Innlent

Vegaskemmdir skaði fyrir­tæki og bankasamruni

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir klukkan hálfsjö.
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir klukkan hálfsjö.

Holóttir og blæðandi vegir á Vesturlandi valda því að þungatakmarkanir eru í gildi þar víða. Bæjarstjóri Bolungarvíkurkaupstaðar segir lykilatriði að fyrirtæki úti á landi séu samkeppnishæf og því verði að sinna viðhaldi á vegum.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 er fjallað um ástand vega á Vesturlandi. Einnig er rætt við bankastjóra Arion banka og Íslandsbanka um mögulega sameiningu bankanna. Hörður Ægisson, ritstjóri Innherja, ræðir málið í setti. Tekin verður staðan á meirihlutaviðræðum í borginni, sýnt frá ræðu Selenskí á öryggisráðstefnunni í Munchen í dag þar sem hann kallaði eftir evrópskum her og við kynnumst nýju sporti á Íslandi í fréttatímanum: Hjólastólakörfubolta.

Í sportpakkanum er meðal annars farið yfir leiki dagsins í enska boltanum og Gylfi Þór Sigurðsson bar fyrirliðabandið í leik Vals á Akranesi í dag.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á Stöð 2, Bylgjunni og Vísi kl. 18:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×