Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 8. febrúar 2025 23:32 Remu Raitanen er, líkt og fleiri í Keflavík, ekki eins öflugur í vörn og sókn. Þrátt fyrir að búa yfir stjörnuprýddu liði er Keflavík í bölvuðum vandræðum í Bónus deild karla. Engar framfarir var að sjá eftir þjálfaraskiptin og liðið gæti tapað fimm leikjum í röð í fyrsta sinn í sögunni. Vörnin verri en nokkru sinni fyrr „Hræðilegt svar við því sem gerist núna á síðustu dögum,“ sagði þáttastjórnandinn Stefán Árni og átti þar við að eftir þarsíðasta leik gegn KR steig Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, frá borði. Magnús Þór Gunnarsson stýrði liðinu í leiknum gegn ÍR á fimmtudag. ÍR byrjaði töluvert betur og komst þrettán stigum yfir 2-15. „Maður sá það strax frá fyrstu sekúndu hversu hræddir þeir [Keflvíkingar] voru, þeir voru hræddir í öllum aðgerðum sóknarlega, sem hefur ekki verið vandamál hingað til. Sóknin hefur yfirleitt gengið ágætlega, en vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri en hún hefur nokkru sinni verið,“ sagði Sævar Sævarsson. „Ég hélt að þeir kæmu alveg dýrvitlausir í þennan leik. Þeir eru með Magga þarna að taka leik, þeir eiga bara að sýna honum þá virðingu að koma út með smá blóð á tönnunum,“ tók Helgi Már Magnússon undir. „Hvernig gat þessi leikmaður komist í NBA?“ „Auðvitað verðum við að hrósa ÍR-ingum fyrir þeirra innkomu. Strákar sem spila venjulega ekki mjög mikið komu þarna og gjörsamlega pökkuðu saman einhverjum „stjörnum“ í Keflavíkurliðinu. Sjá þennan leikmann sem var fenginn hérna sem einhver NBA stjarna…“ sagði Sævar um Ty-Shon Alexander, fyrrum leikmann Phoenix Suns. Ty-Shon Alexander mun ekki fá annað starf að mati Sævars. „Ég velti því fyrir mér og ræddi þetta við gamlan körfuboltamann í hádeginu; Er NBA deildin svona léleg eða? Hvernig gat þessi leikmaður komist í NBA? Það segir mér kannski frekar að hann hafi einhvern tímann verið mjög góður og sé bara búinn að gefast upp á körfuboltaferlinum sínum, vegna þess að frammistaða hans er svo léleg að ég efast um að hann muni bara fá starf eftir þetta,“ sagði Sævar einnig en alla umræðuna um Keflavík má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Vandræði Keflavíkur í Bónus deild karla Keflavík hefur nú tapað fjórum leikjum í röð og gæti þurft að þola fimmta tapið næsta fimmtudag þegar liðið heimsækir Hauka. Þetta er í áttunda sinn frá upphafi sem Keflavík tapar fjórum leikjum í röð í efstu deild en það hefur aldrei gerst að Keflavík tapi fimm í röð. Körfuboltakvöld Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Leik lokið: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Sjá meira
Vörnin verri en nokkru sinni fyrr „Hræðilegt svar við því sem gerist núna á síðustu dögum,“ sagði þáttastjórnandinn Stefán Árni og átti þar við að eftir þarsíðasta leik gegn KR steig Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, frá borði. Magnús Þór Gunnarsson stýrði liðinu í leiknum gegn ÍR á fimmtudag. ÍR byrjaði töluvert betur og komst þrettán stigum yfir 2-15. „Maður sá það strax frá fyrstu sekúndu hversu hræddir þeir [Keflvíkingar] voru, þeir voru hræddir í öllum aðgerðum sóknarlega, sem hefur ekki verið vandamál hingað til. Sóknin hefur yfirleitt gengið ágætlega, en vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri en hún hefur nokkru sinni verið,“ sagði Sævar Sævarsson. „Ég hélt að þeir kæmu alveg dýrvitlausir í þennan leik. Þeir eru með Magga þarna að taka leik, þeir eiga bara að sýna honum þá virðingu að koma út með smá blóð á tönnunum,“ tók Helgi Már Magnússon undir. „Hvernig gat þessi leikmaður komist í NBA?“ „Auðvitað verðum við að hrósa ÍR-ingum fyrir þeirra innkomu. Strákar sem spila venjulega ekki mjög mikið komu þarna og gjörsamlega pökkuðu saman einhverjum „stjörnum“ í Keflavíkurliðinu. Sjá þennan leikmann sem var fenginn hérna sem einhver NBA stjarna…“ sagði Sævar um Ty-Shon Alexander, fyrrum leikmann Phoenix Suns. Ty-Shon Alexander mun ekki fá annað starf að mati Sævars. „Ég velti því fyrir mér og ræddi þetta við gamlan körfuboltamann í hádeginu; Er NBA deildin svona léleg eða? Hvernig gat þessi leikmaður komist í NBA? Það segir mér kannski frekar að hann hafi einhvern tímann verið mjög góður og sé bara búinn að gefast upp á körfuboltaferlinum sínum, vegna þess að frammistaða hans er svo léleg að ég efast um að hann muni bara fá starf eftir þetta,“ sagði Sævar einnig en alla umræðuna um Keflavík má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Vandræði Keflavíkur í Bónus deild karla Keflavík hefur nú tapað fjórum leikjum í röð og gæti þurft að þola fimmta tapið næsta fimmtudag þegar liðið heimsækir Hauka. Þetta er í áttunda sinn frá upphafi sem Keflavík tapar fjórum leikjum í röð í efstu deild en það hefur aldrei gerst að Keflavík tapi fimm í röð.
Körfuboltakvöld Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Leik lokið: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Sjá meira