Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2025 23:31 Danir ætlar að bregðast við af alvöru til að koma í veg fyrir það að ungir fótobltakrakkar fái ekki frið frá umboðsmönnum eða öðrum félögum. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty/EYE4image Danir vilja taka hart á því þegar félög reyna að ná í ungt knattspyrnufólk úr öðrum félögum. Ungt og efnilegt fótboltafólk er eftirsótt og ekki síst hjá stærri félögum sem sækja í krakka í grasrótarfélögum á þeirra svæði. Væntingar eru til þess að það verði til regluverk hjá danska sambandinu sem kemur í veg fyrir ólögleg félagsskipti krakka átján ára og yngri. Markmiðið er að verja þessa efnilegu fótboltakrakka fyrir ágengi frá umboðsmönnum og öðrum félögum. TV2 í Danmörku segir frá. Danska knattspyrnusambandið hefur sett saman nýja reglugerð sem tekur á fótboltakrakkaveiðum í Danmörku. Uppeldisbætur og sölur á leikmönnum eru að búa til mikla peninga fyrir félögin í Danmörku og þá getur skipt miklu máli að vera komin með leikmennina þegar þeir eru sem yngstir. Danska sambandið segir frá þessu stefnumáli sambandsins á miðlum sínum en fer þó ekki nákvæmlega yfir það hverjar þessar reglur séu. Politiken fjallaði um vandamálið í mars í fyrra en þar var varað við þessari þróun. Tvö félög, AGF og FC Kaupmannahöfn, voru þar sökuð um að ganga hvað lengst í að komast ólöglega yfir efnilega leikmönnum úr grasrótarfélögum. „Það er að gerast á hverjum degi að maður heyrir af tilraunum til að tæla fótboltakrakka til sinna félaga, jafnvel krakka sem eru ekki eldri en fimm eða sex ára,“ sagði Jesper Jacobsen, yfirmaður barna og unglingamála hjá danska sambandinu. FCK og AGF neituðu bæði að þau hafi brotið reglurnar. Fjöldi grasrótarfélaga sögðu aftur á móti sögu af tilraunum þar sem félögin hafi haft samband við foreldra krakkanna sem er ekki leyfilegt. Danski boltinn Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Leikbann á versta tíma en Kane lofar því að fagna meira en allir í liðinu Spila allar í takkaskóm fyrir konur Sjá meira
Ungt og efnilegt fótboltafólk er eftirsótt og ekki síst hjá stærri félögum sem sækja í krakka í grasrótarfélögum á þeirra svæði. Væntingar eru til þess að það verði til regluverk hjá danska sambandinu sem kemur í veg fyrir ólögleg félagsskipti krakka átján ára og yngri. Markmiðið er að verja þessa efnilegu fótboltakrakka fyrir ágengi frá umboðsmönnum og öðrum félögum. TV2 í Danmörku segir frá. Danska knattspyrnusambandið hefur sett saman nýja reglugerð sem tekur á fótboltakrakkaveiðum í Danmörku. Uppeldisbætur og sölur á leikmönnum eru að búa til mikla peninga fyrir félögin í Danmörku og þá getur skipt miklu máli að vera komin með leikmennina þegar þeir eru sem yngstir. Danska sambandið segir frá þessu stefnumáli sambandsins á miðlum sínum en fer þó ekki nákvæmlega yfir það hverjar þessar reglur séu. Politiken fjallaði um vandamálið í mars í fyrra en þar var varað við þessari þróun. Tvö félög, AGF og FC Kaupmannahöfn, voru þar sökuð um að ganga hvað lengst í að komast ólöglega yfir efnilega leikmönnum úr grasrótarfélögum. „Það er að gerast á hverjum degi að maður heyrir af tilraunum til að tæla fótboltakrakka til sinna félaga, jafnvel krakka sem eru ekki eldri en fimm eða sex ára,“ sagði Jesper Jacobsen, yfirmaður barna og unglingamála hjá danska sambandinu. FCK og AGF neituðu bæði að þau hafi brotið reglurnar. Fjöldi grasrótarfélaga sögðu aftur á móti sögu af tilraunum þar sem félögin hafi haft samband við foreldra krakkanna sem er ekki leyfilegt.
Danski boltinn Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Leikbann á versta tíma en Kane lofar því að fagna meira en allir í liðinu Spila allar í takkaskóm fyrir konur Sjá meira