Bankarnir byrji í brekku Bjarki Sigurðsson skrifar 15. febrúar 2025 13:30 Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, og Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Sérfræðingur í samkeppnisrétti segir mögulegan samruna Arion banka og Íslandsbanka byrja í brekku hjá Samkeppniseftirlitinu fari hann þangað inn á borð. Hann vill ekki útiloka að samruninn gangi í gegn á endanum. Eftir lokun markaða í gær tilkynnti stjórn Arion banka að hún hefði áhuga á að hefja viðræður við Íslandsbanka um samruna félaganna. Bankinn sjái mikil tækifæri í samrunanum fyrir viðskiptavini, hluthafa og íslenskt hagkerfi. Yfir tíu ára tímabil næmi beinn sparnaður heimilanna fimmtíu milljörðum króna. Heimir Örn Herbertsson, sérfræðingur í samkeppnisrétti, segir tilkynninguna ekki endilega koma á óvart. „Samruni eins og þessi, ef farið væri út í hann, þyrfti að fara í gegnum heljarinnar próf áður en hann gæti gengið í gegn. Það að menn ætli að fara út í það verkefni er að sumu leyti eitthvað sem maður sá ekki endilega fyrir sér gerast akkúrat núna. Á móti kemur að í tilkynningunni er vísað til þess að stjórnendur Arion telja hægt að ná heilmiklum árangri í formi sparnaðar og aukinnar hagræðingar í tengslum við þennan samruna. Og það er eitthvað sem bankarnir og fleiri eru væntanlega stöðugt að velta fyrir sér,“ segir Heimir. Heimir Örn Herbertsson hæstaréttarlögmaður og sérfræðingur við lagadeild HR. Of mikil einföldun sé að slá samrunann strax af borðinu. Hins vegar byrji Arion í brekku. „Það er fyrirfram kannski minni líkur en meiri á að samruni af þessu tagi teldist samþýðanlegur samkeppnislögunum,“ segir Heimir. Þetta yrði einn stærsti samruni Íslandssögunnar og þurfa bankarnir að færa sterk rök fyrir honum. „Sýna eftirlitinu fram á það að þótt segja megi að samruni hafi einhver neikvæð áhrif á samkeppni, þá séu líka fólgin í honum tækifæri. Hann hafi líka jákvæð áhrif. Þá fyrir hagsmuni neytenda fyrst og fremst sem hægt er að tryggja að skili sér til þeirra. Það verður bara spennandi að sjá ef þetta gengur eitthvað lengra hvernig menn sjá það fyrir sér gerast,“ segir Heimir. Arion banki Íslandsbanki Samkeppnismál Neytendur Fjármálafyrirtæki Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Eftir lokun markaða í gær tilkynnti stjórn Arion banka að hún hefði áhuga á að hefja viðræður við Íslandsbanka um samruna félaganna. Bankinn sjái mikil tækifæri í samrunanum fyrir viðskiptavini, hluthafa og íslenskt hagkerfi. Yfir tíu ára tímabil næmi beinn sparnaður heimilanna fimmtíu milljörðum króna. Heimir Örn Herbertsson, sérfræðingur í samkeppnisrétti, segir tilkynninguna ekki endilega koma á óvart. „Samruni eins og þessi, ef farið væri út í hann, þyrfti að fara í gegnum heljarinnar próf áður en hann gæti gengið í gegn. Það að menn ætli að fara út í það verkefni er að sumu leyti eitthvað sem maður sá ekki endilega fyrir sér gerast akkúrat núna. Á móti kemur að í tilkynningunni er vísað til þess að stjórnendur Arion telja hægt að ná heilmiklum árangri í formi sparnaðar og aukinnar hagræðingar í tengslum við þennan samruna. Og það er eitthvað sem bankarnir og fleiri eru væntanlega stöðugt að velta fyrir sér,“ segir Heimir. Heimir Örn Herbertsson hæstaréttarlögmaður og sérfræðingur við lagadeild HR. Of mikil einföldun sé að slá samrunann strax af borðinu. Hins vegar byrji Arion í brekku. „Það er fyrirfram kannski minni líkur en meiri á að samruni af þessu tagi teldist samþýðanlegur samkeppnislögunum,“ segir Heimir. Þetta yrði einn stærsti samruni Íslandssögunnar og þurfa bankarnir að færa sterk rök fyrir honum. „Sýna eftirlitinu fram á það að þótt segja megi að samruni hafi einhver neikvæð áhrif á samkeppni, þá séu líka fólgin í honum tækifæri. Hann hafi líka jákvæð áhrif. Þá fyrir hagsmuni neytenda fyrst og fremst sem hægt er að tryggja að skili sér til þeirra. Það verður bara spennandi að sjá ef þetta gengur eitthvað lengra hvernig menn sjá það fyrir sér gerast,“ segir Heimir.
Arion banki Íslandsbanki Samkeppnismál Neytendur Fjármálafyrirtæki Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira