Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. febrúar 2025 11:55 Mótmæli á Austurvelli vegna hinna ýmsu mála hafa verið með reglulegu millibili undanfarin ár. Bæði vegna ásakana um spillingu en líka alls konar mála sem fólk hefur verið ósátt við í þjóðfélaginu. Vísir/vilhelm Ísland stekkur aftur inn á topp tíu lista yfir minnst spilltustu ríki í heimi eftir langt fall. Ísland hækkar sig mest allra ríkja á „Corruption perception index“ Transparency International og er nú í tíunda til tólfta sæti. Ísland var í 19. sæti listans í fyrra. Í tilkynningu frá Gagnsæi, samtökum gegn spillingu, kemur fram að Ísland hafi fallið nokkuð stöðugt niður listann frá Hruni „þegar fjármálaspilling á heimsmælikvarða afhjúpaðist“. Mikilvægt sé að hafa í huga að um sé að ræða mat alþjóða viðskiptalífs á íslensku samfélagi frá sjónarhóli réttar, viðskipta og lýðræðis. Vísað er til þess að ekkert verulega stór spillingarmál hafi komið upp árið 2024 og það bæti stöðu Íslands. „Ásamt því að sá matsaðili sem hefur gefið Íslandi lægstu einkunnina metur landið ekki í ár. Erfitt er að greina hvað annað gæti hafa snarhækkað Ísland á listanum en hugsanlegt er að aukið framlag til einkarekinna fjölmiðla hafi verið mikils metið sem styrking á lýðræðinu,“ segir í tilkynningu Gegnsæis. Um sé að ræða sérstaklega góðar fréttir fyrir íslenskt viðskiptalíf. „Ásýndarlistinn, þekktasta spillingarvísitala í heiminum, skiptir verulegu máli efnahagslega. Alþjóðleg greiningarfyrirtæki horfa til listans þegar þau leggja mat á áhættu í viðskiptum, meðal annars Moody‘s. Smávægileg breyting á vaxtaálagi varðar Ísland miklu enda hefur landið lengi barist við sérstakt vaxtaálag, „Íslandsálagið“, vegna vantrausts sem rekja má til spillingar. Til mikils er að vinna að alþjóðleg ásýnd Íslands hreinsist af spillingarstimplinum. Ef það á að takast þarf stöðuga árvekni, þekkingaruppbyggingu og markvisst aðhald að stjórnvöldum og mörkuðum.“ Ísland er áfram neðst Norðurlandanna í einkunnagjöf. Danir eru í toppsæti listans með 90 stig af 100, Finnar með 88 stig, Norðmenn 81 stig og Svía 80 stig. Svo kemur Ísland með 77 stig, hækkar sig um fimm á milli ára, og hefur nú jafnmörg og Ástralía og Írland. „Það er fyrst og fremst pólitísk spilling sem dregur Ísland niður. Traust til þeirra stofnana sem eru mikilvægastar í baráttu gegn fjármálaspillingu mælist enn lítið á Íslandi sem bendir til þess að munurinn á milli Íslands og Norðurlandanna sé í raun enn meiri og vandinn djúpstæður.“ Barátta Transparency í ár er sérstaklega tileinkuð umhverfisverfisvá og af því tilefni leggur Íslandsdeildin til að stjórnvöld, fyrirtæki og félagasamtök hefji nú þegar átak til rannsóknar á spillingu í kringum laxeldi í sjó. „Samkvæmt niðurstöðum Transparency International er spilling almennt að stóraukast í heiminum eftir nokkuð langt tímabil framfara. Sérstaklega veldur áhyggjum uppgangur valdshyggju (authoritarianism) svo stefnir í að opinberu valdi verði beitt grófar og grimmar en hefur sést á Vesturlöndum síðan í seinni heimsstyrjöld. Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn mikilvægt að berjast gegn spillingu, markvisst í skipulegum samtökum á heimsvísu.“ Stjórnsýsla Tengdar fréttir Ísland aldrei fengið jafn slæma einkunn á spillingarlista Transparency International hefur birt nýjan árlegan lista sinn um spillingu í ríkjum heims. Ísland fellur úr 14. til 17. sæti listans árið 2022 í 19. sætið nú og hefur aldrei mælst neðar. 30. janúar 2024 07:28 Ísland stendur í stað á spillingarlista Transparency International hefur birt nýjan árlegan lista sinn um spillingu í ríkjum heims. Ísland stendur þar nokkurn veginn í stað á milli ára, skipar 14.-17 sæti listans, en skipaði 13. til 18. sætið á listanum á síðasta ári. 31. janúar 2023 07:36 Salan á Íslandsbanka beri augljós einkenni spillingar „Sala fjármálaráðherra á hlut ríkisins í Íslandsbanka er skólabókardæmi um spillingu, aðstöðubrask, vanhæfni og óheilbrigða menningu ábyrgðarleysis undir forystu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur,“ segir í yfirlýsingu frá stjórn Íslandsdeildar Transparency International. 10. apríl 2022 18:00 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
Í tilkynningu frá Gagnsæi, samtökum gegn spillingu, kemur fram að Ísland hafi fallið nokkuð stöðugt niður listann frá Hruni „þegar fjármálaspilling á heimsmælikvarða afhjúpaðist“. Mikilvægt sé að hafa í huga að um sé að ræða mat alþjóða viðskiptalífs á íslensku samfélagi frá sjónarhóli réttar, viðskipta og lýðræðis. Vísað er til þess að ekkert verulega stór spillingarmál hafi komið upp árið 2024 og það bæti stöðu Íslands. „Ásamt því að sá matsaðili sem hefur gefið Íslandi lægstu einkunnina metur landið ekki í ár. Erfitt er að greina hvað annað gæti hafa snarhækkað Ísland á listanum en hugsanlegt er að aukið framlag til einkarekinna fjölmiðla hafi verið mikils metið sem styrking á lýðræðinu,“ segir í tilkynningu Gegnsæis. Um sé að ræða sérstaklega góðar fréttir fyrir íslenskt viðskiptalíf. „Ásýndarlistinn, þekktasta spillingarvísitala í heiminum, skiptir verulegu máli efnahagslega. Alþjóðleg greiningarfyrirtæki horfa til listans þegar þau leggja mat á áhættu í viðskiptum, meðal annars Moody‘s. Smávægileg breyting á vaxtaálagi varðar Ísland miklu enda hefur landið lengi barist við sérstakt vaxtaálag, „Íslandsálagið“, vegna vantrausts sem rekja má til spillingar. Til mikils er að vinna að alþjóðleg ásýnd Íslands hreinsist af spillingarstimplinum. Ef það á að takast þarf stöðuga árvekni, þekkingaruppbyggingu og markvisst aðhald að stjórnvöldum og mörkuðum.“ Ísland er áfram neðst Norðurlandanna í einkunnagjöf. Danir eru í toppsæti listans með 90 stig af 100, Finnar með 88 stig, Norðmenn 81 stig og Svía 80 stig. Svo kemur Ísland með 77 stig, hækkar sig um fimm á milli ára, og hefur nú jafnmörg og Ástralía og Írland. „Það er fyrst og fremst pólitísk spilling sem dregur Ísland niður. Traust til þeirra stofnana sem eru mikilvægastar í baráttu gegn fjármálaspillingu mælist enn lítið á Íslandi sem bendir til þess að munurinn á milli Íslands og Norðurlandanna sé í raun enn meiri og vandinn djúpstæður.“ Barátta Transparency í ár er sérstaklega tileinkuð umhverfisverfisvá og af því tilefni leggur Íslandsdeildin til að stjórnvöld, fyrirtæki og félagasamtök hefji nú þegar átak til rannsóknar á spillingu í kringum laxeldi í sjó. „Samkvæmt niðurstöðum Transparency International er spilling almennt að stóraukast í heiminum eftir nokkuð langt tímabil framfara. Sérstaklega veldur áhyggjum uppgangur valdshyggju (authoritarianism) svo stefnir í að opinberu valdi verði beitt grófar og grimmar en hefur sést á Vesturlöndum síðan í seinni heimsstyrjöld. Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn mikilvægt að berjast gegn spillingu, markvisst í skipulegum samtökum á heimsvísu.“
Stjórnsýsla Tengdar fréttir Ísland aldrei fengið jafn slæma einkunn á spillingarlista Transparency International hefur birt nýjan árlegan lista sinn um spillingu í ríkjum heims. Ísland fellur úr 14. til 17. sæti listans árið 2022 í 19. sætið nú og hefur aldrei mælst neðar. 30. janúar 2024 07:28 Ísland stendur í stað á spillingarlista Transparency International hefur birt nýjan árlegan lista sinn um spillingu í ríkjum heims. Ísland stendur þar nokkurn veginn í stað á milli ára, skipar 14.-17 sæti listans, en skipaði 13. til 18. sætið á listanum á síðasta ári. 31. janúar 2023 07:36 Salan á Íslandsbanka beri augljós einkenni spillingar „Sala fjármálaráðherra á hlut ríkisins í Íslandsbanka er skólabókardæmi um spillingu, aðstöðubrask, vanhæfni og óheilbrigða menningu ábyrgðarleysis undir forystu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur,“ segir í yfirlýsingu frá stjórn Íslandsdeildar Transparency International. 10. apríl 2022 18:00 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
Ísland aldrei fengið jafn slæma einkunn á spillingarlista Transparency International hefur birt nýjan árlegan lista sinn um spillingu í ríkjum heims. Ísland fellur úr 14. til 17. sæti listans árið 2022 í 19. sætið nú og hefur aldrei mælst neðar. 30. janúar 2024 07:28
Ísland stendur í stað á spillingarlista Transparency International hefur birt nýjan árlegan lista sinn um spillingu í ríkjum heims. Ísland stendur þar nokkurn veginn í stað á milli ára, skipar 14.-17 sæti listans, en skipaði 13. til 18. sætið á listanum á síðasta ári. 31. janúar 2023 07:36
Salan á Íslandsbanka beri augljós einkenni spillingar „Sala fjármálaráðherra á hlut ríkisins í Íslandsbanka er skólabókardæmi um spillingu, aðstöðubrask, vanhæfni og óheilbrigða menningu ábyrgðarleysis undir forystu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur,“ segir í yfirlýsingu frá stjórn Íslandsdeildar Transparency International. 10. apríl 2022 18:00