Matvælastofnun - dýravernd verði rutt úr stofnuninni - strax Árni Stefán Árnason skrifar 14. febrúar 2025 07:31 Fluggreint blaðamannateymi visir.is og Stöðvar 2 hikar ekki við að fletta ofan af illri meðferð dýra. Ömurleg frétt miðilsins í dag er gott dæmi um það. Fyrir rúmum áratug mótmælti ég því í greinargerð til atvinnuveganefndar Alþingis að eftirlit með dýravernd yrði komið fyrir hjá Matvælastofnun. Á það var ekkert hlustað en þá hafði ég lokið 18 mánaða, gríðarlegri vinnu, við rannsóknir á íslenskri dýravernd frá upphafi lagasetningar í þeim efnum. Niðurstaða þeirra rannsóknar, sem birtist í meistararitgerð í lögfræði um dýravernd var að Matvælastofnun og aðrar opinberar stofnanir á undan henni með dýravernd á sinni könnu væru ekki hæfar til að sinna þessu eftirlit. Til skammar er fyrir land og þjóð hvernig íslenskir dýralæknar á vegum eftirlitsstofnana hafa hagað sér í áratugi en ástæðan er einföld, hún er hagsmunatengd og verður ekki rakin hér að öðru leyti en hægt að að lesa um þá rökstuddu niðurstöðu í umræddri ritgerð, Hin leynda þjáning búfjár á Íslandi, um réttaráhrif og framkvæmd dýraverndarlaga frá upphafi lagasetningar í þeim efnum. Síðan þá hefur það verið marg, marg, marg staðfest að forstjórar MAST og yfirdýralæknar eru ekki starfi sínu vaxnir í dýravernd þó einn þeirra hafi verið verðlaunaður á Bessastöðum fyrir framlag sitt til dýraverndar, sem ég held fram og get rökstutt að ekkert hafi verið í samanburði við marga aðra. - En siðspillingin í pólitík rystir djúpt og alla leið á forsetasetrið og um allar kopagrundir íslenskra stofnana. Þá er ég skrifaði umrædda ritgerð fullyrti ég tvennt og rökstuddi: Að sú svívirðilega framkoma þingsins að svipta almenna borgara kærurétti vegna meints dýraníðs væri árás á stjórnarskrárvarið tjáningarfrelsið. Brýnt væri að koma opinberri dýravernd fyrir hjá sjálfstæðum aðila, ótengdan ríkinu. Á hvorugt var hlustað og ég reikna ekki með að nú verði hlustað frekar en áður. Niðurstaða Við eru með allt niður um okkur í dýravernd og erum til háborinnar skammar á evrópskan mælikvarða. Eða eins og ég sagði í annari skoðun fyrir einhverjum misserum og stend við í dag: við erum Evrópumeistarar í dýraníði Og hvernig get ég fullyrt það? Blóðmeramálið, hvalamálið og fullt, fullt, fullt af öðrum málum eru vitnisburður um það. - Og ríkisstjórnin þegir! Einkum og sér í lagi sætir það undrun að háværasti lúður dýraverndar á síðustu kjörtímabilum, Inga Sæland, nú ráðherra, minntis ekki orði á dýravernd við kynningu á nýjum stjórnarsáttmála. Líklega fallin í sömu gryfju og aðrir populistar, vill ekki verða óvinsæl, því gagnrýni á dýravernd er til þess fallin að skapa óvinsældir, það veit best sá, sem þetta ritar en er skítsama um. Þannig hætti t.d. fyrrum íslensk alheimsfegurðardrotting afskiptum af dýravernd og er farin að mæla opinberlega með kjötáti, kjöti af þjáðum dýrum. Takk fyrir lesturinn. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Árnason Dýraheilbrigði Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skoðun Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Sjá meira
Fluggreint blaðamannateymi visir.is og Stöðvar 2 hikar ekki við að fletta ofan af illri meðferð dýra. Ömurleg frétt miðilsins í dag er gott dæmi um það. Fyrir rúmum áratug mótmælti ég því í greinargerð til atvinnuveganefndar Alþingis að eftirlit með dýravernd yrði komið fyrir hjá Matvælastofnun. Á það var ekkert hlustað en þá hafði ég lokið 18 mánaða, gríðarlegri vinnu, við rannsóknir á íslenskri dýravernd frá upphafi lagasetningar í þeim efnum. Niðurstaða þeirra rannsóknar, sem birtist í meistararitgerð í lögfræði um dýravernd var að Matvælastofnun og aðrar opinberar stofnanir á undan henni með dýravernd á sinni könnu væru ekki hæfar til að sinna þessu eftirlit. Til skammar er fyrir land og þjóð hvernig íslenskir dýralæknar á vegum eftirlitsstofnana hafa hagað sér í áratugi en ástæðan er einföld, hún er hagsmunatengd og verður ekki rakin hér að öðru leyti en hægt að að lesa um þá rökstuddu niðurstöðu í umræddri ritgerð, Hin leynda þjáning búfjár á Íslandi, um réttaráhrif og framkvæmd dýraverndarlaga frá upphafi lagasetningar í þeim efnum. Síðan þá hefur það verið marg, marg, marg staðfest að forstjórar MAST og yfirdýralæknar eru ekki starfi sínu vaxnir í dýravernd þó einn þeirra hafi verið verðlaunaður á Bessastöðum fyrir framlag sitt til dýraverndar, sem ég held fram og get rökstutt að ekkert hafi verið í samanburði við marga aðra. - En siðspillingin í pólitík rystir djúpt og alla leið á forsetasetrið og um allar kopagrundir íslenskra stofnana. Þá er ég skrifaði umrædda ritgerð fullyrti ég tvennt og rökstuddi: Að sú svívirðilega framkoma þingsins að svipta almenna borgara kærurétti vegna meints dýraníðs væri árás á stjórnarskrárvarið tjáningarfrelsið. Brýnt væri að koma opinberri dýravernd fyrir hjá sjálfstæðum aðila, ótengdan ríkinu. Á hvorugt var hlustað og ég reikna ekki með að nú verði hlustað frekar en áður. Niðurstaða Við eru með allt niður um okkur í dýravernd og erum til háborinnar skammar á evrópskan mælikvarða. Eða eins og ég sagði í annari skoðun fyrir einhverjum misserum og stend við í dag: við erum Evrópumeistarar í dýraníði Og hvernig get ég fullyrt það? Blóðmeramálið, hvalamálið og fullt, fullt, fullt af öðrum málum eru vitnisburður um það. - Og ríkisstjórnin þegir! Einkum og sér í lagi sætir það undrun að háværasti lúður dýraverndar á síðustu kjörtímabilum, Inga Sæland, nú ráðherra, minntis ekki orði á dýravernd við kynningu á nýjum stjórnarsáttmála. Líklega fallin í sömu gryfju og aðrir populistar, vill ekki verða óvinsæl, því gagnrýni á dýravernd er til þess fallin að skapa óvinsældir, það veit best sá, sem þetta ritar en er skítsama um. Þannig hætti t.d. fyrrum íslensk alheimsfegurðardrotting afskiptum af dýravernd og er farin að mæla opinberlega með kjötáti, kjöti af þjáðum dýrum. Takk fyrir lesturinn. Höfundur er lögfræðingur.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar