De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. febrúar 2025 11:47 Kevin De Bruyne skorar markið sem tryggði City sigurinn. Justin Setterfield/Getty Images Englandsmeistarar Manchester City lentu í vandræðum er liðið heimsótti C-deildarlið Leyton Orient í enska bikarnum í dag. Pep Guardiola gaf mörgum af lykilmönnum liðsins hvíld í leik dagsins, en þrátt fyrir það er Manchester City með það sterkan hóp að liðið á ekki að lenda í vandræðum gegn Leyton Orient. Sú varð hins vegar raunin og gestirnir frá Manchester sköpuðu sér fá færi gegn vel skipulögðum varnarmúr heimamanna. Það voru svo heimamenn sem tóku óvænt foyrstuna þegar Jamie Donley sá Stefan Ortega standa framarlega í marki sínu. Donley lét vaða nánast frá miðju og smellhitti boltann. Boltinn flaug yfir Ortega, í þverslána og þaðan fór hann í bakið á Ortega og inn. Það var svo ekki fyrr en á 56. mínútu að Englandsmeisturum Manchester City tókst að jafna metin. Skot Rico Lewis fór þá af Abdokudir Khusanov og í netið áður en varamaðurinn Kevin De Bruyne kláraði dæmið fyrir City með marki á 79. mínútu. Niðurstaðan því torsóttur 2-1 sigur Manchester City sem er á leiðinni í fimmtu umferð enska bikarsins. Hetjuleg frammistaða Leyton Orient dugði ekki til og liðið er úr leik. Á sama tíma vann Millwall 2-0 sigur gegn Leeds þar sem Femi Azeez skoraði bæði mörk Millwall. Enski boltinn Fótbolti
Englandsmeistarar Manchester City lentu í vandræðum er liðið heimsótti C-deildarlið Leyton Orient í enska bikarnum í dag. Pep Guardiola gaf mörgum af lykilmönnum liðsins hvíld í leik dagsins, en þrátt fyrir það er Manchester City með það sterkan hóp að liðið á ekki að lenda í vandræðum gegn Leyton Orient. Sú varð hins vegar raunin og gestirnir frá Manchester sköpuðu sér fá færi gegn vel skipulögðum varnarmúr heimamanna. Það voru svo heimamenn sem tóku óvænt foyrstuna þegar Jamie Donley sá Stefan Ortega standa framarlega í marki sínu. Donley lét vaða nánast frá miðju og smellhitti boltann. Boltinn flaug yfir Ortega, í þverslána og þaðan fór hann í bakið á Ortega og inn. Það var svo ekki fyrr en á 56. mínútu að Englandsmeisturum Manchester City tókst að jafna metin. Skot Rico Lewis fór þá af Abdokudir Khusanov og í netið áður en varamaðurinn Kevin De Bruyne kláraði dæmið fyrir City með marki á 79. mínútu. Niðurstaðan því torsóttur 2-1 sigur Manchester City sem er á leiðinni í fimmtu umferð enska bikarsins. Hetjuleg frammistaða Leyton Orient dugði ekki til og liðið er úr leik. Á sama tíma vann Millwall 2-0 sigur gegn Leeds þar sem Femi Azeez skoraði bæði mörk Millwall.
Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti
Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti