Alvotech vígir Frumuna Atli Ísleifsson skrifar 12. febrúar 2025 11:36 Upphaflega hýsti húsnæði Frumunnar við Klettagarða í Sundahöfn rannsóknar- og þróunardeild Alvotech, sem hefur nú flutt í höfuðstöðvar félagsins í Vatnsmýri. Alvotech Alvotech vígir mun í dag vígja Frumuna, nýja miðstöð líftækni á Íslandi. Henni er ætlað að styðja við aukna nýsköpun, rannsóknir, þróun og samvinnu vísindamanna og frumkvöðla í líftækni á Íslandi. Í tilkynningu frá Alvotech kemur fram að upphaflega hafi húsnæði Frumunnar við Klettagarða í Sundahöfn hýst rannsóknar- og þróunardeild Alvotech, sem hafi nú flutt í höfuðstöðvar félagsins í Vatnsmýri. Í húsnæðinu hafi verið komið upp fullkominni aðstöðu fyrir rannsóknarstofu Háskóla Íslands í iðnaðarlíftækni, nýsköpunar- og þróunarsetur Alvotech, Alvotech Akademíuna og fyrsta líftækniklasann hér á landi. Alvotech Haft er eftir Róberti Wessman, stofnanda, stjórnarformanni og forstjóra Alvotech að félagið vilji að Fruman verði lifandi samfélag nemenda, vísindamanna og frumkvöðla, vettvangur þar sem sérfræðingar úr ólíkum áttum geti miðlað þekkingu og lagt grunninn að framtíðarvexti líftækni á Íslandi. „Við bindum miklar vonir við að samfélagið sem þarna myndast geti af sér nýja sprota í líftækniiðnaðinum og efli nýsköpun og þekkingu í greininni hér á landi. Með því að bjóða fram þessa fullkomnu aðstöðu fyrir vísindamenn við Háskóla Íslands og nemendur í Alvotech Akademíunni, stuðlum við einnig að auknu framboði af hæfu starfsfólki í þróun og framleiðslu líftæknilyfja,” segir Róbert. Í tilkynningunni segir að Fruman sé nýjung hér á landi en eigi sér ýmsar erlendar fyrirmyndir. „Í mörgum nágrannalandanna hefur sambærilegri aðstöðu verið komið á fót í nánum tengslum við fyrirtæki í lyfjaiðnaði, líftækni og lífvísindum, með þátttöku rannsóknarháskóla. Alvotech hefur þróað verkefnið í samráði við Háskóla Íslands. Félagið og háskólinn hafa um árabil átt nána samvinnu um námsleið í iðnaðarlíftækni, þar sem Alvotech hefur meðal annars lagt til kennara og tækjabúnað. Alvotech Fruman byggir á fjórum meginstoðum: Rannsóknarstofa í iðnaðarlíftækni. Aðstaða fyrir kennslu nemenda við námsleið Háskóla Íslands í iðnaðarlíftækni, þar sem þeir fá raunhæfa þjálfun í notkun nýjustu tækni og vinnubrögðum. Líftækniklasinn. Ný miðstöð fyrir sprotafyrirtæki í líftækni, sem býðst aðgangur að fullkominni rannsóknaraðstöðu, þekkingu, tengslaneti og handleiðslu sérfræðinga. Byrjað verður að taka við umsóknum um aðstöðu í líftækniklasanum í maí nk. Alvotech Akademían. Skóli þar sem nýir starfsmenn Alvotech stunda fræðilegt nám og fá verklega þjálfun í vinnubrögðum við framleiðslu líftæknilyfja og hliðstæða þeirra. Nýsköpunarsetur Alvotech. Aðstaða fyrir rannsóknir og þróun á nýjum aðferðum, ferlum og tækni til framleiðslu á líftæknilyfjum. Opnunarhátíðin fer fram í húsnæði Frumunnar að Klettagörðum 6, við Sundahöfn og hefst kl. 16:00 miðvikudaginn 12. febrúar. Meðal þeirra sem flytja ávörp við opnunina er Dr. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, Róbert Wessman, stjórnarformaður og forstjóri Alvotech og Joseph McClellan, framkvæmdastjóri rannsókna og þróunar hjá Alvotech,“ segir í tilkynningunni. Alvotech Líftækni Reykjavík Vísindi Alvotech Mest lesið Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Súpan með pappírnum innkölluð Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum Sjá meira
Í tilkynningu frá Alvotech kemur fram að upphaflega hafi húsnæði Frumunnar við Klettagarða í Sundahöfn hýst rannsóknar- og þróunardeild Alvotech, sem hafi nú flutt í höfuðstöðvar félagsins í Vatnsmýri. Í húsnæðinu hafi verið komið upp fullkominni aðstöðu fyrir rannsóknarstofu Háskóla Íslands í iðnaðarlíftækni, nýsköpunar- og þróunarsetur Alvotech, Alvotech Akademíuna og fyrsta líftækniklasann hér á landi. Alvotech Haft er eftir Róberti Wessman, stofnanda, stjórnarformanni og forstjóra Alvotech að félagið vilji að Fruman verði lifandi samfélag nemenda, vísindamanna og frumkvöðla, vettvangur þar sem sérfræðingar úr ólíkum áttum geti miðlað þekkingu og lagt grunninn að framtíðarvexti líftækni á Íslandi. „Við bindum miklar vonir við að samfélagið sem þarna myndast geti af sér nýja sprota í líftækniiðnaðinum og efli nýsköpun og þekkingu í greininni hér á landi. Með því að bjóða fram þessa fullkomnu aðstöðu fyrir vísindamenn við Háskóla Íslands og nemendur í Alvotech Akademíunni, stuðlum við einnig að auknu framboði af hæfu starfsfólki í þróun og framleiðslu líftæknilyfja,” segir Róbert. Í tilkynningunni segir að Fruman sé nýjung hér á landi en eigi sér ýmsar erlendar fyrirmyndir. „Í mörgum nágrannalandanna hefur sambærilegri aðstöðu verið komið á fót í nánum tengslum við fyrirtæki í lyfjaiðnaði, líftækni og lífvísindum, með þátttöku rannsóknarháskóla. Alvotech hefur þróað verkefnið í samráði við Háskóla Íslands. Félagið og háskólinn hafa um árabil átt nána samvinnu um námsleið í iðnaðarlíftækni, þar sem Alvotech hefur meðal annars lagt til kennara og tækjabúnað. Alvotech Fruman byggir á fjórum meginstoðum: Rannsóknarstofa í iðnaðarlíftækni. Aðstaða fyrir kennslu nemenda við námsleið Háskóla Íslands í iðnaðarlíftækni, þar sem þeir fá raunhæfa þjálfun í notkun nýjustu tækni og vinnubrögðum. Líftækniklasinn. Ný miðstöð fyrir sprotafyrirtæki í líftækni, sem býðst aðgangur að fullkominni rannsóknaraðstöðu, þekkingu, tengslaneti og handleiðslu sérfræðinga. Byrjað verður að taka við umsóknum um aðstöðu í líftækniklasanum í maí nk. Alvotech Akademían. Skóli þar sem nýir starfsmenn Alvotech stunda fræðilegt nám og fá verklega þjálfun í vinnubrögðum við framleiðslu líftæknilyfja og hliðstæða þeirra. Nýsköpunarsetur Alvotech. Aðstaða fyrir rannsóknir og þróun á nýjum aðferðum, ferlum og tækni til framleiðslu á líftæknilyfjum. Opnunarhátíðin fer fram í húsnæði Frumunnar að Klettagörðum 6, við Sundahöfn og hefst kl. 16:00 miðvikudaginn 12. febrúar. Meðal þeirra sem flytja ávörp við opnunina er Dr. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, Róbert Wessman, stjórnarformaður og forstjóri Alvotech og Joseph McClellan, framkvæmdastjóri rannsókna og þróunar hjá Alvotech,“ segir í tilkynningunni. Alvotech
Líftækni Reykjavík Vísindi Alvotech Mest lesið Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Súpan með pappírnum innkölluð Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum Sjá meira