Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Jón Þór Stefánsson skrifar 11. febrúar 2025 10:58 Alfreð Erling Þórðarson mætti fyrir héraðsdóm í gær en vildi engu bæta við fyrri framburð sinn hjá lögreglu. Vísir/Vilhelm Talið er að Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðingur, sem er grunaður um að hafa orðið eldri hjónum að bana í Neskaupstað í fyrra, hafi mögulega fært við líkum eða líkömum þeirra látnu og fært annað þeirra í þvingaða stöðu. Alfreð Erling er grunaður um að hafa orðið eldri hjónunum að bana á heimili þeirra við Strandgötu í Neskaupstað í lok ágúst. Hjónin fundust látin inni á baðherbergi á heimilinu. Sama dag var Alferð Erling handtekinn á Snorrabraut í Reykjavík, en þar ók hann á bíl í hjónanna. Í bílnum fannst hamar sem hann er grunaður um að hafa notað við verknaðinn. Sérfræðingur hjá tæknideild lögreglu, sem kom á vettvang sem hjónin fundust látin, gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann sagði að strax hefði verið ljóst að þarna hefði ekki átt sér stað slys, það sem gerðist hefði verið af mannavöldum. Þá sagði hann lík hjónanna hafa verið í sérstökum stöðum inni á baðherbergi heimili þeirra. Það væri eins og þeim hefði verið komið þannig fyrir. Þetta hafi sérstaklega átt við lík eiginkonunnar sem hafi verið í mjög þvingaðri stöðu. „Ég sé fyrir mér að það geti verið erfitt að koma fætinum sjálfur fyrir í þessa stöðu,“ sagði sérfræðingurinn. Umræddur sérfræðingur vann blóðferlaskýrslu í málinu. Hann telur að eiginmaðurinn hafi verið sleginn, ekki færri en tveimur höggum, eftir að hann hafði fallið til jarðar. Líklega hafi atburðarásin verið þannig að Alferð Erling hafi slegið til eiginmannsins í forstofu hússins, og elt hann eða fælt að baðherberginu. Þar hafi Alfreð aftur slegið til hans og svo fært hann að baðkari og slegið hann svo aftur. Síðan hafi hann veist að eiginkonunni og slegið hana margítrekað. Blóð af báðum á öllum fötum Alfreðs Annar sérfræðingur hjá tæknideild lögreglu, sem meðhöndlar lífsýni, gaf skýrslu. Hún sagði rannsókn hafa leitt í ljós að lífsýni, úr báðum látnu, hjónunum, hafa fundist á hamrinum sem Alferð Erling er grunaður um að hafa notað. Bæði var blóð úr þeim á hamarshöfðinu og DNA af skaftinu. Jafnframt hafi fundist blóð á nánast öllum fötum Alferðs en þó hafi verið áberandi meira blóð úr konunni. Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Dómsmál Fjarðabyggð Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Fleiri fréttir Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Sjá meira
Alfreð Erling er grunaður um að hafa orðið eldri hjónunum að bana á heimili þeirra við Strandgötu í Neskaupstað í lok ágúst. Hjónin fundust látin inni á baðherbergi á heimilinu. Sama dag var Alferð Erling handtekinn á Snorrabraut í Reykjavík, en þar ók hann á bíl í hjónanna. Í bílnum fannst hamar sem hann er grunaður um að hafa notað við verknaðinn. Sérfræðingur hjá tæknideild lögreglu, sem kom á vettvang sem hjónin fundust látin, gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann sagði að strax hefði verið ljóst að þarna hefði ekki átt sér stað slys, það sem gerðist hefði verið af mannavöldum. Þá sagði hann lík hjónanna hafa verið í sérstökum stöðum inni á baðherbergi heimili þeirra. Það væri eins og þeim hefði verið komið þannig fyrir. Þetta hafi sérstaklega átt við lík eiginkonunnar sem hafi verið í mjög þvingaðri stöðu. „Ég sé fyrir mér að það geti verið erfitt að koma fætinum sjálfur fyrir í þessa stöðu,“ sagði sérfræðingurinn. Umræddur sérfræðingur vann blóðferlaskýrslu í málinu. Hann telur að eiginmaðurinn hafi verið sleginn, ekki færri en tveimur höggum, eftir að hann hafði fallið til jarðar. Líklega hafi atburðarásin verið þannig að Alferð Erling hafi slegið til eiginmannsins í forstofu hússins, og elt hann eða fælt að baðherberginu. Þar hafi Alfreð aftur slegið til hans og svo fært hann að baðkari og slegið hann svo aftur. Síðan hafi hann veist að eiginkonunni og slegið hana margítrekað. Blóð af báðum á öllum fötum Alfreðs Annar sérfræðingur hjá tæknideild lögreglu, sem meðhöndlar lífsýni, gaf skýrslu. Hún sagði rannsókn hafa leitt í ljós að lífsýni, úr báðum látnu, hjónunum, hafa fundist á hamrinum sem Alferð Erling er grunaður um að hafa notað. Bæði var blóð úr þeim á hamarshöfðinu og DNA af skaftinu. Jafnframt hafi fundist blóð á nánast öllum fötum Alferðs en þó hafi verið áberandi meira blóð úr konunni.
Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Dómsmál Fjarðabyggð Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Fleiri fréttir Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Sjá meira