Framhaldsskólakennarar funduðu í Karphúsinu í allan dag og það styttist í þeirra verkföla. Þeir vilja jafna laun milli markaða og hafa uppi sambærilegar kröfur og grunn- og framhaldsskólakennarar.
Gos gæti hafist hvenær sem er á Reykjanesi og sérfræðingar Veðurstofunnar eru með augun límd á mælitækjum. Fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofunni lítur þó frá þeim í stundarkorn, kíkir í myndver og fer yfir stöðuna í beinni.
Þá sjáum við magnaðar myndir af krefjandi aðstæðum við lendingar í miklum hliðarvindi á Reykjavíkurflugvelli í dag, förum á hraðstefnumót eldri borgara og verðum í beinni frá danseinvígi.
Í Sportpakkanum verður rætt við nýjan þjálfara Víkings sem stýrir liðinu í sögulegum leik á morgun og í Íslandi í dag kíkir Kristín Ólafsdóttir á bak við tjöldin hjá almannavörnum í rauðri viðvörun.
Þetta og margt fleira í opinni dagskrá á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30