Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar 15. febrúar 2025 09:02 Ísland er í fremstu röð þegar kemur að jafnrétti kynjanna, en við megum ekki taka það sem sjálfsögðum hlut. Mikilvægt er að halda þeirri vinnu áfram og viðhalda þeim árangri sem þegar hefur náðst. Ef við látum af jafnréttisbaráttunni, getur áunninn árangur tapast hratt. Sem formaður VR mun ég beita mér fyrir auknu jafnrétti kynjanna og mun ávallt hafa það að leiðarljósi í öllum málum sem snúa að bættum kjörum félagsfólks VR. Aukinn veikindaréttur fyrir þungaðar konur Meðganga er einstakt tímabil, en henni fylgja oft áskoranir. Þó sumar konur upplifi meðgöngu án vandamála, þurfa margar að takast á við ýmsa fylgikvilla, ógleði, þreytu og önnur óþægindi sem geta haft áhrif á vinnugetu þeirra. Oft er konum ráðlagt að minnka starfshlutfall sitt eða hætta að vinna fjórum vikum fyrir áætlaðan fæðingardag, til að undirbúa sig fyrir fæðinguna og hvílast áður en barnið kemur í heiminn. Það er því nauðsynlegt að við sem samfélag – og sem stéttarfélag – hlúum vel að þunguðum konum og tryggjum þeim réttláta og sanngjarna stöðu á vinnumarkaði. Sem formaður VR mun ég í næstu kjarasamningum beita mér fyrir því að allar félagskonur VR fái fjórar auka vikur af launuðum veikindarétti sem þær geta nýtt á meðgöngunni, samkvæmt læknisvottorði. Af hverju á að auka veikindarétt þungaðra kvenna? Konur eiga ekki að þurfa að ganga á sinn hefðbundna veikindarétt vegna meðgöngu nema nauðsyn krefji. Þegar þær snúa aftur til vinnu eftir fæðingarorlof er mikilvægt að þær standi jafnfætis körlum og hafi sama veikindarétt og áður. Þetta fyrirkomulag veitir konum aukið öryggi og sveigjanleika á meðgöngu, sem getur haft jákvæð áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu þeirra. Aukinn stuðningur við þungaðar konur styrkir stöðu þeirra á vinnumarkaði og eykur lífsgæði þeirra. Þetta er skref í rétta átt til að tryggja jafnræði og réttindi alls félagsfólks VR. Útvíkkun launaðs leyfis vegna veikinda barna Við þekkjum flest hve mikilvæg fjölskyldan er, sérstaklega þegar einhver nákominn veikist. Þegar fjölskyldumeðlimur veikist skapast oft álag sem erfitt getur verið að samræma við vinnu. Foreldrar þurfa að sinna börnum sínum, einstaklingar þurfa að styðja maka í veikindum og veita öldruðum foreldrum aðstoð. Þessi ábyrgð getur valdið miklu álagi og gert það erfitt að sinna vinnu samhliða. Með hækkandi meðalaldri þjóðarinnar er ljóst að þörfin fyrir stuðning við fjölskyldur mun aðeins aukast. Sem stéttarfélag eigum við að standa með félagsfólki okkar og tryggja þeim sveigjanleika og stuðning í þessum aðstæðum. Sem formaður VR mun ég í næstu kjarasamningum beita mér fyrir því að launað leyfi vegna veikinda barna verði útvíkkað þannig að það nái einnig til maka og foreldra. Hvaða þýðingu hefur þetta fyrir félagsfólk VR? Félagsfólk VR fengi 12 launaða daga á hverju 12 mánaða tímabili sem gætu nýst vegna veikinda barna (sem er þegar í gildi), en einnig vegna veikinda maka eða foreldra. Mikilvægt er að félagsfólk hafi sveigjanleika og öryggi til að sinna fjölskyldumeðlimum þegar á þarf að halda, án þess að þurfa að velja á milli vinnu og fjölskyldulífs. Með því að útvíkka launað leyfi vegna veikinda barna, maka og foreldra getum við veitt félagsfólki VR aukið öryggi og sveigjanleika sem skiptir sköpum í daglegu lífi þeirra. Þetta er skref í átt að fjölskylduvænni og sanngjarnari vinnumarkaði. Að lokum geri ég mér grein fyrir að atvinnurekendur kunna að gagnrýna þessar tillögur, en við megum ekki gleyma að þær eru einnig til hagsbóta fyrir vinnustaði. Með því að veita aukin réttindi starfsmanna mun það skila sér í aukinni starfsánægju, sem leiðir til betra vinnuumhverfis og gengur til lengri tíma litið einnig atvinnurekendum í hag. Ánægja á vinnustað er lykilþáttur í góðum rekstri, og jafnrétti kynjanna er nauðsynlegt fyrir framgang á íslenskum vinnumarkaði. Kæra félagsfólk, framtíð VR er í okkar höndum. Ég sækist eftir ykkar trausti og stuðningi til að taka við embætti formanns VR. Það er mér hjartans mál að skapa sanngjarna og sterka framtíð fyrir félagsfólk og ég mun leggja mig allan fram í þetta mikilvæga hlutverk. Sameinum krafta okkar – fyrir sterkara VR og bjartari framtíð. Höfundur er frambjóðandi til formanns VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Þorsteinn Skúli Sveinsson Mest lesið Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Loftslagsverkfallið krefst aðgerða strax! Tinna Hallgrímsdóttir Skoðun Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Sjá meira
Ísland er í fremstu röð þegar kemur að jafnrétti kynjanna, en við megum ekki taka það sem sjálfsögðum hlut. Mikilvægt er að halda þeirri vinnu áfram og viðhalda þeim árangri sem þegar hefur náðst. Ef við látum af jafnréttisbaráttunni, getur áunninn árangur tapast hratt. Sem formaður VR mun ég beita mér fyrir auknu jafnrétti kynjanna og mun ávallt hafa það að leiðarljósi í öllum málum sem snúa að bættum kjörum félagsfólks VR. Aukinn veikindaréttur fyrir þungaðar konur Meðganga er einstakt tímabil, en henni fylgja oft áskoranir. Þó sumar konur upplifi meðgöngu án vandamála, þurfa margar að takast á við ýmsa fylgikvilla, ógleði, þreytu og önnur óþægindi sem geta haft áhrif á vinnugetu þeirra. Oft er konum ráðlagt að minnka starfshlutfall sitt eða hætta að vinna fjórum vikum fyrir áætlaðan fæðingardag, til að undirbúa sig fyrir fæðinguna og hvílast áður en barnið kemur í heiminn. Það er því nauðsynlegt að við sem samfélag – og sem stéttarfélag – hlúum vel að þunguðum konum og tryggjum þeim réttláta og sanngjarna stöðu á vinnumarkaði. Sem formaður VR mun ég í næstu kjarasamningum beita mér fyrir því að allar félagskonur VR fái fjórar auka vikur af launuðum veikindarétti sem þær geta nýtt á meðgöngunni, samkvæmt læknisvottorði. Af hverju á að auka veikindarétt þungaðra kvenna? Konur eiga ekki að þurfa að ganga á sinn hefðbundna veikindarétt vegna meðgöngu nema nauðsyn krefji. Þegar þær snúa aftur til vinnu eftir fæðingarorlof er mikilvægt að þær standi jafnfætis körlum og hafi sama veikindarétt og áður. Þetta fyrirkomulag veitir konum aukið öryggi og sveigjanleika á meðgöngu, sem getur haft jákvæð áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu þeirra. Aukinn stuðningur við þungaðar konur styrkir stöðu þeirra á vinnumarkaði og eykur lífsgæði þeirra. Þetta er skref í rétta átt til að tryggja jafnræði og réttindi alls félagsfólks VR. Útvíkkun launaðs leyfis vegna veikinda barna Við þekkjum flest hve mikilvæg fjölskyldan er, sérstaklega þegar einhver nákominn veikist. Þegar fjölskyldumeðlimur veikist skapast oft álag sem erfitt getur verið að samræma við vinnu. Foreldrar þurfa að sinna börnum sínum, einstaklingar þurfa að styðja maka í veikindum og veita öldruðum foreldrum aðstoð. Þessi ábyrgð getur valdið miklu álagi og gert það erfitt að sinna vinnu samhliða. Með hækkandi meðalaldri þjóðarinnar er ljóst að þörfin fyrir stuðning við fjölskyldur mun aðeins aukast. Sem stéttarfélag eigum við að standa með félagsfólki okkar og tryggja þeim sveigjanleika og stuðning í þessum aðstæðum. Sem formaður VR mun ég í næstu kjarasamningum beita mér fyrir því að launað leyfi vegna veikinda barna verði útvíkkað þannig að það nái einnig til maka og foreldra. Hvaða þýðingu hefur þetta fyrir félagsfólk VR? Félagsfólk VR fengi 12 launaða daga á hverju 12 mánaða tímabili sem gætu nýst vegna veikinda barna (sem er þegar í gildi), en einnig vegna veikinda maka eða foreldra. Mikilvægt er að félagsfólk hafi sveigjanleika og öryggi til að sinna fjölskyldumeðlimum þegar á þarf að halda, án þess að þurfa að velja á milli vinnu og fjölskyldulífs. Með því að útvíkka launað leyfi vegna veikinda barna, maka og foreldra getum við veitt félagsfólki VR aukið öryggi og sveigjanleika sem skiptir sköpum í daglegu lífi þeirra. Þetta er skref í átt að fjölskylduvænni og sanngjarnari vinnumarkaði. Að lokum geri ég mér grein fyrir að atvinnurekendur kunna að gagnrýna þessar tillögur, en við megum ekki gleyma að þær eru einnig til hagsbóta fyrir vinnustaði. Með því að veita aukin réttindi starfsmanna mun það skila sér í aukinni starfsánægju, sem leiðir til betra vinnuumhverfis og gengur til lengri tíma litið einnig atvinnurekendum í hag. Ánægja á vinnustað er lykilþáttur í góðum rekstri, og jafnrétti kynjanna er nauðsynlegt fyrir framgang á íslenskum vinnumarkaði. Kæra félagsfólk, framtíð VR er í okkar höndum. Ég sækist eftir ykkar trausti og stuðningi til að taka við embætti formanns VR. Það er mér hjartans mál að skapa sanngjarna og sterka framtíð fyrir félagsfólk og ég mun leggja mig allan fram í þetta mikilvæga hlutverk. Sameinum krafta okkar – fyrir sterkara VR og bjartari framtíð. Höfundur er frambjóðandi til formanns VR.
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun