„Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. febrúar 2025 20:42 Magnús Stefánsson, þjálfari ÍBV. vísir/Anton Magnús Stefánsson, þjálfari ÍBV, var virkilega ósáttur með sína menn eftir fjögurra marka tap gegn Haukum í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Hann segir að sínir menn hafi verið sjálfum sér verstir. „Ég held að hver einasti maður í húsinu hafi séð það að við vorum sjálfum okkur verstir,“ sagði Magnús í leikslok. „Við vorum algjörlega með þennan leik í hendi okkar, en erum ekki nógu kjarkaðir eða hugaðir til að þora að sækja mörk. Það kemur þarna kafli þegar við erum einum fleiri í seinni hálfleik og náum bara ekki að skora í markið. Við erum slakir. Við erum bara mjög slakir með boltann á lokaaugnablikum, þar sem færið er komið og við þurftum bara að gera betur.“ „Við erum bara slakir og ég er mjög ósáttur. Sérstaklega við þennan seinni hálfleik og sérstaklega er ég ósáttur af því að drengirnir spiluðu frábærlega í leiknum hérna á undan. Það vantaði ekkert nema reka smiðshöggið á allan þennan aragrúa af færum sem við fengum. Ég er mjög svekktur með mína menn því það vantaði ekki upp á færin.“ Þá bætti það ekki skap Magnúsar þegar hann áttaði sig á því að Haukar hafi aðeins skorað fimm mörk á fyrstu 22 mínútum seinni hálfleiks. „Ef þetta er rétt hjá þér að þeir skori bara fimm mörk á 22 mínútum í seinni hálfleik og við lokum ekki leiknum þá sjáum við alveg að vandamálið liggur ekki varnarlega. Það liggur sóknarlega. Ég þarf ábyggilega að líta í eigin barm með það að hafa ekki notað ungu peyjana meira eða eitthvað svoleiðis. En ég bara treysti á mína reynslumeiri menn. Nú þarf ég bara að leggjast yfir þennan leik og skoða á hverju við erum að klikka. Það er alveg pottþétt eitthvað sem ég tek á mig, en svo eru þetta bara hlutir sem við þurfum að í kjölinn á og passa að komi ekki fyrir aftur.“ Engin þreyta eftir maraþonleik Magnús vildi ekki afsaka sína menn neitt þrátt fyrir að liðið hafi spilað maraþonleik um liðna helgi. ÍBV vann þá dramatískan sigur gegn FH í átta liða úrslitup Powerade-bikarsins eftir tvöfalda framlengingu og vítakastkeppni. „Það er engin þreyta. Þeir taka æfingavikur sem eru ábyggilega tíu sinnum erfiðari en þessi handboltaleikur sem fór í framlengingu og það er engin þreyta notuð sem afsökun.“ Hann segir þó að skýrslumálið sem hefur verið í gangi milli Hauka og ÍBV gæti hafa haft áhrif á það hvernig liðin hafi undirbúið sig fyrir leik kvöldsins. Sjálfur sé hann löngu hættur að hugsa um það mál, en Haukarnir gætu hafa nýtt sér það til að gíra sig upp í leikinn. „Alveg pottþétt. Ég hefði gert það nákvæmlega sama og ég hefði verið algjörlega brjálaður ef að dæminu hefði verið snúið við. Það er ekki hægt að fara í neinar grafgötur með það. Auðvitað er þetta ógeðslega svekkjandi fyrir þá, en við erum löngu hættir að hugsa út í þetta. Þetta er auðvitað eitthvað til að mótivera menn fyrir svona rimmu, en mér fannst þetta drengilega leikinn leikur og allt það. En þetta er búið og enginn að pæla í þessu lengur.“ Að lokum segir Magnús að ÍBV þurfi að halda rétt á spilunum í síðustu sex umferðum deildarinnar til að missa ekki af sæti í úrslitakeppninni. Eyjamenn sitja í sjöunda sæti með 16 stig, fjórum stigumfyrir ofan KA sem situr fyrir utan úrslitakeppnissæti. „Alveg klárlega. Nú erum við bara í stigasöfnun og svona frammistaða dugar ekki til að sækja stig neinsstaðar. Það er alveg klárt,“ sagði Magnús að lokum. Olís-deild karla ÍBV Haukar Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fleiri fréttir Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sjá meira
„Ég held að hver einasti maður í húsinu hafi séð það að við vorum sjálfum okkur verstir,“ sagði Magnús í leikslok. „Við vorum algjörlega með þennan leik í hendi okkar, en erum ekki nógu kjarkaðir eða hugaðir til að þora að sækja mörk. Það kemur þarna kafli þegar við erum einum fleiri í seinni hálfleik og náum bara ekki að skora í markið. Við erum slakir. Við erum bara mjög slakir með boltann á lokaaugnablikum, þar sem færið er komið og við þurftum bara að gera betur.“ „Við erum bara slakir og ég er mjög ósáttur. Sérstaklega við þennan seinni hálfleik og sérstaklega er ég ósáttur af því að drengirnir spiluðu frábærlega í leiknum hérna á undan. Það vantaði ekkert nema reka smiðshöggið á allan þennan aragrúa af færum sem við fengum. Ég er mjög svekktur með mína menn því það vantaði ekki upp á færin.“ Þá bætti það ekki skap Magnúsar þegar hann áttaði sig á því að Haukar hafi aðeins skorað fimm mörk á fyrstu 22 mínútum seinni hálfleiks. „Ef þetta er rétt hjá þér að þeir skori bara fimm mörk á 22 mínútum í seinni hálfleik og við lokum ekki leiknum þá sjáum við alveg að vandamálið liggur ekki varnarlega. Það liggur sóknarlega. Ég þarf ábyggilega að líta í eigin barm með það að hafa ekki notað ungu peyjana meira eða eitthvað svoleiðis. En ég bara treysti á mína reynslumeiri menn. Nú þarf ég bara að leggjast yfir þennan leik og skoða á hverju við erum að klikka. Það er alveg pottþétt eitthvað sem ég tek á mig, en svo eru þetta bara hlutir sem við þurfum að í kjölinn á og passa að komi ekki fyrir aftur.“ Engin þreyta eftir maraþonleik Magnús vildi ekki afsaka sína menn neitt þrátt fyrir að liðið hafi spilað maraþonleik um liðna helgi. ÍBV vann þá dramatískan sigur gegn FH í átta liða úrslitup Powerade-bikarsins eftir tvöfalda framlengingu og vítakastkeppni. „Það er engin þreyta. Þeir taka æfingavikur sem eru ábyggilega tíu sinnum erfiðari en þessi handboltaleikur sem fór í framlengingu og það er engin þreyta notuð sem afsökun.“ Hann segir þó að skýrslumálið sem hefur verið í gangi milli Hauka og ÍBV gæti hafa haft áhrif á það hvernig liðin hafi undirbúið sig fyrir leik kvöldsins. Sjálfur sé hann löngu hættur að hugsa um það mál, en Haukarnir gætu hafa nýtt sér það til að gíra sig upp í leikinn. „Alveg pottþétt. Ég hefði gert það nákvæmlega sama og ég hefði verið algjörlega brjálaður ef að dæminu hefði verið snúið við. Það er ekki hægt að fara í neinar grafgötur með það. Auðvitað er þetta ógeðslega svekkjandi fyrir þá, en við erum löngu hættir að hugsa út í þetta. Þetta er auðvitað eitthvað til að mótivera menn fyrir svona rimmu, en mér fannst þetta drengilega leikinn leikur og allt það. En þetta er búið og enginn að pæla í þessu lengur.“ Að lokum segir Magnús að ÍBV þurfi að halda rétt á spilunum í síðustu sex umferðum deildarinnar til að missa ekki af sæti í úrslitakeppninni. Eyjamenn sitja í sjöunda sæti með 16 stig, fjórum stigumfyrir ofan KA sem situr fyrir utan úrslitakeppnissæti. „Alveg klárlega. Nú erum við bara í stigasöfnun og svona frammistaða dugar ekki til að sækja stig neinsstaðar. Það er alveg klárt,“ sagði Magnús að lokum.
Olís-deild karla ÍBV Haukar Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fleiri fréttir Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sjá meira