Græn borg Auður Elva Kjartansdóttir skrifar 13. febrúar 2025 19:03 Þrjú stór tré við heimilið eða dvalarstað, þrjátíu prósent laufþekja í hverju hverfi og aldrei meira en þrjú hundruð metrar í næsta græna svæði. 3-30-300 þumalputtareglan gæti verið uppskrift að betra borgarumhverfi. Það var bæði gleðilegt og eilítið sorglegt að lesa nýja skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar um trjágróður og grænar lausnir í þéttbýli. Mikilvægi trjágróðurs í þéttbýli og gagnsemi hans er vel þekkt og rannsakað. Tré veita verðmæta vistkerfisþjónustu, styðja lífríkið og hafa afar jákvæð áhrif á lýðheilsu. Rannsóknir hafa sýnt að tré draga úr loftmengun, bæta andlega líðan, draga úr streitu og geta jafnvel tengst lægri tíðni hjarta- og æðasjúkdóma. Á sama tíma er dapurlegt að sjá hve langt við Íslendingar erum á eftir frændþjóðum okkar. Þrátt fyrir að aðstæður til trjáræktar hér á landi séu ágætar, stöndum við langt að baki Færeyingum, hvað þá öðrum Norðurlandaþjóðum, ef Grænlendingar eru undanskildir. Á Íslandi eru mun færri tré og aðgangur að grænum svæðum lakari en annars staðar á Norðurlöndum. Aðeins 40% íslenskra bygginga uppfylla viðmiðið um að hægt sé að sjá þrjú stór tré frá þeim, á meðan hlutfallið er á bilinu 70–97% í hinum Norðurlöndunum. Laufþekjan í íslensku þéttbýli er líka hverfandi lítil: aðeins 4% íslenskra bygginga eru í hverfum þar sem laufþekjan nær 30%, samanborið við 92% í Finnlandi, 80% í Svíþjóð og 19% í Færeyjum. Að sama skapi þurfa Íslendingar að jafnaði að fara 328 metra til að komast á vandað grænt útivistarsvæði, á meðan vegalengdin er einungis 23 metrar í Finnlandi, 27 metrar í Svíþjóð og 61 metri í Danmörku. Hér er tækifæri til að gera mikilvægar úrbætur. Skýrslan setur fram fjölmargar gagnlegar tillögur. Til dæmis þarf að tryggja að trjágróður og græn svæði víki ekki fyrir þéttingu byggðar. Í nýbyggingum ætti að vera fullnægjandi laufþekja og gott aðgengi að grænum svæðum. Einnig er brýnt að varðveita og hlúa að þeim trjám sem fyrir eru í borgarlandslaginu, sérstaklega eldri trjám, enda veita þau mun meiri vistkerfisþjónustu en smærri tré. Kannski eru þó mikilvægustu tilmælin þau sem snúa að skipulagi og framtíðarsýn – að „flétta trjáræktarstefnu inn í almenna skipulags- og þróunarstefnu í þéttbýli.“ Þetta er markmið sem allt áhugafólk um skógrækt, umhverfismál, lýðheilsu og gott borgarlíf ætti að geta sameinast um. Trjáræktarstefna ætti að vera lykilþáttur í skipulagi og uppbyggingu þéttbýlissvæða – svo að daglegt umhverfi okkar snúist ekki einungis um steypu heldur einnig gróður og gleði. Það líður öllum betur í grónu umhverfi. Höfundur er framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skógrækt og landgræðsla Umhverfismál Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Þrjú stór tré við heimilið eða dvalarstað, þrjátíu prósent laufþekja í hverju hverfi og aldrei meira en þrjú hundruð metrar í næsta græna svæði. 3-30-300 þumalputtareglan gæti verið uppskrift að betra borgarumhverfi. Það var bæði gleðilegt og eilítið sorglegt að lesa nýja skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar um trjágróður og grænar lausnir í þéttbýli. Mikilvægi trjágróðurs í þéttbýli og gagnsemi hans er vel þekkt og rannsakað. Tré veita verðmæta vistkerfisþjónustu, styðja lífríkið og hafa afar jákvæð áhrif á lýðheilsu. Rannsóknir hafa sýnt að tré draga úr loftmengun, bæta andlega líðan, draga úr streitu og geta jafnvel tengst lægri tíðni hjarta- og æðasjúkdóma. Á sama tíma er dapurlegt að sjá hve langt við Íslendingar erum á eftir frændþjóðum okkar. Þrátt fyrir að aðstæður til trjáræktar hér á landi séu ágætar, stöndum við langt að baki Færeyingum, hvað þá öðrum Norðurlandaþjóðum, ef Grænlendingar eru undanskildir. Á Íslandi eru mun færri tré og aðgangur að grænum svæðum lakari en annars staðar á Norðurlöndum. Aðeins 40% íslenskra bygginga uppfylla viðmiðið um að hægt sé að sjá þrjú stór tré frá þeim, á meðan hlutfallið er á bilinu 70–97% í hinum Norðurlöndunum. Laufþekjan í íslensku þéttbýli er líka hverfandi lítil: aðeins 4% íslenskra bygginga eru í hverfum þar sem laufþekjan nær 30%, samanborið við 92% í Finnlandi, 80% í Svíþjóð og 19% í Færeyjum. Að sama skapi þurfa Íslendingar að jafnaði að fara 328 metra til að komast á vandað grænt útivistarsvæði, á meðan vegalengdin er einungis 23 metrar í Finnlandi, 27 metrar í Svíþjóð og 61 metri í Danmörku. Hér er tækifæri til að gera mikilvægar úrbætur. Skýrslan setur fram fjölmargar gagnlegar tillögur. Til dæmis þarf að tryggja að trjágróður og græn svæði víki ekki fyrir þéttingu byggðar. Í nýbyggingum ætti að vera fullnægjandi laufþekja og gott aðgengi að grænum svæðum. Einnig er brýnt að varðveita og hlúa að þeim trjám sem fyrir eru í borgarlandslaginu, sérstaklega eldri trjám, enda veita þau mun meiri vistkerfisþjónustu en smærri tré. Kannski eru þó mikilvægustu tilmælin þau sem snúa að skipulagi og framtíðarsýn – að „flétta trjáræktarstefnu inn í almenna skipulags- og þróunarstefnu í þéttbýli.“ Þetta er markmið sem allt áhugafólk um skógrækt, umhverfismál, lýðheilsu og gott borgarlíf ætti að geta sameinast um. Trjáræktarstefna ætti að vera lykilþáttur í skipulagi og uppbyggingu þéttbýlissvæða – svo að daglegt umhverfi okkar snúist ekki einungis um steypu heldur einnig gróður og gleði. Það líður öllum betur í grónu umhverfi. Höfundur er framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar