Útilokar ekki frekari aðgerðir Jón Ísak Ragnarsson skrifar 9. febrúar 2025 20:21 Magnús Þór Jónsson er formaður Kennarasambands Íslands. Vísir/Vilhelm Formaður Kennarasambandsins segir að niðurstaða félagsdóms um ólögmæti verkfalls kennara hafi komið á óvart. Kennarar verði að taka niðurstöðunni og á hann ekki von á öðru en þeir mæti til vinnu í verkfallsskólum á morgun. Hann útilokar ekki frekari aðgerðir. „Dómurinn kom okkur á óvart, við erum bara að lesa hann, fara yfir málið og sjá hvernig staðan er. Við þurfum að skoða forsendur dómsins, það er náttúrulega eitt verkfall lögmætt,“ segir Magnús Þór Jónsson. Félagsdómur dæmdi í dag verkföll Kennarasambandsins í 13 leikskólum og sjö grunnskólum víða um land ólögmæt. Samband íslenskra sveitarfélaga höfðaði málið á þeim forsendum að aðgerðirnar næðu ekki til allra starfsmanna stéttarfélags hjá sama vinnuveitanda. Vonar að dómurinn tefji ekki fyrir samningum Magnús segir að dómurinn sé ný varða á leiðinni að kjarasamningi, en hann vonar að hann tefji ekki mikið fyrir málinu. Hann gerir ráð fyrir því að fólk mæti til vinnu í þeim 20 skólum sem við á í fyrramálið. „Mér þykir þetta leitt en við þurfum að taka niðurstöðu dómsins.“ Næsti fundur deiluaðila með ríkissáttasemjara verður í fyrramálið klukkan 9. Magnús segir að einhver gangur hafi verið í viðræðum að undanförnu. „Málin snúa kannski meira að forminu. Þessi virðismatsvegferð sem hefur verið að teiknast upp er komin á góðan stað. Það sem stendur kannski út af borðinu með það er að við teljum okkur þurfa að fá tryggingar fyrir því að við fáum innágreiðslur inn á samninginn áður en til hennar kemur.“ „Vonandi verður þessi dómur til þess að fólk kemur aðeins bjartara og glaðara að samningsborðinu og við getum bara klárað þetta mál. Þessi deila verður ekki leyst í dómstólum, hún verður leyst við samningaborðið,“ segir hann. Stefnubreyting að hver skóli sé ekki eigin vinnuveitandi Magnús segir við fyrstu sýn virðist dómurinn kveða á um að verkföll þyrftu að ná til allra skóla hvers sveitarfélags fyrir sig. „Það er auðvitað bara stefnubreyting, ef að skólarnir eru ekki lengur hver sinn vinnuveitandi. En það virðist vera að ef við ætlum að fara í staðbundin verkföll þurfi allir skólar að vera undir.“ Hann útilokar ekki frekari verkfallsaðgerðir. „Við auðvitað bara skoðum þetta, við höfum þurft að grípa til aðgerða gegnum þetta verkefni. Við útilokum það ekkert að við finnum leiðir til að beita aðgerðum aftur. Vonandi kemur ekki til þeirra aðgerða,“ segir Magnús. Kennarasambandið hafi þegar farið tvisvar af stað með verkfallsaðgerðir. „Og þá treysti ég nú því að menn fari að hysja upp um sig og klári þetta verkefni. Við höfum heyrt frá ríki og sveitarfélögum að þau styðji okkar kröfur um það að jafna okkar laun á við aðra sérfræðinga og að við eigum inni launahækkanir umfram aðra. En við útilokum ekkert að fara í aðgerðir,“ segir Magnús. Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Tengdar fréttir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að dómur Felagsdóms, sem dæmdi kennaraverkföll í þrettán leikskólum og sjö grunnskólum ólögmæt, sé það sem þau höfðu vonast eftir. 9. febrúar 2025 19:17 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum Sjá meira
„Dómurinn kom okkur á óvart, við erum bara að lesa hann, fara yfir málið og sjá hvernig staðan er. Við þurfum að skoða forsendur dómsins, það er náttúrulega eitt verkfall lögmætt,“ segir Magnús Þór Jónsson. Félagsdómur dæmdi í dag verkföll Kennarasambandsins í 13 leikskólum og sjö grunnskólum víða um land ólögmæt. Samband íslenskra sveitarfélaga höfðaði málið á þeim forsendum að aðgerðirnar næðu ekki til allra starfsmanna stéttarfélags hjá sama vinnuveitanda. Vonar að dómurinn tefji ekki fyrir samningum Magnús segir að dómurinn sé ný varða á leiðinni að kjarasamningi, en hann vonar að hann tefji ekki mikið fyrir málinu. Hann gerir ráð fyrir því að fólk mæti til vinnu í þeim 20 skólum sem við á í fyrramálið. „Mér þykir þetta leitt en við þurfum að taka niðurstöðu dómsins.“ Næsti fundur deiluaðila með ríkissáttasemjara verður í fyrramálið klukkan 9. Magnús segir að einhver gangur hafi verið í viðræðum að undanförnu. „Málin snúa kannski meira að forminu. Þessi virðismatsvegferð sem hefur verið að teiknast upp er komin á góðan stað. Það sem stendur kannski út af borðinu með það er að við teljum okkur þurfa að fá tryggingar fyrir því að við fáum innágreiðslur inn á samninginn áður en til hennar kemur.“ „Vonandi verður þessi dómur til þess að fólk kemur aðeins bjartara og glaðara að samningsborðinu og við getum bara klárað þetta mál. Þessi deila verður ekki leyst í dómstólum, hún verður leyst við samningaborðið,“ segir hann. Stefnubreyting að hver skóli sé ekki eigin vinnuveitandi Magnús segir við fyrstu sýn virðist dómurinn kveða á um að verkföll þyrftu að ná til allra skóla hvers sveitarfélags fyrir sig. „Það er auðvitað bara stefnubreyting, ef að skólarnir eru ekki lengur hver sinn vinnuveitandi. En það virðist vera að ef við ætlum að fara í staðbundin verkföll þurfi allir skólar að vera undir.“ Hann útilokar ekki frekari verkfallsaðgerðir. „Við auðvitað bara skoðum þetta, við höfum þurft að grípa til aðgerða gegnum þetta verkefni. Við útilokum það ekkert að við finnum leiðir til að beita aðgerðum aftur. Vonandi kemur ekki til þeirra aðgerða,“ segir Magnús. Kennarasambandið hafi þegar farið tvisvar af stað með verkfallsaðgerðir. „Og þá treysti ég nú því að menn fari að hysja upp um sig og klári þetta verkefni. Við höfum heyrt frá ríki og sveitarfélögum að þau styðji okkar kröfur um það að jafna okkar laun á við aðra sérfræðinga og að við eigum inni launahækkanir umfram aðra. En við útilokum ekkert að fara í aðgerðir,“ segir Magnús.
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Tengdar fréttir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að dómur Felagsdóms, sem dæmdi kennaraverkföll í þrettán leikskólum og sjö grunnskólum ólögmæt, sé það sem þau höfðu vonast eftir. 9. febrúar 2025 19:17 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum Sjá meira
Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að dómur Felagsdóms, sem dæmdi kennaraverkföll í þrettán leikskólum og sjö grunnskólum ólögmæt, sé það sem þau höfðu vonast eftir. 9. febrúar 2025 19:17