Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. febrúar 2025 18:15 Herdís Dröfn Fjeldsted er forstjóri Sýnar. Sýn Fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækið Sýn gerir ráð fyrir að rekstrarhagnaður fyrir árið 2024 verði um sjö hundruð milljónir króna sem er undir fyrri spám um afkomu. Ástæðuna má rekja til eldsvoða hjá fyrirtækinu auk þess sem áskrifta- og auglýsingasala var undir væntingum. Þetta kemur fram í afkomuviðvörun Sýnar til Kauphallar. Sýn rekur Vodafone, Vísi, sjónvarpsstöðina Stöð 2 og fylgirásir eins og Stöð 2 Sport og útvarpsstöðvar eins og Bylgjuna, FM 957 og X-ið. Í tilkynningunni kemur fram að rekstrarhagnaður félagsins fyrir árið 2024 verði í kringum 700 milljónir króna „sem er undir áður útgefnu spámarki félagsins, sem og rauntölum úr rekstri miðað við afkomu fjórða ársfjórðungs og ársins 2023. Uppfærð spá gerði ráð fyrir að EBIT lægi nær neðri mörkum bilsins 900–1100 m.kr.“ Helstu ástæður fráviksins eru sagðar eftirfarandi: Auglýsingatekjur: Sala auglýsinga reyndist talsvert undir upphaflegum áætlunum, eða 258 m.kr. á síðustu tveimur fjórðungum ársins, þar af 157 m.kr. á 4F og leiddi það til endurmats á þeim rekstrarhluta. Áskriftartekjur af sjónvarpsmiðlum: Tekjur af áskriftum voru um 106 m.kr. undir þeim markmiðum sem sett höfðu verið. Eignfærslur launakostnaðar: Félagið hefur sett sér eignfærslustefnu og á grundvelli hennar tekið ákvörðun um að eignfæra minna en áætlað hafði verið og nemur mismunurinn 112 m.kr. Brunatjón: Um mánuði eftir útgáfu spárinnar varð félagið fyrir verulegu tjóni vegna eldsvoða sem nú hefur verið metið á um 600 m.kr. Samþykkt bótaupphæð nemur 207 m.kr. en bruninn hefur haft í för með sér aukinn kostnað og kallar á auknar fjárfestingar til endurnýjunar á skemmdum búnaði. Fram kemur í tilkynningunni að rekstur fjarskipta hafi verið á áætlun á árinu og þrátt fyrir ofangreindar áskoranir hafi rekstrarkostnaður einnig þróast í samræmi við áætlanir og sé í takt við markmið félagsins um aukna skilvirkni. „Félagið mun þurfa að endurskoða áður útgefin viðmið um EBIT fyrir árið 2025 til lækkunar til að bregðast við ofangreindum frávikum. Horfur félagsins fyrir 2025 verða birtar samhliða endanlegu ársuppgjöri þann 20. febrúar nk. Ársuppgjör félagsins er enn í vinnslu og getur tekið breytingum fram að birtingu.“ Sýn Kauphöllin Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Nýsjálenskt lambakjöt miklu ódýrara en það íslenska Neytendur SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Meðallaun 758 þúsund á mánuði Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira
Þetta kemur fram í afkomuviðvörun Sýnar til Kauphallar. Sýn rekur Vodafone, Vísi, sjónvarpsstöðina Stöð 2 og fylgirásir eins og Stöð 2 Sport og útvarpsstöðvar eins og Bylgjuna, FM 957 og X-ið. Í tilkynningunni kemur fram að rekstrarhagnaður félagsins fyrir árið 2024 verði í kringum 700 milljónir króna „sem er undir áður útgefnu spámarki félagsins, sem og rauntölum úr rekstri miðað við afkomu fjórða ársfjórðungs og ársins 2023. Uppfærð spá gerði ráð fyrir að EBIT lægi nær neðri mörkum bilsins 900–1100 m.kr.“ Helstu ástæður fráviksins eru sagðar eftirfarandi: Auglýsingatekjur: Sala auglýsinga reyndist talsvert undir upphaflegum áætlunum, eða 258 m.kr. á síðustu tveimur fjórðungum ársins, þar af 157 m.kr. á 4F og leiddi það til endurmats á þeim rekstrarhluta. Áskriftartekjur af sjónvarpsmiðlum: Tekjur af áskriftum voru um 106 m.kr. undir þeim markmiðum sem sett höfðu verið. Eignfærslur launakostnaðar: Félagið hefur sett sér eignfærslustefnu og á grundvelli hennar tekið ákvörðun um að eignfæra minna en áætlað hafði verið og nemur mismunurinn 112 m.kr. Brunatjón: Um mánuði eftir útgáfu spárinnar varð félagið fyrir verulegu tjóni vegna eldsvoða sem nú hefur verið metið á um 600 m.kr. Samþykkt bótaupphæð nemur 207 m.kr. en bruninn hefur haft í för með sér aukinn kostnað og kallar á auknar fjárfestingar til endurnýjunar á skemmdum búnaði. Fram kemur í tilkynningunni að rekstur fjarskipta hafi verið á áætlun á árinu og þrátt fyrir ofangreindar áskoranir hafi rekstrarkostnaður einnig þróast í samræmi við áætlanir og sé í takt við markmið félagsins um aukna skilvirkni. „Félagið mun þurfa að endurskoða áður útgefin viðmið um EBIT fyrir árið 2025 til lækkunar til að bregðast við ofangreindum frávikum. Horfur félagsins fyrir 2025 verða birtar samhliða endanlegu ársuppgjöri þann 20. febrúar nk. Ársuppgjör félagsins er enn í vinnslu og getur tekið breytingum fram að birtingu.“
Sýn Kauphöllin Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Nýsjálenskt lambakjöt miklu ódýrara en það íslenska Neytendur SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Meðallaun 758 þúsund á mánuði Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira