Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Sindri Sverrisson skrifar 7. febrúar 2025 08:02 Geir Sveinsson, Dagur Sigurðsson og Guðmundur Guðmundsson hafa að mati Geirs allir mátt þola ósanngjarna meðferð af hálfu HSÍ. Guðmundur B. Ólafsson hættir sem formaður HSÍ í vor eftir tólf ár í starfi. Samsett/Getty/Vísir Geir Sveinsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari í handbolta, segir að framkoma forráðamanna HSÍ í garð Dags Sigurðssonar, við þjálfaraleitina fyrir tveimur árum, sé ekkert einsdæmi. Hann nefnir fjölda þjálfara sem hann segir hafa upplifað sams konar framkomu. Eftir framgöngu Króatíu á nýafstöðnu HM, þar sem liðið endaði á að vinna silfurverðlaun undir stjórn Dags, hefur verið nokkuð rætt um þá staðreynd að Dagur stóð HSÍ til boða fyrir tveimur árum, eftir að þjálfaratíð Guðmundar Guðmundssonar lauk. Dagur var þó á þeim tíma landsliðsþjálfari Japans en eins og frægt er orðið fundaði hann með forráðamönnum HSÍ og heyrði svo ekki meira í þeim næstu fimm vikurnar. Dagur steig þá fram í viðtali við Vísi og sagðist strax hafa skynjað að „það var enginn hugur á bakvið þetta hjá þeim að fara að ráða mig“ og lýsti fundinum með HSÍ sem vísi að leikriti. Í Framlengingunni á RÚV í vikunni ræddu svo fyrrverandi landsliðmennirnir Ólafur Stefánsson, Logi Geirsson og Kári Kristján Kristjánsson um þetta og hörmuðu framkomu HSÍ gagnvart Degi á sínum tíma, áður en Snorri Steinn Guðjónsson var svo ráðinn. „Það er hægt að setja það alveg feitt á HSÍ. Dagur var kannski ekki tilbúinn að verða landsliðsþjálfari en hann var tilbúinn í að vera jafnvel með Snorra. Þetta hefði verið allt önnur sena ef þeir hefðu ekki komið fram við hann eins og hann væri sko… ég vil ekki segja það,“ sagði Ólafur og félagar hans í settinu tóku undir: „Við höfum ekkert efni á því að koma svona fram við okkar besta fólk. Við bara höfum það ekki,“ sagði Kári Kristján. Geir Sveinsson tjáði sig um framkomu HSÍ gagnvart Degi sigurðssyni og nefndi fjölda þjálfara sem hann telur hafa þurft að eiga við sams konar framkomu.Skjáskot/@GSveinsson Geir Sveinsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði og svo landsliðsþjálfari á árunum 2016-18, vitnaði í þessi ummæli úr Framlengingunni í skrifum á Twitter og skrifar: „Þessi framkoma HSÍ er langt í frá ný af nálinni. Þetta hefur verið við lýði til fjölda ára og margir upplifað hana í gegnum tíðina. Dæmi um þá sem hafa upplifað þetta eru Aron Kristjánsson, Mattías Andersson, undirritaður, Óskar Bjarni Óskarsson, Axel Stefánsson, Guðmundur Þórður, Gunni Magg, Dagur Sigurðsson auk fjölda annarra,“ skrifar Geir og vísar til fyrrverandi landsliðsþjálfara karla og kvenna, og aðstoðarþjálfara. „Á þessum bæ breytist lítið,“ endar Geir á að skrifa. Fráfarandi formaður: Réttar ákvarðanir í öllum þjálfaramálum Breytingar eru þó framundan í æðstu stöðum hjá HSÍ því formaðurinn Guðmundur B. Ólafsson hefur lýst því yfir að hann ætli að hætta í vor, eftir tólf ára starf. „Ég held að það sé bara kominn tími að skipta um mann í brúnni,“ segir Guðmundur í samtali við RÚV og tjáir sig einnig stuttlega um gagnrýnina á hans störf varðandi þjálfaramál: „Þó að maður horfi til baka þá held ég að við séum búnir að taka réttar ákvarðanir í öllum þessum þjálfaramálum. Við eigum bara að gefa ungum þjálfara eins og Snorra, sem við völdum, tækifæri til að þroskast í starfi. Ég held að hann eigi eftir að ná góðum árangri með liðið.“ Landslið karla í handbolta HSÍ Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik | Blikar stíga aftur á stóra sviðið Fótbolti Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Sjá meira
Eftir framgöngu Króatíu á nýafstöðnu HM, þar sem liðið endaði á að vinna silfurverðlaun undir stjórn Dags, hefur verið nokkuð rætt um þá staðreynd að Dagur stóð HSÍ til boða fyrir tveimur árum, eftir að þjálfaratíð Guðmundar Guðmundssonar lauk. Dagur var þó á þeim tíma landsliðsþjálfari Japans en eins og frægt er orðið fundaði hann með forráðamönnum HSÍ og heyrði svo ekki meira í þeim næstu fimm vikurnar. Dagur steig þá fram í viðtali við Vísi og sagðist strax hafa skynjað að „það var enginn hugur á bakvið þetta hjá þeim að fara að ráða mig“ og lýsti fundinum með HSÍ sem vísi að leikriti. Í Framlengingunni á RÚV í vikunni ræddu svo fyrrverandi landsliðmennirnir Ólafur Stefánsson, Logi Geirsson og Kári Kristján Kristjánsson um þetta og hörmuðu framkomu HSÍ gagnvart Degi á sínum tíma, áður en Snorri Steinn Guðjónsson var svo ráðinn. „Það er hægt að setja það alveg feitt á HSÍ. Dagur var kannski ekki tilbúinn að verða landsliðsþjálfari en hann var tilbúinn í að vera jafnvel með Snorra. Þetta hefði verið allt önnur sena ef þeir hefðu ekki komið fram við hann eins og hann væri sko… ég vil ekki segja það,“ sagði Ólafur og félagar hans í settinu tóku undir: „Við höfum ekkert efni á því að koma svona fram við okkar besta fólk. Við bara höfum það ekki,“ sagði Kári Kristján. Geir Sveinsson tjáði sig um framkomu HSÍ gagnvart Degi sigurðssyni og nefndi fjölda þjálfara sem hann telur hafa þurft að eiga við sams konar framkomu.Skjáskot/@GSveinsson Geir Sveinsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði og svo landsliðsþjálfari á árunum 2016-18, vitnaði í þessi ummæli úr Framlengingunni í skrifum á Twitter og skrifar: „Þessi framkoma HSÍ er langt í frá ný af nálinni. Þetta hefur verið við lýði til fjölda ára og margir upplifað hana í gegnum tíðina. Dæmi um þá sem hafa upplifað þetta eru Aron Kristjánsson, Mattías Andersson, undirritaður, Óskar Bjarni Óskarsson, Axel Stefánsson, Guðmundur Þórður, Gunni Magg, Dagur Sigurðsson auk fjölda annarra,“ skrifar Geir og vísar til fyrrverandi landsliðsþjálfara karla og kvenna, og aðstoðarþjálfara. „Á þessum bæ breytist lítið,“ endar Geir á að skrifa. Fráfarandi formaður: Réttar ákvarðanir í öllum þjálfaramálum Breytingar eru þó framundan í æðstu stöðum hjá HSÍ því formaðurinn Guðmundur B. Ólafsson hefur lýst því yfir að hann ætli að hætta í vor, eftir tólf ára starf. „Ég held að það sé bara kominn tími að skipta um mann í brúnni,“ segir Guðmundur í samtali við RÚV og tjáir sig einnig stuttlega um gagnrýnina á hans störf varðandi þjálfaramál: „Þó að maður horfi til baka þá held ég að við séum búnir að taka réttar ákvarðanir í öllum þessum þjálfaramálum. Við eigum bara að gefa ungum þjálfara eins og Snorra, sem við völdum, tækifæri til að þroskast í starfi. Ég held að hann eigi eftir að ná góðum árangri með liðið.“
Landslið karla í handbolta HSÍ Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik | Blikar stíga aftur á stóra sviðið Fótbolti Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Sjá meira