Innherji

Lands­bankinn að styrkja eigin­fjár­stöðuna í að­draganda kaupanna á TM

Hörður Ægisson skrifar
Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans, hefur sagt að kaupin á TM muni gefa Landsbankans mörg sóknartækifæri, bæði meðal einstaklinga og fyrirtækja. Samkeppniseftirlitið hefur haft samrunamálið til skoðunar frá því í september og má búast við niðurstöðu frá stofnunni á næstunni.
Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans, hefur sagt að kaupin á TM muni gefa Landsbankans mörg sóknartækifæri, bæði meðal einstaklinga og fyrirtækja. Samkeppniseftirlitið hefur haft samrunamálið til skoðunar frá því í september og má búast við niðurstöðu frá stofnunni á næstunni. Vísir

Landsbankinn hefur fengið erlenda ráðgjafa til að undirbúa sölu á víkjandi skuldabréfi (AT1) að fjárhæð um 100 milljónir Bandaríkjadala, fyrsta slíka útgáfan af hálfu bankans, í því skyni að styrkja eiginfjárgrunninn í aðdraganda fyrirhugaðra kaupa á TM fyrir um 30 milljarða. Kaupin á tryggingafélaginu, sem eru enn í skoðun hjá Samkeppniseftirlitinu, munu án mótvægisaðgerða lækka eiginfjárhlutföll Landsbankans um 1,5 prósentur.


Tengdar fréttir

Hækkandi verð­tryggingar­jöfnuður setur þrýsting á vaxta­mun Lands­bankans

Áframhaldandi eftirspurn heimila og fyrirtækja í verðtryggð lán, ásamt uppgreiðslu á sértryggðum skuldabréfaflokki, þýddi að verðtryggingarmisvægi Landsbankans rauk upp um ríflega sjötíu milljarða á síðasta fjórðungi ársins 2024. Sögulega hár verðtryggingarjöfnuður samhliða lækkun verðbólgu hefur sett þrýsting á vaxtamun bankans, sem lækkaði skarpt undir lok ársins, og hreinar vaxtatekjur drógust þá saman um ellefu prósent.

Ís­lands­banki gerði til­boð í TM með fyrir­vara um hækkun hluta­fjár

Þegar Íslandsbanki gerði skuldbindandi tilboð í TM þá var það meðal annars gert með því skilyrði að hluthafar, þar sem ríkissjóður er langsamlega stærstur, myndu samþykkja í kjölfarið að hækka hlutafé bankans til að standa undir kaupverðinu. Viðskiptin hefðu verið stærri í hlutfalli við eigin fé bankans borið saman við Landsbankann sem var með enga fyrirvara um samþykki hluthafafundar þegar tilboðið hans var samþykkt.

Lýsti yfir and­stöðu við kaup á TM á fundi með stjórn­endum Lands­bankans

Á fundi með lykilstjórnendum Landsbankans örfáum vikum áður en bankinn gerði skuldbindandi tilboð í allt hlutafé TM hafði fjármála- og efnahagsráðherra komið á framfæri andstöðu sinni við að bankinn myndi ráðast í slík kaup. Ráðherra, sem hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki beint tilmælum til Bankasýslunnar áður en kaupin færu fram, hefur sagt það óviðunandi að bankaráð Landsbankans hafi ekki upplýst stofnunina með formlegum hætti um áform bankans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×