„Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 14. febrúar 2025 10:49 Steinunn Ása tekur þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins. vísir/vilhelm Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, sjónvarpskona úr þáttunum Með okkar augum hefur lengi barist fyrir réttindum fólks með fötlun. Árið 2022 sagði hún frá því ofbeldi og misrétti sem hún var beitt og nú tekur hún þátt í söngvakeppninni og hvetur fólk í sömu stöðu til að rísa upp og segja frá. Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, sjónvarpskona úr þáttunum Með okkar augum hefur lengi barist fyrir réttindum fólks með fötlun. Árið 2022 sagði hún frá því ofbeldi og misrétti sem hún var beitt og nú tekur hún þátt í söngvakeppninni og hvetur fólk í sömu stöðu til að rísa upp og segja frá. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í gærmorgun. „Þetta er svolítið merkileg saga, hún er falleg en hún er líka ljót, líka erfið,“ segir Steinunn Ása um sögu sína. Hugmyndin að laginu Rísum upp hafi kviknað þegar hún sá hvað það breytti miklu fyrir hana að segja frá. Hvetur fólk til að segja frá „Um 70 prósent fatlaðra kvenna verða fyrir ofbeldi, og ég hugsaði hvernig getum við bjargað þeim, hvernig er hægt að hugga þær og segja þeim að þær eru ekki einar í þessu,“ segir Steinunn Ása. Hún fékk því þá hugmynd að semja lag og texta og taka þátt í söngvakeppni RÚV til að koma boðskapnum sem víðast að og hvetja fólk til að segja frá ofbeldi. Það þurfi að hlusta á fólk með fötlun og taka mark á því og sýna því virðingu. „Við þurfum að vanda okkur betur og gera miklu betur en við höfum gert í þessum málefnum.“ Steinunn Ása hafði því samband við Valgeir Magnússon og Heiðar Örn Kristjánsson, laga- og textahöfunda sem voru til í að taka þátt í verkefninu. Textinn spratt svo upp úr djúpu samtali við Láru Ómarsdóttur og saman varð til lagið Rísum upp. Vildi fá einhvern annan til að flytja lagið Steinunn Ása segir að þótt undirtónninn sé alvarlegur í laginu þá var mikilvægt fyrir hana að hann væri hvetjandi og jákvæður því saman séu þau sterk. „Þetta er fallegur boðskapur þótt tónninn undir niðri sé mjög djúpur og alvarlegur og það er alltaf hægt að finna sjálfstyrkinguna í honum.“ Flytjandi lagsins er Bára Katrín en fyrst stóð til að Steinunn Ása myndi sjálf flytja lagið. „Ég átti að vera alveg í frontinum en ég fann það á mér að það væri of mikil fórn fyrir mig og ég væri ekki alveg tilbúin í þetta. Þetta yrði svo stærra svo ég vildi bara fá einhvern annan fyrir mig og ég er ofsalega sátt með þetta,“ segir hún. Hægt er að hlusta á lagið hér en lagið er eitt þeirra fimm sem keppa á laugardag um sæti í lokakeppni söngvakeppninnar. Eurovision Bylgjan Tónlist Tengdar fréttir Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Ríkisútvarpið hefur svipt hulunni af þeim tíu keppendum sem munu koma til með að stíga á svið í Söngvakeppninni 2025. Meðal þeirra eru Dagur Sig, Stebbi JAK, VÆB og Bjarni Ara. 17. janúar 2025 20:11 Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Tinna Óðins einn keppanda í Söngvakeppninni segist fyrst og fremst ætla að skemmta fólki þegar hún stígur á svið með lag sitt Þrá næstu helgi. Hún segir að við sviðsetningu lagsins verði ýmislegt sem ekki hefur sést áður í keppninni. Tinna segir lag sitt allt öðruvísi en bandarískt popplag sem líkt hefur verið við lagið. 11. febrúar 2025 07:04 Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Fleiri fréttir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Sjá meira
Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, sjónvarpskona úr þáttunum Með okkar augum hefur lengi barist fyrir réttindum fólks með fötlun. Árið 2022 sagði hún frá því ofbeldi og misrétti sem hún var beitt og nú tekur hún þátt í söngvakeppninni og hvetur fólk í sömu stöðu til að rísa upp og segja frá. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í gærmorgun. „Þetta er svolítið merkileg saga, hún er falleg en hún er líka ljót, líka erfið,“ segir Steinunn Ása um sögu sína. Hugmyndin að laginu Rísum upp hafi kviknað þegar hún sá hvað það breytti miklu fyrir hana að segja frá. Hvetur fólk til að segja frá „Um 70 prósent fatlaðra kvenna verða fyrir ofbeldi, og ég hugsaði hvernig getum við bjargað þeim, hvernig er hægt að hugga þær og segja þeim að þær eru ekki einar í þessu,“ segir Steinunn Ása. Hún fékk því þá hugmynd að semja lag og texta og taka þátt í söngvakeppni RÚV til að koma boðskapnum sem víðast að og hvetja fólk til að segja frá ofbeldi. Það þurfi að hlusta á fólk með fötlun og taka mark á því og sýna því virðingu. „Við þurfum að vanda okkur betur og gera miklu betur en við höfum gert í þessum málefnum.“ Steinunn Ása hafði því samband við Valgeir Magnússon og Heiðar Örn Kristjánsson, laga- og textahöfunda sem voru til í að taka þátt í verkefninu. Textinn spratt svo upp úr djúpu samtali við Láru Ómarsdóttur og saman varð til lagið Rísum upp. Vildi fá einhvern annan til að flytja lagið Steinunn Ása segir að þótt undirtónninn sé alvarlegur í laginu þá var mikilvægt fyrir hana að hann væri hvetjandi og jákvæður því saman séu þau sterk. „Þetta er fallegur boðskapur þótt tónninn undir niðri sé mjög djúpur og alvarlegur og það er alltaf hægt að finna sjálfstyrkinguna í honum.“ Flytjandi lagsins er Bára Katrín en fyrst stóð til að Steinunn Ása myndi sjálf flytja lagið. „Ég átti að vera alveg í frontinum en ég fann það á mér að það væri of mikil fórn fyrir mig og ég væri ekki alveg tilbúin í þetta. Þetta yrði svo stærra svo ég vildi bara fá einhvern annan fyrir mig og ég er ofsalega sátt með þetta,“ segir hún. Hægt er að hlusta á lagið hér en lagið er eitt þeirra fimm sem keppa á laugardag um sæti í lokakeppni söngvakeppninnar.
Eurovision Bylgjan Tónlist Tengdar fréttir Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Ríkisútvarpið hefur svipt hulunni af þeim tíu keppendum sem munu koma til með að stíga á svið í Söngvakeppninni 2025. Meðal þeirra eru Dagur Sig, Stebbi JAK, VÆB og Bjarni Ara. 17. janúar 2025 20:11 Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Tinna Óðins einn keppanda í Söngvakeppninni segist fyrst og fremst ætla að skemmta fólki þegar hún stígur á svið með lag sitt Þrá næstu helgi. Hún segir að við sviðsetningu lagsins verði ýmislegt sem ekki hefur sést áður í keppninni. Tinna segir lag sitt allt öðruvísi en bandarískt popplag sem líkt hefur verið við lagið. 11. febrúar 2025 07:04 Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Fleiri fréttir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Sjá meira
Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Ríkisútvarpið hefur svipt hulunni af þeim tíu keppendum sem munu koma til með að stíga á svið í Söngvakeppninni 2025. Meðal þeirra eru Dagur Sig, Stebbi JAK, VÆB og Bjarni Ara. 17. janúar 2025 20:11
Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Tinna Óðins einn keppanda í Söngvakeppninni segist fyrst og fremst ætla að skemmta fólki þegar hún stígur á svið með lag sitt Þrá næstu helgi. Hún segir að við sviðsetningu lagsins verði ýmislegt sem ekki hefur sést áður í keppninni. Tinna segir lag sitt allt öðruvísi en bandarískt popplag sem líkt hefur verið við lagið. 11. febrúar 2025 07:04