Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda? Þórkatla Eggerz Tinnudóttir skrifar 13. febrúar 2025 16:02 Eru Reykvíkingar raunverulega blindaðir fyrir eigin forréttindum? Björn Leví, fyrrum þingmaður Pírata með margra ára reynslu skrifaði að umræðan varðandi flugvöllinn sé að hans mati ekki heiðarleg eða sanngjörn. Að einblínt sé aðeins á að í sjúkraflutningum skipti aðeins máli mínúturnar sem tekur að keyra frá Reykjavíkurflugvelli og að spítalanum á Hringbraut en ekki sé rætt um ferðatímann sem á sér stað áður en í vélina er komið. Ég er sammála Birni að því leiti að fjölmiðlar velja að birta fyrirsagnir sem líta þannig út og leiða þannig umræðuna, en hversu mörg samtöl hefur Björn, eða Einar, eða einhver úr borgarstjórn átt við fólk af landsbyggðinni um þessi mál? Því fólk á landsbyggðinni hefur talað um akkúrat þessi mál í langan tíma. Samgöngur og heilbrigðiskerfi Í mörg ár hefur fólk af landsbyggðinni talað um að samgöngur séu í molum, vetrarveður loka sömu bæjarfélögunum ár eftir ár, vegir blæða oftar en nokkru sinni fyrr vegna ódýrra hráefna og sífellt dýrara er að verða fyrir fólka af landsbyggðinni að ferðast til borgarinnar í leit að heilbrigðisþjónustu, menntun eða annarri þjónustu sem er annað hvort af skornum skammti eða ekki til staðar. Í langan tíma hefur landsbyggðin beðið eftir betri samgöngum sem tryggir ferðafrelsi og aðgengi jafnt þeim sem búa í borginni. Það er vandamál númer eitt sem þarf að tækla til að tryggja öryggi fólks af landsbyggðinni. Vandamál númer tvö er heilbrigðisþjónusta á landsbyggðinni. Lyfjaöryggi er ekki raunverulegt í smæstu bæjarfélögum og geðheilbrigðisþjónusta er grín. Í stærri bæjarfélögum eins og Akureyri, Selfossi og Ísafirði eru spítalar að bresta á saumunum vegna skorts á starfsfólki, skipulagi á verkferlum og fjölda sjúklinga, sem enda á því að þurfa að borga þrefaldann kostnað að minnsta kosti miðað við sjúkling frá Reykjavík til að sækja sömu þjónustu. Og það er bara fjárhagskostnaðurinn, ekki er í þeirri tölu tíminn, tap á vinnu og kostnaður við aðstandendur sem gætu þurft að ferðast með. Með því að vinna að þessum tveimur stórvandamálum er hægt að dreifa álaginu á heilbrigðiskerfið og tryggja ferðafrelsi og jafnræði fólks á landsbyggðinni. Því eins og Björn benti á þá skiptir hver mínúta máli. Þennan kafla mega heilbrigðisráðherra og samgönguráðherra taka sem persónulega áskorun til að vinna saman að þessum málum. Hver er alvöru ástæðan? Björn stingur upp á því að öll þessi umræða sé vegna þess að fólk nennir ekki að ferðast í gegnum umferðina í Reykjavík, þrátt fyrir að á hverjum degi keyrir fólk til Reykjavíkur allsstaðar að frá landinu því flugsamgöngur eru nú þegar dýrar, sveiflukenndar og færri komast að en vilja. Þannig nei Björn, fólk af landsbyggðinni höndlar alveg smá umferð. Ástæðan er raunverulega sú að landsbyggðin hefur verið skorin úr samtalinu ítrekað frá borgarakosningunni 2001 um tilfærslu flugvallarins. Aldrei var leitast eftir því hvað landsbyggðin, sem notar flugvöllinn meira en borgarbúar, vildi í þessu máli. Að halda annað er forréttindablinda. Það eru jú forréttindi að búa í borginni, að geta verið í nálægð við bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu sem hægt er að fá á landinu (gæði hennar er annað mál), aðgengi að fleiri möguleikum í menntun, afþreyingu og öryggi. Umræða Björns er lituð af ásökunum í garð landsbyggðarinnar, að það sé henni að kenna að nýji spítalinn sé á Hringbrautinni, þegar ábyrgðin hafi verið hjá ríkisstjórninni og heilbrigðisráðherra þess