Alba byrjaði árið vel með þremur deildarsigrum, meðal annars gegn toppliði Bayern, en hafði síðan tapað tveimur í röð fyrir leik dagsins.
Sigurinn var hins vegar aldrei í hættu í dag, Alba leiddi með tuttugu stigum í hálfleik og hélt þeirri forystu nokkurn veginn til enda. Fimmtán stigum munaði þegar leiknum lauk, 92-77.
Martin spilaði aðeins um fimmtán mínútur en nýtti sinn tíma stórvel, skoraði fjögur stig, greip eitt frákast og gaf sjö stoðsendingar.
Alba fór með sigrinum upp í fjórtánda sæti deildarinnar en þarf að spýta í lófana til að eiga möguleika á topp tíu sætunum sem gefa séns á því að komast í úrslitakeppnina.