Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. febrúar 2025 21:02 Jón Árnason, sköpunarstjóri hjá Ennemm. Vísir/Einar Auglýsingar í sjónvarpi standa enn fyrir sínu á öld samfélagsmiðla, ekki síst í tengslum við risaviðburði eins og bandarísku Ofurskálina í nótt. Þetta er mat sköpunarstjóra hjá auglýsingastofunni Ennemm. Við rýnum með honum í Ofurskálarauglýsingar, sem geta kostað auglýsendur marga milljarða. Segja má að í Ofurskálinni sé keppt á tveimur vígstöðvum; á fótboltavellinum og í auglýsingahléinu. Stórfyrirtæki tjalda öllu til í sínum Ofurskálarauglýsingum og ræsa í síauknum mæli út Hollywoodstjörnur. Matthew McConaughey var til dæmis aðalstjarnan í tveimur auglýsingum í ár og fornar hetjur rómantískra gamanmynda komu saman til að auglýsa majónes, eins og farið er yfir í innslaginu hér fyrir neðan. Jón Árnason sköpunarstjóri hjá Ennemm segir stjörnufansinn þó vandmeðfarinn. „Svo þegar allir eru komnir með stjörnur skiptir máli hverjar þú ert að velja og hvernig þú ert að nota þær. Svo eru líka fullt af frábærum auglýsingum þar sem enginn leikur sér með neinar stjörnur,“ segir Jón. Sjálfur var hann einna hrifnastur af auglýsingu Mountain Dew, þar sem söngvaranum Seal brá fyrir í líki sels. Þá hafi fyrsta ofurskálarauglýsing Nike í þrettán ár, þar sem heimsfrægum íþróttakonum var teflt fram, verið vel heppnuð. „Valdeflandi og flott, og líka ofan í þá umræðu sem er búin að vera í Bandaríkjunum með Trump og allt það.“ Sjónvarpsauglýsingar standi fyrir sínu Auglýsingapláss Ofurskálarinnar eru þau dýrustu í heimi. Fjölmiðlar vestanhafs segja að þrjátíu sekúndur í ár hafi kostað í kringum átta milljónir Bandaríkjadala, eða rétt rúman milljarð íslenskra króna. Sekúndan kostar því um 38 milljónir króna. Það er öllu feitari verðmiði en á dýrustu auglýsingaplássum sem í boði eru hér á landi; berstrípuð sekúnda í kringum Eurovision og Áramótaskaup á RÚV kostar um það bil 22 þúsund krónur, eftir því sem fréttastofa kemst næst. Og auglýsendur fá talsvert fyrir sinn snúð að mati Jóns. Sjónvarpsauglýsingar standi enn fyrir sínu á samfélagsmiðlaöld. „Þegar fólk fær að upplifa eitthvað skemmtilegt og spennandi á sama tíma, auglýsingar geta stundum tekið það hlutverk að sér. Sjónvarpsauglýsingar eru mjög sterkar á þessu augnabliki. Og fólk er oft að tala um að samfélagsmiðlar séu málið en umræðan byrjar oft á mómenti eins og sjónvarpsauglýsingu í Superbowl,“ segir Jón. Auglýsinga- og markaðsmál Ofurskálin Bandaríkin Hollywood Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Segja má að í Ofurskálinni sé keppt á tveimur vígstöðvum; á fótboltavellinum og í auglýsingahléinu. Stórfyrirtæki tjalda öllu til í sínum Ofurskálarauglýsingum og ræsa í síauknum mæli út Hollywoodstjörnur. Matthew McConaughey var til dæmis aðalstjarnan í tveimur auglýsingum í ár og fornar hetjur rómantískra gamanmynda komu saman til að auglýsa majónes, eins og farið er yfir í innslaginu hér fyrir neðan. Jón Árnason sköpunarstjóri hjá Ennemm segir stjörnufansinn þó vandmeðfarinn. „Svo þegar allir eru komnir með stjörnur skiptir máli hverjar þú ert að velja og hvernig þú ert að nota þær. Svo eru líka fullt af frábærum auglýsingum þar sem enginn leikur sér með neinar stjörnur,“ segir Jón. Sjálfur var hann einna hrifnastur af auglýsingu Mountain Dew, þar sem söngvaranum Seal brá fyrir í líki sels. Þá hafi fyrsta ofurskálarauglýsing Nike í þrettán ár, þar sem heimsfrægum íþróttakonum var teflt fram, verið vel heppnuð. „Valdeflandi og flott, og líka ofan í þá umræðu sem er búin að vera í Bandaríkjunum með Trump og allt það.“ Sjónvarpsauglýsingar standi fyrir sínu Auglýsingapláss Ofurskálarinnar eru þau dýrustu í heimi. Fjölmiðlar vestanhafs segja að þrjátíu sekúndur í ár hafi kostað í kringum átta milljónir Bandaríkjadala, eða rétt rúman milljarð íslenskra króna. Sekúndan kostar því um 38 milljónir króna. Það er öllu feitari verðmiði en á dýrustu auglýsingaplássum sem í boði eru hér á landi; berstrípuð sekúnda í kringum Eurovision og Áramótaskaup á RÚV kostar um það bil 22 þúsund krónur, eftir því sem fréttastofa kemst næst. Og auglýsendur fá talsvert fyrir sinn snúð að mati Jóns. Sjónvarpsauglýsingar standi enn fyrir sínu á samfélagsmiðlaöld. „Þegar fólk fær að upplifa eitthvað skemmtilegt og spennandi á sama tíma, auglýsingar geta stundum tekið það hlutverk að sér. Sjónvarpsauglýsingar eru mjög sterkar á þessu augnabliki. Og fólk er oft að tala um að samfélagsmiðlar séu málið en umræðan byrjar oft á mómenti eins og sjónvarpsauglýsingu í Superbowl,“ segir Jón.
Auglýsinga- og markaðsmál Ofurskálin Bandaríkin Hollywood Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira