Handbolti

Framarar á toppinn eftir sigur á Akur­eyri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Reynir Þór Stefánsson skoraði níu mörk í KA-húsinu í kvöld.
Reynir Þór Stefánsson skoraði níu mörk í KA-húsinu í kvöld. Vísir/Anton Brink

Framarar eru komnir á toppinn í Olís deild karla í handbolta eftir sigur á KA fyrir norðan. Afturelding og Stjarnan unnu líka leiki sína í kvöld.

Framliðið vann KA 37-34 eftir að hafa verið 18-16 yfir í hálfleik. Þetta var fimmti deildarsigur Fram í röð og þeir eru nú með eins stigs forskot á Aftureldingu sem vann einnig í kvöld.

FH-ingar voru á toppnum fyrir umferðina og geta náð toppsætinu aftur með sigri í sínum leik.

Reynir Þór Stefánsson skoraði níu mörk fyrir Fram í kvöld og Rúnar Kárason var með átta mörk. Marel Baldvinsson og Tryggvi Garðar Jónsson skoruðu síðan báðir fjögur mörk.

Einar Rafn Eiðsson skoraði 12 mörk fyrir KA og Patrekur Stefánsson var með átta mörk. . Dagur Árni Heimisson skoraði sex mörk.

Afturelding vann 35-31 sigur á HK eftir að HK-ingar voru marki yfir í hálfleik, 18-17.

Birgir Steinn Jónsson skoraði níu mörk fyrir Mosfellinga, Ihor Kopyshynskyi var með átta mörk og Blær Hinriksson skoraði sjö mörk. Þeir Hjörtur Ingi Halldórsson, Leó Snær Pétursson og Sigurður Jefferson Guarino skoruðu öll sex mörk fyrir HK.

Stjarnan vann eins marks sigur á Gróttu á Seltjarnarnesi, 29-28. Ísak Logi Einarsson skoraði sigurmarkið í lokin.

Jóel Bernburg var markahæstur hjá Stjörnunni með sjö mörk en Sveinn Andri Sveinsson skoraði sex mörk. Ísak Logi var þarna að skora sitt fjórða mark. Jón Ómar Gíslason var markahæstur hjá Gróttu með átta mörk en Jakob Ingi Stefánsson skoraði sjö mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×