„Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 6. febrúar 2025 21:51 Dwayne Lautier-Ogunleye var mættur á ný á gólfið í Njarðvík í kvöld. Vísir/Diego Njarðvík tók á móti KR í IceMar höllinni í kvöld þegar Bónus deild karla hélt áfram göngu sinni í kvöld. Njarðvík hafði tapað tvisvar gegn KR á tímabilinu og mættu grimmir til leiks í kvöld. Sigur Njarðvíkinga var aldrei í hættu og þeir höfðu betur með 24 stigum 103-79. „Þetta var gott, það er aldrei skemmtilegt að vera frá vegna meiðsla og þurfa að horfa á. Ég fékk mikinn stuðning frá liðinu og núna að vera mættur aftur á gólfið með þeim er frábær tilfinning og að geta hjálpað liðinu eftir hvernig fór síðast gegn KR í bikarnum, “ sagði Dwayne Lautier-Ogunleye leikmaður Njarðvíkur eftir sigurinn í kvöld. Dwayne hefur glímt við meiðsli síðustu mánuði og var að koma til baka og spila sinn fyrsta leik fyrir Njarðvíkinga síðan í lok nóvember. „Ég er himinlifandi. Það var ömurlegt að vera frá svona lengi en ég er að koma aftur núna fyrir skemmtilegasta hlutan. Það eru nokkrir leikir eftir fram að úrslitakeppni svo við verðum að styrkja stöðu okkar í deildinni með hverjum leiknum og verða betri þannig að við verðum að toppa þegar við förum inn í úrslitakeppnina og getum sýnt hversu hættulegir við erum. Þetta var í fyrsta sinn sem við erum fullmannaðir,“ sagði Dwayne. Dwayne Lautier-Ogunleye var stigahæstur í kvöld með 24 stig og spilaði að auki tæpar 28 mínútur sem er ótrúlegt miðað við mann sem er að koma til baka eftir meiðsli. „Það er enn smá ryð í mér. Ég á ennþá eitthvað í land, það eru enn hlutir sem ég veit ég get gert betur. Þetta snýst bara um að hjálpa liðinu hvernig sem ég get og hjálpað þeim að vinna eins og við gerðum í kvöld sem skiptir höfuð máli,“ sagði Dwayne.Njarðvíkingar eru í flottri stöðu í þriðja sæti deildarinnar þegar lítið er eftir af deildarkeppninni. Aðspurður um mikilvægi þess að ná að halda í allavega þriðja sætið og ná heimavallar réttinum sagði Dwayne að það væri klárt markmið. „Það er markmiðið. Markmiðið okkar fyrir tímabilið var að enda í topp fjórum og ná heimavallar réttinum í fyrstu umferð allavega. Við erum á réttri leið með það en það er enn nóg eftir og við vitum hversu stutt er í þéttan pakka fyrir neðan okkur. Sigurinn í kvöld var frábær því KR var rétt fyrir neðan okkur og við náðum aðeins að skilja okkur frá en það eru fimm leikir eftir og allir geta unnið alla í þessari deild svo við megum ekki taka neinu sem sjálfsögðum hlut,“ Njarðvíkingar hafa litið vel út í vetur og margir spekingar jafnvel gengið það langt að segja þá eiga raunhæfa möguleika um að keppast um þann stóra í vor. „Markmið allra er að vinna meistaratitilinn, enginn okkar kom með önnur markmið en við skiljum að við þurfum að taka þetta einn dag í einu. Um leið og við komumst í úrslitakeppnina þá erum við með frábært íþróttahús og allir stuðningsmennirnir munu mæta með læti og þetta verður erfiðasti heimavöllur í deildinni. Við tökum þessu ekki sem sjálfsögðum hlut og það á enn margt eftir að gerast. Passið ykkur bara á okkur þegar úrslitakeppnin byrjar,“ Sagði Dwayne Lautier-Ogunleye. Bónus-deild karla UMF Njarðvík KR Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Dýr mistök og sárt tap Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira
„Þetta var gott, það er aldrei skemmtilegt að vera frá vegna meiðsla og þurfa að horfa á. Ég fékk mikinn stuðning frá liðinu og núna að vera mættur aftur á gólfið með þeim er frábær tilfinning og að geta hjálpað liðinu eftir hvernig fór síðast gegn KR í bikarnum, “ sagði Dwayne Lautier-Ogunleye leikmaður Njarðvíkur eftir sigurinn í kvöld. Dwayne hefur glímt við meiðsli síðustu mánuði og var að koma til baka og spila sinn fyrsta leik fyrir Njarðvíkinga síðan í lok nóvember. „Ég er himinlifandi. Það var ömurlegt að vera frá svona lengi en ég er að koma aftur núna fyrir skemmtilegasta hlutan. Það eru nokkrir leikir eftir fram að úrslitakeppni svo við verðum að styrkja stöðu okkar í deildinni með hverjum leiknum og verða betri þannig að við verðum að toppa þegar við förum inn í úrslitakeppnina og getum sýnt hversu hættulegir við erum. Þetta var í fyrsta sinn sem við erum fullmannaðir,“ sagði Dwayne. Dwayne Lautier-Ogunleye var stigahæstur í kvöld með 24 stig og spilaði að auki tæpar 28 mínútur sem er ótrúlegt miðað við mann sem er að koma til baka eftir meiðsli. „Það er enn smá ryð í mér. Ég á ennþá eitthvað í land, það eru enn hlutir sem ég veit ég get gert betur. Þetta snýst bara um að hjálpa liðinu hvernig sem ég get og hjálpað þeim að vinna eins og við gerðum í kvöld sem skiptir höfuð máli,“ sagði Dwayne.Njarðvíkingar eru í flottri stöðu í þriðja sæti deildarinnar þegar lítið er eftir af deildarkeppninni. Aðspurður um mikilvægi þess að ná að halda í allavega þriðja sætið og ná heimavallar réttinum sagði Dwayne að það væri klárt markmið. „Það er markmiðið. Markmiðið okkar fyrir tímabilið var að enda í topp fjórum og ná heimavallar réttinum í fyrstu umferð allavega. Við erum á réttri leið með það en það er enn nóg eftir og við vitum hversu stutt er í þéttan pakka fyrir neðan okkur. Sigurinn í kvöld var frábær því KR var rétt fyrir neðan okkur og við náðum aðeins að skilja okkur frá en það eru fimm leikir eftir og allir geta unnið alla í þessari deild svo við megum ekki taka neinu sem sjálfsögðum hlut,“ Njarðvíkingar hafa litið vel út í vetur og margir spekingar jafnvel gengið það langt að segja þá eiga raunhæfa möguleika um að keppast um þann stóra í vor. „Markmið allra er að vinna meistaratitilinn, enginn okkar kom með önnur markmið en við skiljum að við þurfum að taka þetta einn dag í einu. Um leið og við komumst í úrslitakeppnina þá erum við með frábært íþróttahús og allir stuðningsmennirnir munu mæta með læti og þetta verður erfiðasti heimavöllur í deildinni. Við tökum þessu ekki sem sjálfsögðum hlut og það á enn margt eftir að gerast. Passið ykkur bara á okkur þegar úrslitakeppnin byrjar,“ Sagði Dwayne Lautier-Ogunleye.
Bónus-deild karla UMF Njarðvík KR Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Dýr mistök og sárt tap Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira