, sem komið hafa að 80 ára sögu Reykjalundar með einhverjum hætti, hjartanlega til hamingju með tímamótin. Höfundur er forstjóri Reykjalundar.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun