Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar 14. febrúar 2025 11:31 Fyrirheit nýrrar ríkisstjórnar um umbætur í málefnum fatlaðs fólks eru fagnaðarefni. Nú er þingið komið af stað, þingmálaskrá hefur verið opinberuð og allt að komast á skrið hjá stjórnvöldum og erum við hjá ÖBÍ réttindasamtökum tilbúin til samráðs og samstarfs til þess að koma á nauðsynlegum umbótum. Við fögnum því sérstaklega að til standi að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks strax í vor, enda verður það gríðarleg réttarbót fyrir fatlað fólk allt hér á landi. Þá vekja áform um að útrýma kjaragliðnun, og að hætta að fella niður aldursviðbót við ellilífeyrisaldur, ánægju svo örfá dæmi séu tekin. ÖBÍ réttindasamtök telja að sjálfsögðu brýnt að í þessum málum sé öðrum sé hlustað á raddir fatlaðs fólks. Ekkert um okkur án okkar. Stóra breytingin Síðasta ár var þýðingarmikið og ber þar auðvitað sérstaklega að nefna bæði samþykkt stofnun Mannréttindastofnunar Íslands og Landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks, en stóra breytan er svo grundvallarbreytingin sem samþykkt var að gera á almannatryggingakerfinu. Þessi kerfisbreyting á að taka gildi í september og ef rétt er haldið á spilunum á hún að liðka fyrir bættri atvinnuþátttöku fatlaðs fólks og aðgengi að vinnumarkaði. Við erum búin að vera á fleygiferð hingað og þangað um landið til að hitta atvinnurekendur og plægja jarðveginn svo atvinnulífið sé sem best í stakk búið til þess að taka á móti fötluðu fólki inn á vinnumarkaðinn. Við erum þar meðal annars búin að kynna Unndísi, verkefni sem við aðlöguðum að fyrirmynd frá Sameinuðu þjóðunum, og er leiðarvísir til að styðja við inngildingu á vinnustað. Eins og með allar stórar kerfisbreytingar geta þarna leynst vankantar sem erfitt er að koma auga á áður en þetta kemur til framkvæmda. Því er brýnt að ráðist verði í forprófanir á samþættu sérfræðimati og kerfinu í heild og hlökkum við til samráðs og samtals við bæði TR og nýjan ráðherra félags- og húsnæðismála um það verkefni. Rétturinn til mannsæmandi lífs Það eru sjálfsögð mannréttindi að fatlað fólk fái tækifæri til atvinnu og það eru sömuleiðis mannréttindi að fatlað fólk geti lifað lífinu með reisn þótt það sé utan vinnumarkaðar. ÖBÍ réttindasamtök munu áfram tala fyrir því að lífeyrir sé hækkaður svo hann dugi fólki til mannsæmandi lífs og ÖBÍ mun áfram tala fyrir því að bæði einkageirinn og hinn opinberi gefi fötluðu fólki tækifæri til atvinnu. Það er nefnilega nauðsynlegt að ríkið setji gott fordæmi. Viðfangsefni nýs félags- og húsnæðismálaráðherra í þessu samhengi eru umfangsmikil og var því ánægjulegt að ráðherra hafi heimsótt Mannréttindahúsið til að funda með ÖBÍ strax á fyrstu vikum sínum í ráðuneytinu. Fjölbreytt verkefni Viðfangsefni nýrrar ríkisstjórnar og nýs Alþingis hvað við kemur fötluðu fólki eru auðvitað fleiri en einungis kjör, atvinnuþátttaka og almannatryggingar. Ný ríkisstjórn þarf að tryggja mannsæmandi lífsskilyrði fyrir fatlað fólk í víðu samhengi. Þörf er á metnaðarfullum áætlunum í húsnæðismálum fatlaðs fólks, tryggja þarf aðgengi í víðum skilningi, hvort sem það er stafrænt eða líkamlegt, að þjónustu eða stöðum, og svo þurfum við að taka betur utan um fötluð börn. Skertir möguleikar fatlaðra barna til þátttöku í samfélaginu eru óásættanlegir, hvort sem það er vegna ónógs aðgengis að greiningum, hjálpartækjum, NPA-þjónustu eða öðrum þjónustuúrræðum. Við hjá ÖBÍ réttindasamtökum hlökkum til að eiga samtal, samráð og samstarf við nýjan ráðherra um þessi mál og fleiri næstu fjögur árin. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Ýr Ingólfsdóttir Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Fyrirheit nýrrar ríkisstjórnar um umbætur í málefnum fatlaðs fólks eru fagnaðarefni. Nú er þingið komið af stað, þingmálaskrá hefur verið opinberuð og allt að komast á skrið hjá stjórnvöldum og erum við hjá ÖBÍ réttindasamtökum tilbúin til samráðs og samstarfs til þess að koma á nauðsynlegum umbótum. Við fögnum því sérstaklega að til standi að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks strax í vor, enda verður það gríðarleg réttarbót fyrir fatlað fólk allt hér á landi. Þá vekja áform um að útrýma kjaragliðnun, og að hætta að fella niður aldursviðbót við ellilífeyrisaldur, ánægju svo örfá dæmi séu tekin. ÖBÍ réttindasamtök telja að sjálfsögðu brýnt að í þessum málum sé öðrum sé hlustað á raddir fatlaðs fólks. Ekkert um okkur án okkar. Stóra breytingin Síðasta ár var þýðingarmikið og ber þar auðvitað sérstaklega að nefna bæði samþykkt stofnun Mannréttindastofnunar Íslands og Landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks, en stóra breytan er svo grundvallarbreytingin sem samþykkt var að gera á almannatryggingakerfinu. Þessi kerfisbreyting á að taka gildi í september og ef rétt er haldið á spilunum á hún að liðka fyrir bættri atvinnuþátttöku fatlaðs fólks og aðgengi að vinnumarkaði. Við erum búin að vera á fleygiferð hingað og þangað um landið til að hitta atvinnurekendur og plægja jarðveginn svo atvinnulífið sé sem best í stakk búið til þess að taka á móti fötluðu fólki inn á vinnumarkaðinn. Við erum þar meðal annars búin að kynna Unndísi, verkefni sem við aðlöguðum að fyrirmynd frá Sameinuðu þjóðunum, og er leiðarvísir til að styðja við inngildingu á vinnustað. Eins og með allar stórar kerfisbreytingar geta þarna leynst vankantar sem erfitt er að koma auga á áður en þetta kemur til framkvæmda. Því er brýnt að ráðist verði í forprófanir á samþættu sérfræðimati og kerfinu í heild og hlökkum við til samráðs og samtals við bæði TR og nýjan ráðherra félags- og húsnæðismála um það verkefni. Rétturinn til mannsæmandi lífs Það eru sjálfsögð mannréttindi að fatlað fólk fái tækifæri til atvinnu og það eru sömuleiðis mannréttindi að fatlað fólk geti lifað lífinu með reisn þótt það sé utan vinnumarkaðar. ÖBÍ réttindasamtök munu áfram tala fyrir því að lífeyrir sé hækkaður svo hann dugi fólki til mannsæmandi lífs og ÖBÍ mun áfram tala fyrir því að bæði einkageirinn og hinn opinberi gefi fötluðu fólki tækifæri til atvinnu. Það er nefnilega nauðsynlegt að ríkið setji gott fordæmi. Viðfangsefni nýs félags- og húsnæðismálaráðherra í þessu samhengi eru umfangsmikil og var því ánægjulegt að ráðherra hafi heimsótt Mannréttindahúsið til að funda með ÖBÍ strax á fyrstu vikum sínum í ráðuneytinu. Fjölbreytt verkefni Viðfangsefni nýrrar ríkisstjórnar og nýs Alþingis hvað við kemur fötluðu fólki eru auðvitað fleiri en einungis kjör, atvinnuþátttaka og almannatryggingar. Ný ríkisstjórn þarf að tryggja mannsæmandi lífsskilyrði fyrir fatlað fólk í víðu samhengi. Þörf er á metnaðarfullum áætlunum í húsnæðismálum fatlaðs fólks, tryggja þarf aðgengi í víðum skilningi, hvort sem það er stafrænt eða líkamlegt, að þjónustu eða stöðum, og svo þurfum við að taka betur utan um fötluð börn. Skertir möguleikar fatlaðra barna til þátttöku í samfélaginu eru óásættanlegir, hvort sem það er vegna ónógs aðgengis að greiningum, hjálpartækjum, NPA-þjónustu eða öðrum þjónustuúrræðum. Við hjá ÖBÍ réttindasamtökum hlökkum til að eiga samtal, samráð og samstarf við nýjan ráðherra um þessi mál og fleiri næstu fjögur árin. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun