Öruggt og viðunandi húsnæði fyrir alla í Hveragerði Njörður Sigurðsson skrifar 10. febrúar 2025 12:02 Ein af megináherslum meirihluta Okkar Hveragerðis og Framsóknar á kjörtímabilinu er að tryggja fjölbreytt búsetuúrræði í Hveragerði, þar með talið að fjölga félagslegu. Í þessari grein vil ég fara yfir hvernig þróun og staða á félagslegu leiguhúsnæði hefur verið og er í Hveragerði. Hvers vegna félagslegt leiguhúsnæði? Mikilvægur mælikvarði á gæði rekstrar og þjónustu sveitarfélags er hvernig staðið er að velferðarþjónustu. Einn hluti hennar er hvernig sveitarfélag nær að mæta þörfum eftir félagslegu leiguhúsnæði. Félagslegt leiguhúsnæði er húsnæði sem sveitarfélög reka og leigja út til tekjulágra einstaklinga og fjölskyldna sem ekki hafa kost á almennri leigu á markaði eða húsnæðiskaupum. Markmiðið er að tryggja að allir hafi öruggt og viðeigandi húsnæði, óháð efnahag þeirra. Í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga er kveðið á um að sveitarfélög skuli tryggja að nægilegt framboð sé af félagslegu leiguhúsnæði. Fækkun á félagslegu leiguhúsnæði Árið 2003 átti Hveragerðisbær níu félagslegar leiguíbúðir eða 4,8 á hverja 1.000 íbúa. Félagslegum leiguíbúðum fór hratt fækkandi næstu árin og árið 2014 var svo komið að sveitarfélagið átti aðeins tvær félagslegar íbúðir eða 0,9 á hverja 1.000 íbúa. Frá og með árinu 2017 skánaði þessi staða lítillega og við lok síðasta kjörtímabils árið 2022 voru íbúðirnar orðnar sex talsins eða 2 íbúðir á hverja 1.000 íbúa. Þá hafði félagslegum íbúðum fækkað um 58% á tæpum tveimur áratugum ef litið er til þróunar íbúafjölda í bænum. Til samanburðar má geta þess að félagslegt leiguhúsnæði í eigu Reykjavíkurborgar var árið 2022 16,2 á hverja 1.000 íbúa og 5,3 í nágrannasveitarfélaginu Árborg. En hvers vegna var félagslegu húsnæði fækkað á þessu tímabili, þrátt fyrir að öllum hafi verið ljóst að þörfin fyrir slíkt húsnæði væri enn til staðar? Engar skýringar liggja fyrir í opinberum gögnum né frá þeim sem stýrðu bænum á þessu tímabili. Kannski spáði Guðrún Helgadóttir, þingmaður, rétt um þróun þessara mála þegar hún ræddi félagslegt leiguhúsnæði sveitarfélaga á Alþingi árið 1991 og sagði: „Ætli það verði nú ekki eins og oft áður að velferðarmál fjölskyldnanna víki þegar gerðar eru fjárhagsáætlanir fyrir vegalagningu og öðru slíku sem oft virðist vera í forgrunni á áhugamálasviði stjórnmálamanna?“ Nýtt uppbyggingarskeið Vegna skorts á fjárfestingu í þessum málaflokki undanfarin 15–20 ár mun það taka tíma að vinna upp þann halla sem hefur myndast. Á síðasta ári samþykkti núverandi meirihluti að fjárfesta í félagslegri leiguíbúð, en fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn sátu hjá við afgreiðsluna. Staðan í byrjun árs 2025 er að 20 eru á biðlista í Hveragerði eftir félagslegu leiguhúsnæði. Samkvæmt fjárhagsáætlun fyrir árin 2025 og 2026 er stefnt að frekari kaupum á íbúðum, þannig að þær verði samtals níu árið 2026. Það eru jafnmargar félagslegar íbúðir og voru í eigu Hveragerðisbæjar árið 2003. Árið 2025 verður hlutfall félagslegra leiguíbúða í Hveragerði 2,4 íbúðir á hverja 1.000 íbúa en var 4,8 árið 2003. Í þessu samhengi er rétt að hafa í huga að hefði sveitarfélagið haldið hlutfalli félagslegra leiguíbúða óbreyttu frá 2003, þyrfti það nú að eiga 16–17 slíkar íbúðir og gæti því mætt miklu betur þeirri þörf sem er til staðar. Frelsi til athafna og mikilvægi húsnæðisöryggis Ein af grunnstoðum lýðræðissamfélagsins er frelsi einstaklingsins til athafna og gjörða. En slíkt frelsi verður marklaust ef félagslegt réttlæti og grundvallarþjónusta eru ekki tryggð. Þegar skorið er niður í grunnstoðum velferðarkerfisins, svo sem í félagslegu leiguhúsnæði sveitarfélaga, eru þeir sem mest þurfa á aðstoð að halda settir í afar viðkvæma stöðu, og þeir hafa síður tækifæri til að koma undir sig fótum og lifa með reisn. Þannig getur skortur á húsnæðisöryggi, ásamt öðrum þáttum velferðarinnar, takmarkað raunverulegt frelsi einstaklings, jafnvel þótt formlegt frelsi sé til staðar. Þau sem kalla á frelsi en styðja samtímis aðgerðir sem veikja velferðarþjónustu, eins og með fækkun félagslegra leiguíbúða, missa sjónar á kjarna raunverulegs frelsis. Húsnæðisöryggi, rétt eins og aðrar stoðir velferðarkerfisins, er ekki einungis spurning um félagslega þjónustu – það snýst um frelsi. Frelsi til að lifa öruggu og stöðugu lífi, taka þátt í samfélaginu og nýta hæfileika sína til fulls til jafns á við aðra. Það er því mikilvægt að bæjaryfirvöld í Hveragerði haldi áfram að fjölga félagslegu leiguhúsnæði til að tryggja tekjulitlum einstaklingum og fjölskyldum öruggt og viðunandi húsnæði. Höfundur er bæjarfulltrúi Okkar Hveragerðis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Njörður Sigurðsson Hveragerði Félagsmál Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Ein af megináherslum meirihluta Okkar Hveragerðis og Framsóknar á kjörtímabilinu er að tryggja fjölbreytt búsetuúrræði í Hveragerði, þar með talið að fjölga félagslegu. Í þessari grein vil ég fara yfir hvernig þróun og staða á félagslegu leiguhúsnæði hefur verið og er í Hveragerði. Hvers vegna félagslegt leiguhúsnæði? Mikilvægur mælikvarði á gæði rekstrar og þjónustu sveitarfélags er hvernig staðið er að velferðarþjónustu. Einn hluti hennar er hvernig sveitarfélag nær að mæta þörfum eftir félagslegu leiguhúsnæði. Félagslegt leiguhúsnæði er húsnæði sem sveitarfélög reka og leigja út til tekjulágra einstaklinga og fjölskyldna sem ekki hafa kost á almennri leigu á markaði eða húsnæðiskaupum. Markmiðið er að tryggja að allir hafi öruggt og viðeigandi húsnæði, óháð efnahag þeirra. Í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga er kveðið á um að sveitarfélög skuli tryggja að nægilegt framboð sé af félagslegu leiguhúsnæði. Fækkun á félagslegu leiguhúsnæði Árið 2003 átti Hveragerðisbær níu félagslegar leiguíbúðir eða 4,8 á hverja 1.000 íbúa. Félagslegum leiguíbúðum fór hratt fækkandi næstu árin og árið 2014 var svo komið að sveitarfélagið átti aðeins tvær félagslegar íbúðir eða 0,9 á hverja 1.000 íbúa. Frá og með árinu 2017 skánaði þessi staða lítillega og við lok síðasta kjörtímabils árið 2022 voru íbúðirnar orðnar sex talsins eða 2 íbúðir á hverja 1.000 íbúa. Þá hafði félagslegum íbúðum fækkað um 58% á tæpum tveimur áratugum ef litið er til þróunar íbúafjölda í bænum. Til samanburðar má geta þess að félagslegt leiguhúsnæði í eigu Reykjavíkurborgar var árið 2022 16,2 á hverja 1.000 íbúa og 5,3 í nágrannasveitarfélaginu Árborg. En hvers vegna var félagslegu húsnæði fækkað á þessu tímabili, þrátt fyrir að öllum hafi verið ljóst að þörfin fyrir slíkt húsnæði væri enn til staðar? Engar skýringar liggja fyrir í opinberum gögnum né frá þeim sem stýrðu bænum á þessu tímabili. Kannski spáði Guðrún Helgadóttir, þingmaður, rétt um þróun þessara mála þegar hún ræddi félagslegt leiguhúsnæði sveitarfélaga á Alþingi árið 1991 og sagði: „Ætli það verði nú ekki eins og oft áður að velferðarmál fjölskyldnanna víki þegar gerðar eru fjárhagsáætlanir fyrir vegalagningu og öðru slíku sem oft virðist vera í forgrunni á áhugamálasviði stjórnmálamanna?“ Nýtt uppbyggingarskeið Vegna skorts á fjárfestingu í þessum málaflokki undanfarin 15–20 ár mun það taka tíma að vinna upp þann halla sem hefur myndast. Á síðasta ári samþykkti núverandi meirihluti að fjárfesta í félagslegri leiguíbúð, en fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn sátu hjá við afgreiðsluna. Staðan í byrjun árs 2025 er að 20 eru á biðlista í Hveragerði eftir félagslegu leiguhúsnæði. Samkvæmt fjárhagsáætlun fyrir árin 2025 og 2026 er stefnt að frekari kaupum á íbúðum, þannig að þær verði samtals níu árið 2026. Það eru jafnmargar félagslegar íbúðir og voru í eigu Hveragerðisbæjar árið 2003. Árið 2025 verður hlutfall félagslegra leiguíbúða í Hveragerði 2,4 íbúðir á hverja 1.000 íbúa en var 4,8 árið 2003. Í þessu samhengi er rétt að hafa í huga að hefði sveitarfélagið haldið hlutfalli félagslegra leiguíbúða óbreyttu frá 2003, þyrfti það nú að eiga 16–17 slíkar íbúðir og gæti því mætt miklu betur þeirri þörf sem er til staðar. Frelsi til athafna og mikilvægi húsnæðisöryggis Ein af grunnstoðum lýðræðissamfélagsins er frelsi einstaklingsins til athafna og gjörða. En slíkt frelsi verður marklaust ef félagslegt réttlæti og grundvallarþjónusta eru ekki tryggð. Þegar skorið er niður í grunnstoðum velferðarkerfisins, svo sem í félagslegu leiguhúsnæði sveitarfélaga, eru þeir sem mest þurfa á aðstoð að halda settir í afar viðkvæma stöðu, og þeir hafa síður tækifæri til að koma undir sig fótum og lifa með reisn. Þannig getur skortur á húsnæðisöryggi, ásamt öðrum þáttum velferðarinnar, takmarkað raunverulegt frelsi einstaklings, jafnvel þótt formlegt frelsi sé til staðar. Þau sem kalla á frelsi en styðja samtímis aðgerðir sem veikja velferðarþjónustu, eins og með fækkun félagslegra leiguíbúða, missa sjónar á kjarna raunverulegs frelsis. Húsnæðisöryggi, rétt eins og aðrar stoðir velferðarkerfisins, er ekki einungis spurning um félagslega þjónustu – það snýst um frelsi. Frelsi til að lifa öruggu og stöðugu lífi, taka þátt í samfélaginu og nýta hæfileika sína til fulls til jafns á við aðra. Það er því mikilvægt að bæjaryfirvöld í Hveragerði haldi áfram að fjölga félagslegu leiguhúsnæði til að tryggja tekjulitlum einstaklingum og fjölskyldum öruggt og viðunandi húsnæði. Höfundur er bæjarfulltrúi Okkar Hveragerðis.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun