„Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. febrúar 2025 20:06 Hergeir Grímsson var að vonum ánægður með sigur kvöldsins. Vísir/Anton Brink Hergeir Grímsson, leikmaður Hauka, gat andað léttar eftir fjögurra marka sigur liðsins gegn ÍBV í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Haukar höfðu góð tök á leik kvöldsins í fyrri hálfleik og leiddu með fimm mörkum að honum loknum. Í síðari hálfleik fór hins vegar allt í baklás og Eyjamenn fengu hvert tækifærið á fætur öðru til að jafna leikinn. Gestirnir í ÍBV klikkuðu hins vegar ítrekað á þeim færum og Haukar unnu að lokum sterkan fjögurra marka sigur, 28-24. „Þetta var skrautlegur handboltaleikur, allavega að spila hann,“ sagði Hergeir í leikslok. „Það voru mikil læti og barátta, en ég er nú samt bara ánægður með að við höfum náð að rífa okkur aftur í gang og keyra þetta upp eftir að hafa misst frá okkur forskotið. Við spiluðum hörkuvörn og markvarslan kom og ég er rosalega ánægður með þetta. Þetta er rosalega sætur sigur út af mörgu og ég er rosalega glaður, alveg sama hvernig þetta spilaðist.“ Haukar byrjuðu leikinn af miklum krafti og skoruðu fimm mörk á fyrstu sex mínútum leiksins. Liðið skoraði 18 mörk í fyrri hálfleik, en það tók Hauka rétt tæpar 22 mínútur að skora fyrstu fimm mörk liðsins í seinni hálfleik. „Þetta var bara blanda af því að við vorum að klikka á dauðafærum, klikka á vítum og vorum að leka aðeins í vörninni. Svo bara kom þetta, Adam [Haukur Baumruk] kom inn og svo var kannski smá heppnisstimpill yfir þessu líka þegar þetta datt loksins í gang hjá okkur. En fimm mörk á einhverjum tuttugu mínútum er náttúrulega ekki gott.“ Þá segir hann stóra skýrslumálið sem hefur verið í gangi milli þessara liða hafa gefið Haukunum kraft. Fyrir þá sem vita ekki hvað skýrslumálið snýst um þá var Haukum dæmdur 10-0 ósigur gegn ÍBV í 16-liða úrslitum bikarsins eftir að hafa skilað leikskýrslu of seint. „Já auðvitað mótiveraði það okkur og gerir þennan sigur töluvert sætari í ljósi aðstæðna. Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja nema bara að auðvitað mótiveraði þetta okkur. Hvað annað? Við vorum allavega peppaðir fyrir leik, það er alveg ljóst,“ sagði Hergeir að lokum. Olís-deild karla Haukar ÍBV Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Fleiri fréttir Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sjá meira
Haukar höfðu góð tök á leik kvöldsins í fyrri hálfleik og leiddu með fimm mörkum að honum loknum. Í síðari hálfleik fór hins vegar allt í baklás og Eyjamenn fengu hvert tækifærið á fætur öðru til að jafna leikinn. Gestirnir í ÍBV klikkuðu hins vegar ítrekað á þeim færum og Haukar unnu að lokum sterkan fjögurra marka sigur, 28-24. „Þetta var skrautlegur handboltaleikur, allavega að spila hann,“ sagði Hergeir í leikslok. „Það voru mikil læti og barátta, en ég er nú samt bara ánægður með að við höfum náð að rífa okkur aftur í gang og keyra þetta upp eftir að hafa misst frá okkur forskotið. Við spiluðum hörkuvörn og markvarslan kom og ég er rosalega ánægður með þetta. Þetta er rosalega sætur sigur út af mörgu og ég er rosalega glaður, alveg sama hvernig þetta spilaðist.“ Haukar byrjuðu leikinn af miklum krafti og skoruðu fimm mörk á fyrstu sex mínútum leiksins. Liðið skoraði 18 mörk í fyrri hálfleik, en það tók Hauka rétt tæpar 22 mínútur að skora fyrstu fimm mörk liðsins í seinni hálfleik. „Þetta var bara blanda af því að við vorum að klikka á dauðafærum, klikka á vítum og vorum að leka aðeins í vörninni. Svo bara kom þetta, Adam [Haukur Baumruk] kom inn og svo var kannski smá heppnisstimpill yfir þessu líka þegar þetta datt loksins í gang hjá okkur. En fimm mörk á einhverjum tuttugu mínútum er náttúrulega ekki gott.“ Þá segir hann stóra skýrslumálið sem hefur verið í gangi milli þessara liða hafa gefið Haukunum kraft. Fyrir þá sem vita ekki hvað skýrslumálið snýst um þá var Haukum dæmdur 10-0 ósigur gegn ÍBV í 16-liða úrslitum bikarsins eftir að hafa skilað leikskýrslu of seint. „Já auðvitað mótiveraði það okkur og gerir þennan sigur töluvert sætari í ljósi aðstæðna. Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja nema bara að auðvitað mótiveraði þetta okkur. Hvað annað? Við vorum allavega peppaðir fyrir leik, það er alveg ljóst,“ sagði Hergeir að lokum.
Olís-deild karla Haukar ÍBV Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Fleiri fréttir Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sjá meira