„Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Bjarki Sigurðsson skrifar 6. febrúar 2025 23:19 Tré brotnuðu í hvassviðrinu. Vísir/Friðrik Júlíus Veðrið hefur leikið íbúa á Stöðvarfirði grátt síðastliðinn sólarhring. Miklar skemmdir eru á húsum og bærinn allur á floti. Hallgrímskirkja slapp með skrekkinn þegar eldingu laust þar niður. Það var nóg um að vera hjá viðbragðsaðilum um land allt í aftakaveðrinu sem gekk yfir landið í gær. Björgunarsveitir sinntu um þrjú hundruð verkefnum og vatnstjón var víða á höfuðborgarsvæðinu. Rauðar viðvaranir voru í gildi þar fyrir hádegi í dag og röskun var á skólastarfi vegna þess. Á Siglufirði losnuðu þakplötur af tveimur stórum iðnaðarhúsum og fuku um bæinn. Þá sprakk ný kirkjuhurð Siglufjarðarkirkju upp. Slökkviliðsstjórinn lýsti nóttinni sem afar langri fyrir viðbragðsaðila. Eldingu laust niður í turn Hallgrímskirkju í gær. Eldingin náði þó ekki að valda miklum skaða að sögn Grétars Einarssonar, kirkjuhaldara. „Þetta var mjög dramatískt. Það má segja að skrattinn hafi náð öðrum hluta krossins, en ljósið lifir hinum megin,“ segir Grétar. Þannig þetta er ekki verulegt tjón? „Nei, ég held ekki. Rafmagnið fór ekki af kirkjunni og engin kerfi sem eru í ólagi.“ Dróni verður notaður til að skoða tjónið utan frá og rafvirkjar eiga eftir að meta stöðuna betur. Grétar man ekki eftir því að eldingu hafi áður lostið niður í kirkjuna. „Alla vega ekki frá því ég byrjaði að vinna hérna. En það er frekar líklegt að það hafi einhvern tímann gerst. En þetta er mjög dramatískt myndskeið,“ segir Grétar. Skjáskot úr myndskeiðinu af eldingunni. Stöðfirðingar hafa komið hvað verst út úr þessu óveðri. Þar hafa þakplötur og ýmsir lausamunir fokið um allan bæ og valdið töluverðu tjóni að sögn Margeirs Margeirssonar, varðstjóra í Stöðvarfirði. „Húsþök hafa orðið fyrir tjóni, rúður á bílum, gluggar á húsum. Það eru mjög miklar skemmdir á mörgum húsum,“ segir Margeir. Viðbragðsaðilar hafa reynt hvað þeir geta að takmarka tjónið. „Það er voða lítið hægt að gera í svona veðri. Við erum búin að fergja allt og það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri. Vatnsmagnið er gríðarlegt, það eru öll ræsi yfirfull og það flæðir um allar götur,“ segir Margeir. Íbúar séu skelkaðir. „Ég er búinn að búa hér síðan 1982 og það hefur ekki komið svona síðan ég kom hér,“ segir Margeir. Óveður 5. og 6. febrúar 2025 Veður Fjallabyggð Hallgrímskirkja Slökkvilið Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Það var nóg um að vera hjá viðbragðsaðilum um land allt í aftakaveðrinu sem gekk yfir landið í gær. Björgunarsveitir sinntu um þrjú hundruð verkefnum og vatnstjón var víða á höfuðborgarsvæðinu. Rauðar viðvaranir voru í gildi þar fyrir hádegi í dag og röskun var á skólastarfi vegna þess. Á Siglufirði losnuðu þakplötur af tveimur stórum iðnaðarhúsum og fuku um bæinn. Þá sprakk ný kirkjuhurð Siglufjarðarkirkju upp. Slökkviliðsstjórinn lýsti nóttinni sem afar langri fyrir viðbragðsaðila. Eldingu laust niður í turn Hallgrímskirkju í gær. Eldingin náði þó ekki að valda miklum skaða að sögn Grétars Einarssonar, kirkjuhaldara. „Þetta var mjög dramatískt. Það má segja að skrattinn hafi náð öðrum hluta krossins, en ljósið lifir hinum megin,“ segir Grétar. Þannig þetta er ekki verulegt tjón? „Nei, ég held ekki. Rafmagnið fór ekki af kirkjunni og engin kerfi sem eru í ólagi.“ Dróni verður notaður til að skoða tjónið utan frá og rafvirkjar eiga eftir að meta stöðuna betur. Grétar man ekki eftir því að eldingu hafi áður lostið niður í kirkjuna. „Alla vega ekki frá því ég byrjaði að vinna hérna. En það er frekar líklegt að það hafi einhvern tímann gerst. En þetta er mjög dramatískt myndskeið,“ segir Grétar. Skjáskot úr myndskeiðinu af eldingunni. Stöðfirðingar hafa komið hvað verst út úr þessu óveðri. Þar hafa þakplötur og ýmsir lausamunir fokið um allan bæ og valdið töluverðu tjóni að sögn Margeirs Margeirssonar, varðstjóra í Stöðvarfirði. „Húsþök hafa orðið fyrir tjóni, rúður á bílum, gluggar á húsum. Það eru mjög miklar skemmdir á mörgum húsum,“ segir Margeir. Viðbragðsaðilar hafa reynt hvað þeir geta að takmarka tjónið. „Það er voða lítið hægt að gera í svona veðri. Við erum búin að fergja allt og það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri. Vatnsmagnið er gríðarlegt, það eru öll ræsi yfirfull og það flæðir um allar götur,“ segir Margeir. Íbúar séu skelkaðir. „Ég er búinn að búa hér síðan 1982 og það hefur ekki komið svona síðan ég kom hér,“ segir Margeir.
Óveður 5. og 6. febrúar 2025 Veður Fjallabyggð Hallgrímskirkja Slökkvilið Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira