Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Sindri Sverrisson skrifar 7. febrúar 2025 14:17 Arnar Gunnlaugsson fær ekki að taka fyrsta heimaleik sinn sem landsliðsþjálfari á Íslandi heldur verður það í Murcia á Spáni. Aðstöðumál á Íslandi eru í slíkum ólestri að í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins neyðist Ísland til að spila heimaleik í öðru landi. Vísir/Anton/Vilhelm Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, segir að Íslendingar hljóti að vilja vera stoltir af ímynd sinni út á við en vallarmál á landinu séu því miður til háborinnar skammar. Fyrsti heimaleikur Íslands undir stjórn Arnars, gegn Kósovó í næsta mánuði, verður ekki á Íslandi vegna þess að sem stendur þá uppfyllir enginn völlur hér á landi kröfur UEFA. Aðstöðumál á Íslandi eru í slíkum ólestri að í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins neyðist Ísland til að spila heimaleik í öðru landi. Laugardalsvöllur, sem þó er svo sannarlega kominn til ára sinna, hefur dugað fyrir alþjóðlega leiki yfir sumartímann og fram á haust, en þar standa nú yfir framkvæmdir. Verið er að skipta út grasinu á Laugardalsvelli fyrir blandað gras svo að hægt verði að spila á vellinum stærri hluta árs en áður. UEFA gerir minni kröfur varðandi kvennalandslið og hefur Ísland fengið að spila mikilvæga heimaleiki á Kópavogsvelli, en þurft að gera það snemma dags vegna ófullnægjandi flóðlýsingar. Sama staða hefur verið hjá karlaliðum Víkings og Breiðabliks og nú hafa Víkingar náð svo langt í Sambandsdeildinni að liðið má ekki mæta Panathinaikos í Kópavogi, heldur þarf að spila heimaleik sinn í Finnlandi með tilheyrandi kostnaði og minni möguleika á árangri. „Þetta er til háborinnar skammar,“ sagði Arnar ómyrkur í máli þegar hann spjallaði við stjórnendur Brennslunnar á FM 957 í morgun. Arnar var annars laufléttur í viðtalinu en það er alveg ljóst að hann hefur eins og margir aðrir fengið sig fullsaddan af framtaksleysi ráðamanna þegar kemur að vallarmálum hér á landi. „Skiptir ógeðslega miklu máli að hafa aðstöðuna í lagi“ „Víkingarnir og Blikarnir í fyrra hafa verið að ferðast til ýmissa landa og það eru öll löndin, og þá tel ég Andorra með, með betri aðstöðu en við. Þetta er ekki nægilega gott fyrir Ísland sem íþróttaþjóð. Og hvort sem menn fíla íþróttir eða ekki þá viltu vera stoltur af því hvernig Ísland „presenterar“ sig á alþjóðlegum vettvangi,“ sagði Arnar en hægt er að hlusta á viðtalið við hann í heild hér að neðan. Kristín Ruth benti á að íslensku liðin virtust einfaldlega komin mun lengra en aðstaðan hér á landi segði til um. Arnar tók undir það en kvaðst vonast til að eftir að blandað gras hefði verið lagt á Laugardalsvöll myndu vonandi framkvæmdir fylgja í kjölfarið til að gera heimavöll sem Íslendingar gætu verið stoltir af. „Bara dæmi um hvað þetta skiptir miklu máli þá eru tveir síðustu leikir Íslands í undankeppninni alltaf á útivelli, í nóvember. Tveir síðustu leikirnir geta skipt ansi miklu máli og þú vilt hafa lokaleikinn á Laugardalsvelli, stúkuna tryllta og geggjaða aðstöðu. Það skiptir ógeðslega miklu máli að hafa aðstöðuna í lagi,“ sagði Arnar. Einvígi Íslands og Kósovó fer fram 20. og 23. mars, og er fyrri leikurinn í Kósovó en sá seinni í Murcia á Spáni. Ísland mætir svo Skotlandi og Norður-Írlandi í vináttulandsleikjum 6. og 10. júní áður en undankeppni HM hefst í september, þar sem Ísland berst um sæti á HM í Norður-Ameríku 2026. Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í Garðabæ Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Sjá meira
Fyrsti heimaleikur Íslands undir stjórn Arnars, gegn Kósovó í næsta mánuði, verður ekki á Íslandi vegna þess að sem stendur þá uppfyllir enginn völlur hér á landi kröfur UEFA. Aðstöðumál á Íslandi eru í slíkum ólestri að í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins neyðist Ísland til að spila heimaleik í öðru landi. Laugardalsvöllur, sem þó er svo sannarlega kominn til ára sinna, hefur dugað fyrir alþjóðlega leiki yfir sumartímann og fram á haust, en þar standa nú yfir framkvæmdir. Verið er að skipta út grasinu á Laugardalsvelli fyrir blandað gras svo að hægt verði að spila á vellinum stærri hluta árs en áður. UEFA gerir minni kröfur varðandi kvennalandslið og hefur Ísland fengið að spila mikilvæga heimaleiki á Kópavogsvelli, en þurft að gera það snemma dags vegna ófullnægjandi flóðlýsingar. Sama staða hefur verið hjá karlaliðum Víkings og Breiðabliks og nú hafa Víkingar náð svo langt í Sambandsdeildinni að liðið má ekki mæta Panathinaikos í Kópavogi, heldur þarf að spila heimaleik sinn í Finnlandi með tilheyrandi kostnaði og minni möguleika á árangri. „Þetta er til háborinnar skammar,“ sagði Arnar ómyrkur í máli þegar hann spjallaði við stjórnendur Brennslunnar á FM 957 í morgun. Arnar var annars laufléttur í viðtalinu en það er alveg ljóst að hann hefur eins og margir aðrir fengið sig fullsaddan af framtaksleysi ráðamanna þegar kemur að vallarmálum hér á landi. „Skiptir ógeðslega miklu máli að hafa aðstöðuna í lagi“ „Víkingarnir og Blikarnir í fyrra hafa verið að ferðast til ýmissa landa og það eru öll löndin, og þá tel ég Andorra með, með betri aðstöðu en við. Þetta er ekki nægilega gott fyrir Ísland sem íþróttaþjóð. Og hvort sem menn fíla íþróttir eða ekki þá viltu vera stoltur af því hvernig Ísland „presenterar“ sig á alþjóðlegum vettvangi,“ sagði Arnar en hægt er að hlusta á viðtalið við hann í heild hér að neðan. Kristín Ruth benti á að íslensku liðin virtust einfaldlega komin mun lengra en aðstaðan hér á landi segði til um. Arnar tók undir það en kvaðst vonast til að eftir að blandað gras hefði verið lagt á Laugardalsvöll myndu vonandi framkvæmdir fylgja í kjölfarið til að gera heimavöll sem Íslendingar gætu verið stoltir af. „Bara dæmi um hvað þetta skiptir miklu máli þá eru tveir síðustu leikir Íslands í undankeppninni alltaf á útivelli, í nóvember. Tveir síðustu leikirnir geta skipt ansi miklu máli og þú vilt hafa lokaleikinn á Laugardalsvelli, stúkuna tryllta og geggjaða aðstöðu. Það skiptir ógeðslega miklu máli að hafa aðstöðuna í lagi,“ sagði Arnar. Einvígi Íslands og Kósovó fer fram 20. og 23. mars, og er fyrri leikurinn í Kósovó en sá seinni í Murcia á Spáni. Ísland mætir svo Skotlandi og Norður-Írlandi í vináttulandsleikjum 6. og 10. júní áður en undankeppni HM hefst í september, þar sem Ísland berst um sæti á HM í Norður-Ameríku 2026.
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í Garðabæ Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Sjá meira