Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. febrúar 2025 20:02 Flóki Ásgeirsson lögmaður hefur skilað af sér álitsgerð um málið. Vísir/Vilhelm Stjórnmálaflokkar verða ekki krafðir um endurgreiðslu á hundruðum milljóna króna styrkjum þrátt fyrir að þeir hafi ekki uppfyllt lagaskilyrði um að vera skráðir sem stjórnmálasamtök. Fjármálaráðherra tók þessa ákvörðun á grunni tveggja álitsgerða en hann segir fjármálaráðuneytið hafa brugðist skyldum sínum og að krafa um endurgreiðslu myndi ganga gegn markmiðum laga um styrkina. Ríkisstyrkir til stjórnmálaflokka hafa farið hátt í opinberri umræðu eftir að greint var frá því að nokkrir flokkar hefðu fengið slíka styrki þrátt fyrir að hafa ekki uppfyllt skilyrði laga um skráningu í stjórnmálasamtakaskrá hjá ríkisskattstjóra. Í byrjun árs 2022, þegar framlögum fyrir það ár var úthlutað, höfðu Sjálfstæðisflokkur, Flokkur fólksins, Vinstri græn, Píratar og Sósíalistaflokkurinn ekki skráð sig sem stjórnmálasamtök. Sjálfstæðisflokkur og Píratar bættu úr skráningunni síðar sama ár, Sósíalistaflokkurinn í nóvember 2023 og Vinstri græn í september í fyrra. Flokkur fólksins hyggst bæta úr sinni skráningu á næsta landsfundi. Formaður Framsóknar hefur kallað eftir því að flokkarnir sem ekki uppfylltu skilyrði verði látnir endurgreiða styrkina. Fjármálaráðuneytið kallaði eftir tveimur álitsgerðum sérfræðinga sem birtar voru í dag. Flóki Ásgeirsson lögmaður skrifaði álitsgerð og ríkislögmaður minnisblað um málið. „Það liggur fyrir að framkvæmdin brást inni í ráðuneytinu og eftirfylgnin með því hverjir ættu rétt á þessum greiðslum eða uppfylltu skilyrði laganna að eftirfylgnin var ekki nægilega góð,“ sagði Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra. Það er mat Flóka Ásgeirssonar lögmanns að ráðuneytinu hefði borið að sjá til þess að fyrir lægi staðfesting frá ríkisskattstjóra um skráningu flokkanna í stjórnmálasamtakaskrá. Framkvæmdin hafi því ekki verið í samræmi við rannsóknarreglu stjórnsýslulaga. Þá standi hvorki heimild né skylda til að krefjast endurgreiðslu. Endurgreiðslukrafa gengi þvert gegn markmiðum laga um styrkina sem séu að tryggja starfsskilyrði og sjálfstæði flokkanna. Afturköllun styrkja myndi að líkindum valda gjaldþroti hlutaðeigandi stjórnmálasamtaka. „Það í fyrsta lagi gengi gegn markmiðum laganna um að styrkja lýðræðisleg stjórnmálasamtök á Íslandi. Ráðuneytið sinnti ekki sínum leiðbeiningaskyldum gagnvart þessum aðilum og ætla mætti að framkvæmd laganna, þetta atriði skipti ekki máli og því ekki talið að það séu forsendur fyrir endurgreiðslukröfu,“ sagði fjármálaráðherra. Styrkir til stjórnmálasamtaka Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Tengdar fréttir Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Vinir Kópavogs hafa þegið styrki upp á 2,3 milljónir króna síðustu þrjú ár án þess að uppfylla skilyrði laga um skráningu sem stjórnmálasamtök. Oddviti flokksins segir enga leiðsögn hafa fylgt greiðslum Kópavogsbæjar um skráningu flokksins en Vinir Kópavogs hafi þegar gert ráðstafanir til að skrá starfsemina. 6. febrúar 2025 14:55 Verða ekki krafin um endurgreiðslu Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra segir að ráðuneytið hafi brugðist vegna styrkveitinga til stjórnmálasamtaka, sem voru ekki rétt skráð samkvæmt lagabreytingum frá 2022. Ekki séu þó forsendur fyrir endurgreiðslukröfu. 7. febrúar 2025 11:55 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira
Ríkisstyrkir til stjórnmálaflokka hafa farið hátt í opinberri umræðu eftir að greint var frá því að nokkrir flokkar hefðu fengið slíka styrki þrátt fyrir að hafa ekki uppfyllt skilyrði laga um skráningu í stjórnmálasamtakaskrá hjá ríkisskattstjóra. Í byrjun árs 2022, þegar framlögum fyrir það ár var úthlutað, höfðu Sjálfstæðisflokkur, Flokkur fólksins, Vinstri græn, Píratar og Sósíalistaflokkurinn ekki skráð sig sem stjórnmálasamtök. Sjálfstæðisflokkur og Píratar bættu úr skráningunni síðar sama ár, Sósíalistaflokkurinn í nóvember 2023 og Vinstri græn í september í fyrra. Flokkur fólksins hyggst bæta úr sinni skráningu á næsta landsfundi. Formaður Framsóknar hefur kallað eftir því að flokkarnir sem ekki uppfylltu skilyrði verði látnir endurgreiða styrkina. Fjármálaráðuneytið kallaði eftir tveimur álitsgerðum sérfræðinga sem birtar voru í dag. Flóki Ásgeirsson lögmaður skrifaði álitsgerð og ríkislögmaður minnisblað um málið. „Það liggur fyrir að framkvæmdin brást inni í ráðuneytinu og eftirfylgnin með því hverjir ættu rétt á þessum greiðslum eða uppfylltu skilyrði laganna að eftirfylgnin var ekki nægilega góð,“ sagði Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra. Það er mat Flóka Ásgeirssonar lögmanns að ráðuneytinu hefði borið að sjá til þess að fyrir lægi staðfesting frá ríkisskattstjóra um skráningu flokkanna í stjórnmálasamtakaskrá. Framkvæmdin hafi því ekki verið í samræmi við rannsóknarreglu stjórnsýslulaga. Þá standi hvorki heimild né skylda til að krefjast endurgreiðslu. Endurgreiðslukrafa gengi þvert gegn markmiðum laga um styrkina sem séu að tryggja starfsskilyrði og sjálfstæði flokkanna. Afturköllun styrkja myndi að líkindum valda gjaldþroti hlutaðeigandi stjórnmálasamtaka. „Það í fyrsta lagi gengi gegn markmiðum laganna um að styrkja lýðræðisleg stjórnmálasamtök á Íslandi. Ráðuneytið sinnti ekki sínum leiðbeiningaskyldum gagnvart þessum aðilum og ætla mætti að framkvæmd laganna, þetta atriði skipti ekki máli og því ekki talið að það séu forsendur fyrir endurgreiðslukröfu,“ sagði fjármálaráðherra.
Styrkir til stjórnmálasamtaka Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Tengdar fréttir Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Vinir Kópavogs hafa þegið styrki upp á 2,3 milljónir króna síðustu þrjú ár án þess að uppfylla skilyrði laga um skráningu sem stjórnmálasamtök. Oddviti flokksins segir enga leiðsögn hafa fylgt greiðslum Kópavogsbæjar um skráningu flokksins en Vinir Kópavogs hafi þegar gert ráðstafanir til að skrá starfsemina. 6. febrúar 2025 14:55 Verða ekki krafin um endurgreiðslu Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra segir að ráðuneytið hafi brugðist vegna styrkveitinga til stjórnmálasamtaka, sem voru ekki rétt skráð samkvæmt lagabreytingum frá 2022. Ekki séu þó forsendur fyrir endurgreiðslukröfu. 7. febrúar 2025 11:55 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira
Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Vinir Kópavogs hafa þegið styrki upp á 2,3 milljónir króna síðustu þrjú ár án þess að uppfylla skilyrði laga um skráningu sem stjórnmálasamtök. Oddviti flokksins segir enga leiðsögn hafa fylgt greiðslum Kópavogsbæjar um skráningu flokksins en Vinir Kópavogs hafi þegar gert ráðstafanir til að skrá starfsemina. 6. febrúar 2025 14:55
Verða ekki krafin um endurgreiðslu Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra segir að ráðuneytið hafi brugðist vegna styrkveitinga til stjórnmálasamtaka, sem voru ekki rétt skráð samkvæmt lagabreytingum frá 2022. Ekki séu þó forsendur fyrir endurgreiðslukröfu. 7. febrúar 2025 11:55