Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Sindri Sverrisson skrifar 7. febrúar 2025 10:57 Dagný Brynjarsdóttir er næstmarkahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi. Getty/Alex Pantling Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður West Ham og næstmarkahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, er komin inn í landsliðshóp Íslands á nýjan leik. Fyrr í vetur lýsti hún óánægju sinni með að hafa ekki fengið sæti í landsliðinu að nýju, og ekki heyrt í landsliðsþjálfaranum Þorsteini Halldórssyni frá því að hún eignaðist sitt annað barn. Dagný, sem eignaðist sitt annað barn fyrir um ári síðan, spilaði síðast landsleik í apríl 2023. Það var hennar 113. landsleikur og í þeim hefur hún skoraði 38 mörk. Hún snýr nú aftur í landsliðið fyrir komandi leiki við Sviss og Frakkland í Þjóðadeildinni, en hópinn má sjá hér neðst í fréttinni. Í viðtali við The Athletic í nóvember lýsti Dagný yfir vonbrigðum sínum með samskiptaleysi af hálfu landsliðsþjálfarans. „Ég ætti að vera komin aftur í íslenska landsliðið en þetta er í fyrsta sinn síðan ég var átján ára gömul sem ég er ekki valin í landsliðið. Ég var komin aftur í landsliðið á þessum tíma eftir fyrra barnið og ég er komin lengra núna en ég var þá,“ sagði Dagný þá. „Landsliðsþjálfarinn hringdi ekki í mig í sjö mánuði. Það hafa heldur ekki verið nein samtöl við starfsfólkið hér hjá West Ham eða við mig til að athuga stöðuna á mér,“ sagði Dagný einnig. Landsliðshóp Íslands má sjá hér að neðan en auk Dagnýjar þá snýr Andrea Rán Hauksdóttir aftur í landsliðshópinn. Andrea, sem gekk í raðir bandaríska félagsins Tampa Bay Sun síðasta sumar, lék síðast landsleiki árið 2021. Selma Sól Magnúsdóttir og Hildur Antonsdóttir eru ekki með vegna meiðsla. Þorsteinn sagði á blaðamannafundi í dag að Selma yrði frá keppni næstu 6-8 vikurnar eftir aðgerð, og Hildur næstu 3-4 vikurnar eftir tognun í læri. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir er sömuleiðis ekki með núna en Guðný Árnadóttir snýr aftur eftir meiðsli. Ísland á fyrir höndum fyrstu tvo leiki sína á nýrri leiktíð í Þjóðadeildinni og fara þeir báðir fram erlendis. Liðið sækir Sviss heim föstudaginn 21. febrúar og mætir svo Frakklandi 25. febrúar. Landsliðshópur Íslands: Telma Ívarsdóttir - Glasgow Rangers - 12 leikir Fanney Inga Birkisdóttir - BK Häcken - 8 leikir Cecilía Rán Rúnarsdóttir - Inter Milan - 13 leikir Guðný Árnadóttir - Kristianstads DFF - 34 leikir Ingibjörg Sigurðardóttir - Bröndby IF - 68 leikir, 1 mark Glódís Perla Viggósdóttir - Bayern Munich - 132 leikir, 11 mörk Guðrún Arnardóttir - FC Rosengard - 45 leikir, 1 mark Natasha Moraa Anasi - Valur - 8 leikir,1 mark Sædís Rún Heiðarsdóttir - Valerenga - 13 leikir Berglind Rós Ágústsdóttir - Valur - 15 leikir, 1 mark Alexandra Jóhannsdóttir - Kristianstads DFF - 49 leikir, 6 mörk Andrea Rán Hauksdóttir - Tampa Bay Sun - 12 leikir, 2 mörk Katla Tryggvadóttir - Kristianstads DFF - 4 leikir Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - Bayer Leverkusen - 47 leikir, 10 mörk Dagný Brynjarsdóttir - West Ham - 113 leikir, 38 mörk Amanda Jacobsen Andradóttir - FC Twente - 23 leikir, 2 mörk Sandra María Jessen - Þór/KA - 47 leikir, 6 mörk Hafrún Rakel Halldórsdóttir - Bröndby IF - 14 leikir, 1 mark Sveindís Jane Jónsdóttir - VfL Wolfsburg - 44 leikir, 12 mörk Hlín Eiríksdóttir - Leicester City - 43 leikir, 6 mörk Emilía Kiær Ásgeirsdóttir - RB Leipzig - 4 leikir Diljá Ýr Zomers - OH Leuven - 19 leikir, 2 mörk Bryndís Arna Níelsdóttir - Växjö DFF - 7 leikir, 1 mark Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira
Dagný, sem eignaðist sitt annað barn fyrir um ári síðan, spilaði síðast landsleik í apríl 2023. Það var hennar 113. landsleikur og í þeim hefur hún skoraði 38 mörk. Hún snýr nú aftur í landsliðið fyrir komandi leiki við Sviss og Frakkland í Þjóðadeildinni, en hópinn má sjá hér neðst í fréttinni. Í viðtali við The Athletic í nóvember lýsti Dagný yfir vonbrigðum sínum með samskiptaleysi af hálfu landsliðsþjálfarans. „Ég ætti að vera komin aftur í íslenska landsliðið en þetta er í fyrsta sinn síðan ég var átján ára gömul sem ég er ekki valin í landsliðið. Ég var komin aftur í landsliðið á þessum tíma eftir fyrra barnið og ég er komin lengra núna en ég var þá,“ sagði Dagný þá. „Landsliðsþjálfarinn hringdi ekki í mig í sjö mánuði. Það hafa heldur ekki verið nein samtöl við starfsfólkið hér hjá West Ham eða við mig til að athuga stöðuna á mér,“ sagði Dagný einnig. Landsliðshóp Íslands má sjá hér að neðan en auk Dagnýjar þá snýr Andrea Rán Hauksdóttir aftur í landsliðshópinn. Andrea, sem gekk í raðir bandaríska félagsins Tampa Bay Sun síðasta sumar, lék síðast landsleiki árið 2021. Selma Sól Magnúsdóttir og Hildur Antonsdóttir eru ekki með vegna meiðsla. Þorsteinn sagði á blaðamannafundi í dag að Selma yrði frá keppni næstu 6-8 vikurnar eftir aðgerð, og Hildur næstu 3-4 vikurnar eftir tognun í læri. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir er sömuleiðis ekki með núna en Guðný Árnadóttir snýr aftur eftir meiðsli. Ísland á fyrir höndum fyrstu tvo leiki sína á nýrri leiktíð í Þjóðadeildinni og fara þeir báðir fram erlendis. Liðið sækir Sviss heim föstudaginn 21. febrúar og mætir svo Frakklandi 25. febrúar. Landsliðshópur Íslands: Telma Ívarsdóttir - Glasgow Rangers - 12 leikir Fanney Inga Birkisdóttir - BK Häcken - 8 leikir Cecilía Rán Rúnarsdóttir - Inter Milan - 13 leikir Guðný Árnadóttir - Kristianstads DFF - 34 leikir Ingibjörg Sigurðardóttir - Bröndby IF - 68 leikir, 1 mark Glódís Perla Viggósdóttir - Bayern Munich - 132 leikir, 11 mörk Guðrún Arnardóttir - FC Rosengard - 45 leikir, 1 mark Natasha Moraa Anasi - Valur - 8 leikir,1 mark Sædís Rún Heiðarsdóttir - Valerenga - 13 leikir Berglind Rós Ágústsdóttir - Valur - 15 leikir, 1 mark Alexandra Jóhannsdóttir - Kristianstads DFF - 49 leikir, 6 mörk Andrea Rán Hauksdóttir - Tampa Bay Sun - 12 leikir, 2 mörk Katla Tryggvadóttir - Kristianstads DFF - 4 leikir Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - Bayer Leverkusen - 47 leikir, 10 mörk Dagný Brynjarsdóttir - West Ham - 113 leikir, 38 mörk Amanda Jacobsen Andradóttir - FC Twente - 23 leikir, 2 mörk Sandra María Jessen - Þór/KA - 47 leikir, 6 mörk Hafrún Rakel Halldórsdóttir - Bröndby IF - 14 leikir, 1 mark Sveindís Jane Jónsdóttir - VfL Wolfsburg - 44 leikir, 12 mörk Hlín Eiríksdóttir - Leicester City - 43 leikir, 6 mörk Emilía Kiær Ásgeirsdóttir - RB Leipzig - 4 leikir Diljá Ýr Zomers - OH Leuven - 19 leikir, 2 mörk Bryndís Arna Níelsdóttir - Växjö DFF - 7 leikir, 1 mark
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira