„Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 14. febrúar 2025 20:15 Snorri Jakobsson segir yfirlýsingu Arion banka hleypa lífi í staðnað kerfi. Stöð 2 Stjórn Arion banka lýsti yfir áhuga á að hefja viðræður við stjórn Íslandsbanka um samruna bankanna fyrr í dag. Hagfræðingur telur það ólíklegt að Samkeppniseftirlitið heimili samrunann þar sem fordæmi séu fyrir því að eftirlitið heimili ekki bankasamruna. Í tilkynningu Arion banka til Kauphallar kom fram að stjórn bankans hafi áhuga á að hefja viðræður við stjórn Íslandsbanka um samruna félaganna. Stjórnin sjái mikil tækifæri í samruna bankanna fyrir viðskiptavini, hluthafa og íslenskt hagkerfi. Aðspurður hvers vegna Arion banki skyldi fara í þessa vegferð segir Snorri Jakobsson hagfræðingur ákvörðunina ekki koma á óvart. „Tvær helstu ástæðurnar fyrir þessu er að það er mikil stærðarhagkvæmni í bankarekstri almennt og það ætti í raun bara að vera einn viðskiptabanki á Íslandi. Sú stærðarhagkvæmni hefur aukist ennþá meira vegna þess að regluverk, sem er frá Evrópusambandinu, er alltaf að verða meira og meira íþyngjandi. Það er líka orðið íþyngjandi fyrir miklu stærri banka í Evrópu,“ segir Snorri Þá séu einnig íslenskar reglugerðir sem hafa áhrif. „Svo er það að það er skattlagning á íslenskt bankakerfi og sérstakir skattar á fjármálafyrirtæki, þeir eru mjög háir í samanburði við Evrópu og það má svona spyrja sig að því hver er ábati ríkisins að vera með þessa háu skatta, bæði upp á fjármálastöðugleika og svo líka það að hvort að þetta rýri virði bankanna svo mikið sem þeir eru í rauninni stærstu eigendurnir að,“ segir hann. Hleypi lífi í annars staðnað kerfi „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ segir Snorri. „Það liggur fyrir fordæmi frá Samkeppniseftirlitinu þar sem átti að sameina Sparisjóð Svarfdæla sem var eiginlega svona banki á fallandi fæti við Landsbankann og því var hafnað. Svo, að mig minnir, er eitt fordæmi til viðbótar en ég er að tala um miklu minni einingar,“ segir hann. Snorri segir að þrátt fyrir að hann telji það ólíklegt að Samkeppniseftirlitið samþykki samrunann sé ekki hægt að „álasa ungum dreng“ fyrir að reyna. „Það er svona spurning hvort það sé ómaksins vert að reyna og þetta allaveganna hleypir lífi í annars staðnað kerfi og kannski kemur eitthvað út úr þessu sem væri þá til góða, þótt að mér finnist svona mjög ólíklegt að ef við sameinum tvo banka að við sjáum við bara einn stóran. Líklega yrði sameiningin á mjög mörgum skilyrðum þannig að það yrði mörg lítil fyrirtæki sem kæmu út eða því um líkt. Fyrirkomulag fyrirhugaðri sölu hluta ríkisins á Íslandsbanka var tilkynnt í dag. Áhrif þess þurfa að koma í ljós að sögn Snorra. „Þetta gæti líka aukið áhugann á Íslandsbanka en það er líka óþægilegt að vera í samrunaviðræðum á sama tíma og þú ert að reyna selja bankann ef þú ert í stjórn bankans.“ Íslandsbanki Arion banki Salan á Íslandsbanka Fjármálafyrirtæki Samkeppnismál Tengdar fréttir Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Stjórn Arion banka ákvað á fundi sínum í dag að lýsa yfir áhuga á að hefja viðræður við stjórn Íslandsbanka um samruna félaganna. Bréf þess efnis hefur verið sent til stjórnarformanns og bankastjóra Íslandsbanka. 14. febrúar 2025 16:45 Mest lesið Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Sjá meira
Í tilkynningu Arion banka til Kauphallar kom fram að stjórn bankans hafi áhuga á að hefja viðræður við stjórn Íslandsbanka um samruna félaganna. Stjórnin sjái mikil tækifæri í samruna bankanna fyrir viðskiptavini, hluthafa og íslenskt hagkerfi. Aðspurður hvers vegna Arion banki skyldi fara í þessa vegferð segir Snorri Jakobsson hagfræðingur ákvörðunina ekki koma á óvart. „Tvær helstu ástæðurnar fyrir þessu er að það er mikil stærðarhagkvæmni í bankarekstri almennt og það ætti í raun bara að vera einn viðskiptabanki á Íslandi. Sú stærðarhagkvæmni hefur aukist ennþá meira vegna þess að regluverk, sem er frá Evrópusambandinu, er alltaf að verða meira og meira íþyngjandi. Það er líka orðið íþyngjandi fyrir miklu stærri banka í Evrópu,“ segir Snorri Þá séu einnig íslenskar reglugerðir sem hafa áhrif. „Svo er það að það er skattlagning á íslenskt bankakerfi og sérstakir skattar á fjármálafyrirtæki, þeir eru mjög háir í samanburði við Evrópu og það má svona spyrja sig að því hver er ábati ríkisins að vera með þessa háu skatta, bæði upp á fjármálastöðugleika og svo líka það að hvort að þetta rýri virði bankanna svo mikið sem þeir eru í rauninni stærstu eigendurnir að,“ segir hann. Hleypi lífi í annars staðnað kerfi „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ segir Snorri. „Það liggur fyrir fordæmi frá Samkeppniseftirlitinu þar sem átti að sameina Sparisjóð Svarfdæla sem var eiginlega svona banki á fallandi fæti við Landsbankann og því var hafnað. Svo, að mig minnir, er eitt fordæmi til viðbótar en ég er að tala um miklu minni einingar,“ segir hann. Snorri segir að þrátt fyrir að hann telji það ólíklegt að Samkeppniseftirlitið samþykki samrunann sé ekki hægt að „álasa ungum dreng“ fyrir að reyna. „Það er svona spurning hvort það sé ómaksins vert að reyna og þetta allaveganna hleypir lífi í annars staðnað kerfi og kannski kemur eitthvað út úr þessu sem væri þá til góða, þótt að mér finnist svona mjög ólíklegt að ef við sameinum tvo banka að við sjáum við bara einn stóran. Líklega yrði sameiningin á mjög mörgum skilyrðum þannig að það yrði mörg lítil fyrirtæki sem kæmu út eða því um líkt. Fyrirkomulag fyrirhugaðri sölu hluta ríkisins á Íslandsbanka var tilkynnt í dag. Áhrif þess þurfa að koma í ljós að sögn Snorra. „Þetta gæti líka aukið áhugann á Íslandsbanka en það er líka óþægilegt að vera í samrunaviðræðum á sama tíma og þú ert að reyna selja bankann ef þú ert í stjórn bankans.“
Íslandsbanki Arion banki Salan á Íslandsbanka Fjármálafyrirtæki Samkeppnismál Tengdar fréttir Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Stjórn Arion banka ákvað á fundi sínum í dag að lýsa yfir áhuga á að hefja viðræður við stjórn Íslandsbanka um samruna félaganna. Bréf þess efnis hefur verið sent til stjórnarformanns og bankastjóra Íslandsbanka. 14. febrúar 2025 16:45 Mest lesið Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Sjá meira
Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Stjórn Arion banka ákvað á fundi sínum í dag að lýsa yfir áhuga á að hefja viðræður við stjórn Íslandsbanka um samruna félaganna. Bréf þess efnis hefur verið sent til stjórnarformanns og bankastjóra Íslandsbanka. 14. febrúar 2025 16:45