tíma. Gyllta gæsin Í langan tíma hefur landsbyggðin verið hornsteinn í þremur af stærstu tekjustólpum efnahagskerfisins, landbúnaður sem á að tryggja fæðuöryggi fyrir þjóðina, sjávarútvegurinn sem er ein stærsta starfsgrein á landinu og tryggir þúsundum heimila örugga innkomu, og ferðamannaiðnaðurinn sem hjálpar okkur að vera meira vakandi í sífellu um hvar við þurfum að vernda landið okkar betur og hvernig við getum nýtt landið betur á sjálfbærann hátt. Án þessara greina myndi efnahagskerfið hrynja, og án landsbyggðarinnar væru þessar greinar ómögulegar. En samt er alltaf litið niður á fólk af landsbyggðinni, minna menntuð, bara iðnaðarfólk, ekki jafn siðmenntuð og fína fólkið í borginni. Þetta er hundrað ára gömul sýn sem er enn viðloðandi í íslensku samfélagi í dag. En ekki má gleyma að þetta er 1/3 af þjóðinni, paradís fyrir þá sem horfa með skýrum augum á verðmætin og vinnuna sem hefur farið í að skapa, vernda og nýta hana á réttan hátt. En allt kerfið er hannað til að tryggja að ef þú vilt ná árangri í lífinu þá þarftu að flytja suður til að mennta þig, en eftir útskrift eru launin svo léleg að nýmenntaða fólkið okkar flytur út í leit að betri tækifærum. Það er enginn hvati önnur en heimþrá sem fólk hefur til að flytja aftur heim á landsbyggðina til að vinna, ef það eru tækifæri til þess yfir höfuð. Og heimþrá því miður borgar ekki reikninga. Raunhæfar lausnir Björn nefnir að eina raunverulega lausnin sé að byggja nýjan spítala, annarsstaðar í Reykjavík. Eins og það sé eina töfralausnin sem bjargar öllu. En það er betri lausn til fyrir alla, ekki bara Reykjavík, og hún veltur á ríkisstjórninni (sem mega taka þessu sem áskorun). Sú lausn er afar einföld en í senn flókin, í staðinn fyrir að byggja alltaf meira og meira í Reykjavík og halda áfram að þvinga fólk til að sækja þjónustu þangað, þá væri mun betri lausn að byggja upp það sem er nú þegar til staðar á landsbyggðinni. Byggja upp og efla Sjúkrahúsið á Akureyri sem gæti þá tekið við fleiri sjúklingum af landsbyggðinni, finna hvata fyrir lækna og hjúkrunarfræðinga að vinna á landsbyggðinni, efla heilsugæslur og tryggja lyfjaöryggi í öllum bæjarfélögum með sterkri löggjöf og betri samgöngum, tryggja að menntun á háskólastigi sé fyrir alla Íslendinga, ekki bara þá sem búa í Reykjavík (já Háskóli ,,Íslands‘‘ ég er að horfa til þín) og efla menningu og uppbyggingu á landsbyggðinni, því hún er stappfull af hæfileikaríku og öflugu fólki á öllum sviðum, sem fá ekki sömu tækifæri til að nýta það og Reykvíkingar, bara vegna búsetu sinnar. Með því að færa þessa þjónustu í heimabyggð fólks á landsbyggðinni er hægt að minnka á sama tíma álag á kerfi borgarinnar og dreifa því, því byrði er léttari ef fleiri bera hana. Þetta er langtímaverkefni sem hefði átt að byrja á fyrir löngu, en því fyrr sem er byrjað á þessu, því fyrr getum við fært þennan (blótsorð að eigin vali) flugvöll. Því ég held það sé mjög raunhæft að segja að fólki af landsbyggðinni sé frekar sama um það hvar flugvöllurinn er ef það ógnar ekki frelsi og öryggi þeirra. Leiðinleg umferðin í miðbæinn er það síðasta sem við erum að hugsa um þegar nákominn er í lífshættu. Heiðarleg og sanngjörn umræða frá hverjum? Í stuttu máli er ég sammála Birni að umræðan hafi ekki verið sanngjörn og ekki alltaf heiðarleg, en við erum ekki sammála um það hver hefur ekki verið sanngjarn eða heiðarlegur. Þetta er ekki spurning um hvaða flokka maður kýs eða hvað stjórnmálastefnu maður aðhyllist, þetta er spurning um lífsgæði og jafnrétti. Höfundur er stjórnmálafræðinemi frá Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Eru Reykvíkingar raunverulega blindaðir fyrir eigin forréttindum? Björn Leví, fyrrum þingmaður Pírata með margra ára reynslu skrifaði að umræðan varðandi flugvöllinn sé að hans mati ekki heiðarleg eða sanngjörn. Að einblínt sé aðeins á að í sjúkraflutningum skipti aðeins máli mínúturnar sem tekur að keyra frá Reykjavíkurflugvelli og að spítalanum á Hringbraut en ekki sé rætt um ferðatímann sem á sér stað áður en í vélina er komið. Ég er sammála Birni að því leiti að fjölmiðlar velja að birta fyrirsagnir sem líta þannig út og leiða þannig umræðuna, en hversu mörg samtöl hefur Björn, eða Einar, eða einhver úr borgarstjórn átt við fólk af landsbyggðinni um þessi mál? Því fólk á landsbyggðinni hefur talað um akkúrat þessi mál í langan tíma. Samgöngur og heilbrigðiskerfi Í mörg ár hefur fólk af landsbyggðinni talað um að samgöngur séu í molum, vetrarveður loka sömu bæjarfélögunum ár eftir ár, vegir blæða oftar en nokkru sinni fyrr vegna ódýrra hráefna og sífellt dýrara er að verða fyrir fólka af landsbyggðinni að ferðast til borgarinnar í leit að heilbrigðisþjónustu, menntun eða annarri þjónustu sem er annað hvort af skornum skammti eða ekki til staðar. Í langan tíma hefur landsbyggðin beðið eftir betri samgöngum sem tryggir ferðafrelsi og aðgengi jafnt þeim sem búa í borginni. Það er vandamál númer eitt sem þarf að tækla til að tryggja öryggi fólks af landsbyggðinni. Vandamál númer tvö er heilbrigðisþjónusta á landsbyggðinni. Lyfjaöryggi er ekki raunverulegt í smæstu bæjarfélögum og geðheilbrigðisþjónusta er grín. Í stærri bæjarfélögum eins og Akureyri, Selfossi og Ísafirði eru spítalar að bresta á saumunum vegna skorts á starfsfólki, skipulagi á verkferlum og fjölda sjúklinga, sem enda á því að þurfa að borga þrefaldann kostnað að minnsta kosti miðað við sjúkling frá Reykjavík til að sækja sömu þjónustu. Og það er bara fjárhagskostnaðurinn, ekki er í þeirri tölu tíminn, tap á vinnu og kostnaður við aðstandendur sem gætu þurft að ferðast með. Með því að vinna að þessum tveimur stórvandamálum er hægt að dreifa álaginu á heilbrigðiskerfið og tryggja ferðafrelsi og jafnræði fólks á landsbyggðinni. Því eins og Björn benti á þá skiptir hver mínúta máli. Þennan kafla mega heilbrigðisráðherra og samgönguráðherra taka sem persónulega áskorun til að vinna saman að þessum málum. Hver er alvöru ástæðan? Björn stingur upp á því að öll þessi umræða sé vegna þess að fólk nennir ekki að ferðast í gegnum umferðina í Reykjavík, þrátt fyrir að á hverjum degi keyrir fólk til Reykjavíkur allsstaðar að frá landinu því flugsamgöngur eru nú þegar dýrar, sveiflukenndar og færri komast að en vilja. Þannig nei Björn, fólk af landsbyggðinni höndlar alveg smá umferð. Ástæðan er raunverulega sú að landsbyggðin hefur verið skorin úr samtalinu ítrekað frá borgarakosningunni 2001 um tilfærslu flugvallarins. Aldrei var leitast eftir því hvað landsbyggðin, sem notar flugvöllinn meira en borgarbúar, vildi í þessu máli. Að halda annað er forréttindablinda. Það eru jú forréttindi að búa í borginni, að geta verið í nálægð við bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu sem hægt er að fá á landinu (gæði hennar er annað mál), aðgengi að fleiri möguleikum í menntun, afþreyingu og öryggi. Umræða Björns er lituð af ásökunum í garð landsbyggðarinnar, að það sé henni að kenna að nýji spítalinn sé á Hringbrautinni, þegar ábyrgðin hafi verið hjá ríkisstjórninni og heilbrigðisráðherra þess tíma. Gyllta gæsin Í langan tíma hefur landsbyggðin verið hornsteinn í þremur af stærstu tekjustólpum efnahagskerfisins, landbúnaður sem á að tryggja fæðuöryggi fyrir þjóðina, sjávarútvegurinn sem er ein stærsta starfsgrein á landinu og tryggir þúsundum heimila örugga innkomu, og ferðamannaiðnaðurinn sem hjálpar okkur að vera meira vakandi í sífellu um hvar við þurfum að vernda landið okkar betur og hvernig við getum nýtt landið betur á sjálfbærann hátt. Án þessara greina myndi efnahagskerfið hrynja, og án landsbyggðarinnar væru þessar greinar ómögulegar. En samt er alltaf litið niður á fólk af landsbyggðinni, minna menntuð, bara iðnaðarfólk, ekki jafn siðmenntuð og fína fólkið í borginni. Þetta er hundrað ára gömul sýn sem er enn viðloðandi í íslensku samfélagi í dag. En ekki má gleyma að þetta er 1/3 af þjóðinni, paradís fyrir þá sem horfa með skýrum augum á verðmætin og vinnuna sem hefur farið í að skapa, vernda og nýta hana á réttan hátt. En allt kerfið er hannað til að tryggja að ef þú vilt ná árangri í lífinu þá þarftu að flytja suður til að mennta þig, en eftir útskrift eru launin svo léleg að nýmenntaða fólkið okkar flytur út í leit að betri tækifærum. Það er enginn hvati önnur en heimþrá sem fólk hefur til að flytja aftur heim á landsbyggðina til að vinna, ef það eru tækifæri til þess yfir höfuð. Og heimþrá því miður borgar ekki reikninga. Raunhæfar lausnir Björn nefnir að eina raunverulega lausnin sé að byggja nýjan spítala, annarsstaðar í Reykjavík. Eins og það sé eina töfralausnin sem bjargar öllu. En það er betri lausn til fyrir alla, ekki bara Reykjavík, og hún veltur á ríkisstjórninni (sem mega taka þessu sem áskorun). Sú lausn er afar einföld en í senn flókin, í staðinn fyrir að byggja alltaf meira og meira í Reykjavík og halda áfram að þvinga fólk til að sækja þjónustu þangað, þá væri mun betri lausn að byggja upp það sem er nú þegar til staðar á landsbyggðinni. Byggja upp og efla Sjúkrahúsið á Akureyri sem gæti þá tekið við fleiri sjúklingum af landsbyggðinni, finna hvata fyrir lækna og hjúkrunarfræðinga að vinna á landsbyggðinni, efla heilsugæslur og tryggja lyfjaöryggi í öllum bæjarfélögum með sterkri löggjöf og betri samgöngum, tryggja að menntun á háskólastigi sé fyrir alla Íslendinga, ekki bara þá sem búa í Reykjavík (já Háskóli ,,Íslands‘‘ ég er að horfa til þín) og efla menningu og uppbyggingu á landsbyggðinni, því hún er stappfull af hæfileikaríku og öflugu fólki á öllum sviðum, sem fá ekki sömu tækifæri til að nýta það og Reykvíkingar, bara vegna búsetu sinnar. Með því að færa þessa þjónustu í heimabyggð fólks á landsbyggðinni er hægt að minnka á sama tíma álag á kerfi borgarinnar og dreifa því, því byrði er léttari ef fleiri bera hana. Þetta er langtímaverkefni sem hefði átt að byrja á fyrir löngu, en því fyrr sem er byrjað á þessu, því fyrr getum við fært þennan (blótsorð að eigin vali) flugvöll. Því ég held það sé mjög raunhæft að segja að fólki af landsbyggðinni sé frekar sama um það hvar flugvöllurinn er ef það ógnar ekki frelsi og öryggi þeirra. Leiðinleg umferðin í miðbæinn er það síðasta sem við erum að hugsa um þegar nákominn er í lífshættu. Heiðarleg og sanngjörn umræða frá hverjum? Í stuttu máli er ég sammála Birni að umræðan hafi ekki verið sanngjörn og ekki alltaf heiðarleg, en við erum ekki sammála um það hver hefur ekki verið sanngjarn eða heiðarlegur. Þetta er ekki spurning um hvaða flokka maður kýs eða hvað stjórnmálastefnu maður aðhyllist, þetta er spurning um lífsgæði og jafnrétti. Höfundur er stjórnmálafræðinemi frá Akureyri.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun