Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar 7. febrúar 2025 08:02 Í ljósi þeirrar stöðu sem kennarastéttin er í ákvað ég að spyrja gervigreind eftirfarandi spurningar: Hvaða áhrif hefur það á samfélag sem fjárfestir ekki í kennurum? Gervigreindin var fljót til svars og sagði: Ef ekki er fjárfest í kennurum mun menntun veikjast, ójöfnuður aukast og gæði kennslu minnka. Nemendur fá ekki nægan undirbúning fyrir atvinnulífið, sem hefur neikvæð áhrif á samkeppnishæfni, nýsköpun og félagslega þróun. Samfélag sem ekki fjárfestir í kennurum hindrar framþróun. Ég sit báðum megin við borðið. Annars vegar sem foreldri grunnskólabarna og hins vegar sem starfandi grunnskólakennari. Ég hóf kennaranám haustið 2008. Þá voru ný lög komin til framkvæmda um 5 ára háskólanám til kennsluréttinda. Ég lauk B.Ed.-gráðu árið 2013 og M.Ed.-gráðu þremur árum síðar. Frá því að ég útskrifaðist hafa ýmsar aðgerðir verið skrifaðar á blað með það að markmiði að auka nýliðun kennara, bæta starfsumhverfi þeirra og kjör. Árið 2015 hófst vinna við menntastefnu stjórnvalda til ársins 2030. Í henni kemur m.a. fram að lögð verði áhersla á að sporna gegn brotthvarfi kennaranema úr námi, stuðla að því að kennarar sjái framtíð í því að starfa í skólum landsins, unnið verði að aukinni viðurkenningu á störfum kennara og mótaðar verði leiðir til að koma í veg fyrir kennaraskort. Menntastefnan er innleidd með þremur aðgerðaráætlunum og fyrsta tímabilinu lauk 2024. Haustið 2016 undirrituðu ríki og sveitarfélög samning og lofuðu jöfnun launa á milli markaða eftir að Alþingi hafði gert breytingar á lögum um lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna. Haustið 2019 tók í gildi 5 ára átaksverkefni stjórnvalda. Fól það verkefni m.a. í sér hvatningarstyrki og launað starfsnám kennaranema. Við þetta má bæta að á Íslandi eru lög um grunnskóla. Mennta- og barnamálaráðherra fer með yfirstjórn málefna sem lögin taka til. Ráðuneytið hefur eftirlit með því að sveitarfélög uppfylli þær skyldur sem lögin kveða á um. Grunnskóli er vinnustaður nemenda og þar eiga þeir rétt á kennslu við sitt hæfi, í hvetjandi námsumhverfi. Sveitarfélög bera ábyrgð á kostnaði við rekstur almennra grunnskóla og að tryggja að þjónusta grunnskóla sé samfelld og samþætt í þágu velferðar og farsældar barna. Foreldrum ber skylda til að gæta hagsmuna barna sinna og fylgjast með námsframvindu þeirra í samvinnu við skóla. Starfsfólki skóla ber að stuðla að velferð og farsæld barna. Hverju eru öll þessi fallegu orð á pappír að skila kennurum? Árið 2023 var gerð viðhorfs- og þjónustukönnun sem Félagsvísindastofnun HÍ lagði fyrir félagsfólk Kennarasambands Íslands (KÍ). Niðurstöðurnar voru m.a. þær að tæp 30% leik- og grunnskólakennara telja ólíklegt að þeir verði enn í starfi eftir 5 ár. KÍ hefur einnig sett fram tölulegar upplýsingar þar sem fram kemur að á árunum 2011-2021 hafði réttindalausum við kennslu í framhaldsskólum fjölgað um 37%. Á árunum 2018-2023 fjölgaði starfsfólki við kennslu án kennsluréttinda í grunnskólum Reykjavíkur úr 9% í 17%. Árið 2023 hafði 1 af hverjum 5 sem sinnti kennslu í grunnskólum ekki lokið kennaramenntun og aðeins 1 af hverjum 4 sem sinnti uppeldi og kennslu í leikskólum hafði lokið kennaramenntun. Árið 2025 vantar 4.000 kennara til starfa. En hvað þarf þá til? Gervigreindin gat svarað því. Til að bæta ástandið og laða fleiri einstaklinga til kennarastarfa þarf að hækka laun kennara til að þau séu samkeppnishæf við laun annarra sérfræðinga með háskólamenntun, bæta starfsumhverfi, auka virðingu fyrir kennurum í samfélaginu sem sérfræðingum á sínu sviði, auka undirbúning, stuðning og fjárfesta í menntakerfinu. Ég hef starfað sem grunnskólakennari í 8 ár. Ég geri það sem í mínu valdi stendur til að tryggja farsæla skólagöngu þeirra barna sem ég kynnist í starfi. Þá á ég við að börn upplifi öryggi og á þau sé hlustað. Þau fái tækifæri til að efla styrkleika sína og takast á við áskoranir í námi. Því miður er raunin ekki sú að þetta sé upplifun allra barna. Sum börn glíma við fjölþættar áskoranir sem rammi skólakerfisins nær ekki nægjanlega utan um. Þá reynir enn frekar á mig sem sérfræðing þar sem mikill skortur er á sérfræðingum í þjónustu við börn. Biðlistar, eftir þjónustu og úrræðum, lengjast og á meðan stækkar vandinn. Þetta veldur stigvaxandi álagi í skólum og það bitnar á börnunum og kennurum þeirra. Rammi kennarastarfsins tekur ekki endalaust við. En ég hef líka farið í veikindaleyfi og endurhæfingu vegna álags í starfi. Ég elska samt starfið og berst fyrir því að fá að vera í því sem lengst. Ástríðan, ein og sér, er samt ekki nóg. Ég er ekki „bara“ kennari ég er líka einstæð móðir tveggja grunnskólabarna. Ég ber ábyrgð á að tryggja þeim öruggt heimili og gæta hagsmuna þeirra í gegnum skólagönguna í samvinnu við skóla. Á virkum dögum mæta börnin mín í skólann þar sem kennarar halda uppi metnaðarfullu starfi með velferð barna minna og skólafélaga þeirra að leiðarljósi. Fyrir mig sem foreldri skiptir það mig máli að börnum mínum sé tryggt faglegt og öruggt námsumhverfi á skólatíma á meðan ég sinni mínu starfi. Ég tala nú ekki um þegar börnin takast á við krefjandi áskoranir í námi, að þau geti leitað til kennara sinna, sérfræðingana á sínu sviði. Það skiptir mig ekki síður máli að kennarar þeirra fái launaumslag í sambærilegri þykkt og aðrir sérfræðingar með sambærilega menntun . Á meðan ríki og sveitarfélög girða sig ekki strax í brók og taka ábyrgð er nokkuð ljóst í hvað stefnir. Ef við sem samfélag tökum ekki höndum saman og krefjumst þess að fjárfest verði í kennurum bitna afleiðingarnar fyrst og síðast á vellíðan og velgengni framtíðarþegna íslensks samfélags. Það er dýrkeypt skiptimynt! Höfundur er kennari í Engjaskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Grunnskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Í ljósi þeirrar stöðu sem kennarastéttin er í ákvað ég að spyrja gervigreind eftirfarandi spurningar: Hvaða áhrif hefur það á samfélag sem fjárfestir ekki í kennurum? Gervigreindin var fljót til svars og sagði: Ef ekki er fjárfest í kennurum mun menntun veikjast, ójöfnuður aukast og gæði kennslu minnka. Nemendur fá ekki nægan undirbúning fyrir atvinnulífið, sem hefur neikvæð áhrif á samkeppnishæfni, nýsköpun og félagslega þróun. Samfélag sem ekki fjárfestir í kennurum hindrar framþróun. Ég sit báðum megin við borðið. Annars vegar sem foreldri grunnskólabarna og hins vegar sem starfandi grunnskólakennari. Ég hóf kennaranám haustið 2008. Þá voru ný lög komin til framkvæmda um 5 ára háskólanám til kennsluréttinda. Ég lauk B.Ed.-gráðu árið 2013 og M.Ed.-gráðu þremur árum síðar. Frá því að ég útskrifaðist hafa ýmsar aðgerðir verið skrifaðar á blað með það að markmiði að auka nýliðun kennara, bæta starfsumhverfi þeirra og kjör. Árið 2015 hófst vinna við menntastefnu stjórnvalda til ársins 2030. Í henni kemur m.a. fram að lögð verði áhersla á að sporna gegn brotthvarfi kennaranema úr námi, stuðla að því að kennarar sjái framtíð í því að starfa í skólum landsins, unnið verði að aukinni viðurkenningu á störfum kennara og mótaðar verði leiðir til að koma í veg fyrir kennaraskort. Menntastefnan er innleidd með þremur aðgerðaráætlunum og fyrsta tímabilinu lauk 2024. Haustið 2016 undirrituðu ríki og sveitarfélög samning og lofuðu jöfnun launa á milli markaða eftir að Alþingi hafði gert breytingar á lögum um lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna. Haustið 2019 tók í gildi 5 ára átaksverkefni stjórnvalda. Fól það verkefni m.a. í sér hvatningarstyrki og launað starfsnám kennaranema. Við þetta má bæta að á Íslandi eru lög um grunnskóla. Mennta- og barnamálaráðherra fer með yfirstjórn málefna sem lögin taka til. Ráðuneytið hefur eftirlit með því að sveitarfélög uppfylli þær skyldur sem lögin kveða á um. Grunnskóli er vinnustaður nemenda og þar eiga þeir rétt á kennslu við sitt hæfi, í hvetjandi námsumhverfi. Sveitarfélög bera ábyrgð á kostnaði við rekstur almennra grunnskóla og að tryggja að þjónusta grunnskóla sé samfelld og samþætt í þágu velferðar og farsældar barna. Foreldrum ber skylda til að gæta hagsmuna barna sinna og fylgjast með námsframvindu þeirra í samvinnu við skóla. Starfsfólki skóla ber að stuðla að velferð og farsæld barna. Hverju eru öll þessi fallegu orð á pappír að skila kennurum? Árið 2023 var gerð viðhorfs- og þjónustukönnun sem Félagsvísindastofnun HÍ lagði fyrir félagsfólk Kennarasambands Íslands (KÍ). Niðurstöðurnar voru m.a. þær að tæp 30% leik- og grunnskólakennara telja ólíklegt að þeir verði enn í starfi eftir 5 ár. KÍ hefur einnig sett fram tölulegar upplýsingar þar sem fram kemur að á árunum 2011-2021 hafði réttindalausum við kennslu í framhaldsskólum fjölgað um 37%. Á árunum 2018-2023 fjölgaði starfsfólki við kennslu án kennsluréttinda í grunnskólum Reykjavíkur úr 9% í 17%. Árið 2023 hafði 1 af hverjum 5 sem sinnti kennslu í grunnskólum ekki lokið kennaramenntun og aðeins 1 af hverjum 4 sem sinnti uppeldi og kennslu í leikskólum hafði lokið kennaramenntun. Árið 2025 vantar 4.000 kennara til starfa. En hvað þarf þá til? Gervigreindin gat svarað því. Til að bæta ástandið og laða fleiri einstaklinga til kennarastarfa þarf að hækka laun kennara til að þau séu samkeppnishæf við laun annarra sérfræðinga með háskólamenntun, bæta starfsumhverfi, auka virðingu fyrir kennurum í samfélaginu sem sérfræðingum á sínu sviði, auka undirbúning, stuðning og fjárfesta í menntakerfinu. Ég hef starfað sem grunnskólakennari í 8 ár. Ég geri það sem í mínu valdi stendur til að tryggja farsæla skólagöngu þeirra barna sem ég kynnist í starfi. Þá á ég við að börn upplifi öryggi og á þau sé hlustað. Þau fái tækifæri til að efla styrkleika sína og takast á við áskoranir í námi. Því miður er raunin ekki sú að þetta sé upplifun allra barna. Sum börn glíma við fjölþættar áskoranir sem rammi skólakerfisins nær ekki nægjanlega utan um. Þá reynir enn frekar á mig sem sérfræðing þar sem mikill skortur er á sérfræðingum í þjónustu við börn. Biðlistar, eftir þjónustu og úrræðum, lengjast og á meðan stækkar vandinn. Þetta veldur stigvaxandi álagi í skólum og það bitnar á börnunum og kennurum þeirra. Rammi kennarastarfsins tekur ekki endalaust við. En ég hef líka farið í veikindaleyfi og endurhæfingu vegna álags í starfi. Ég elska samt starfið og berst fyrir því að fá að vera í því sem lengst. Ástríðan, ein og sér, er samt ekki nóg. Ég er ekki „bara“ kennari ég er líka einstæð móðir tveggja grunnskólabarna. Ég ber ábyrgð á að tryggja þeim öruggt heimili og gæta hagsmuna þeirra í gegnum skólagönguna í samvinnu við skóla. Á virkum dögum mæta börnin mín í skólann þar sem kennarar halda uppi metnaðarfullu starfi með velferð barna minna og skólafélaga þeirra að leiðarljósi. Fyrir mig sem foreldri skiptir það mig máli að börnum mínum sé tryggt faglegt og öruggt námsumhverfi á skólatíma á meðan ég sinni mínu starfi. Ég tala nú ekki um þegar börnin takast á við krefjandi áskoranir í námi, að þau geti leitað til kennara sinna, sérfræðingana á sínu sviði. Það skiptir mig ekki síður máli að kennarar þeirra fái launaumslag í sambærilegri þykkt og aðrir sérfræðingar með sambærilega menntun . Á meðan ríki og sveitarfélög girða sig ekki strax í brók og taka ábyrgð er nokkuð ljóst í hvað stefnir. Ef við sem samfélag tökum ekki höndum saman og krefjumst þess að fjárfest verði í kennurum bitna afleiðingarnar fyrst og síðast á vellíðan og velgengni framtíðarþegna íslensks samfélags. Það er dýrkeypt skiptimynt! Höfundur er kennari í Engjaskóla.
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun