Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 16. febrúar 2025 11:00 Efling Efling segir Ræstitækni brjóta gegn kjarasamningi í fjölmörgum liðum. Starfsmenn hafi engan aðgang að salerni eða aðstöðu til að matast. Búist sé við nær tvöföldum vinnuhraða en eðlilegt telst án viðeigandi launahækkunar. Ríkisútvarpið fjallaði á dögunum um starfshætti þrifafyrirtækisins Ræstitækni ehf. og tók viðtal við trúnaðarmann Eflingar á vinnustaðnum hana M. Andreinu Edwards Quero. Þar lýsti hún slæmum vinnuaðstæðum hennar og samstarfsfólks hennar ásamt óeðlilegum afskiptum stjórnenda fyrirtækisins af starfi hennar sem trúnaðarmanns. Óeðlileg afskipti af trúnaðarmennsku Í tilkynningu frá Eflingu kemur fram að haft hafi verið samband við félagið og Andreina sökuð um að dreifa röngum upplýsingum til vinnufélaga án þess að nokkur rök væru færð fyrir þeim ásökunum. Þá hafi Andreina einnig verið kölluð á fund þriggja yfirmanna þar sem henni var sagt að hún ætti ekki að eiga bein samskipti við vinnufélaga sína um kjaramál og að hún yrði að leita leyfis yfirmanns til að gera slíkt. Jafnframt segir að sama dag og Andreina hafi haldið starfsmannafund hafi tveimur vinnufélögum hennar verið sagt upp störfum. Bæði hefðu þau tjáð sig um réttindamál í fyrirtækinu. Lögmaður Eflingar hafi einnig gert munnlegt samkomulag við Ræstitækni um að Andreina fengi lengt fæðingarorlof vegna veikinda en Ræstitækni hafi svikið það loforð, í trássi við lög. Þórir Gunnarsson framkvæmdastjóri Ræstitækni lýsti því í umfjöllun Ríkisútvarpsins að frásögn Andreinu komi sér á óvart og kannast ekki við það að starfsmenn hafi ekki aðgang að salernisaðstöðu. Þá segir hann að rætt hafi verið við Andreinu því hún hafi meðal annars verið að kynna tímamælda ákvæðisvinnu en fyrirtækið vinni ekki í slíku kerfi. Laun séu þó samkvæmt samningum og sumir starfsmenn yfirborgaðir. Enginn starfsmaður fái laun í samræmi við vinnuálag „Hjá Ræstitækni starfa ríflega 30 Eflingarfélagar. Flestir eru frá Venesúela og margir þeirra tala einungis spænsku. Þeir keyra milli verkstaða og er gert að ljúka við þrif á allt að 13 mismunandi stöðum innan sama dags víðs vegar um höfuðborgarsvæðið. Fylgst er með þeim í gegnum GPS búnað. Starfsmenn hafa engan aðgang að salerni eða aðstöðu til að matast yfir daginn. Vinnudagur þeirra er þannig skipulagður að þeir fá ekkert matarhlé,“ segir í tilkynningu Eflingar. Efling hafi ítrekað óskað eftir fundum með forsvarsmönnum Ræstitækni og gögnum um skipulag vinnunnar en án árangurs. „Starfsmenn Ræstitækni þurfa að ljúka verkum innan ákveðins tíma, oft á miklum vinnuhraða. Það kallast tímamæld ákvæðisvinna, sem greiða skal 20% hærra tímakaup fyrir. Enginn starfsmaður Ræstitækni fær greidd laun í samræmi við það,“ segir í tilkynningunni. Nær tvöfaldur vinnutaktur Efling hafi látið erlendan sérfræðing gera mælingar sem sýni að ómögulegt sé að vinna þá vinnu sem Ræstitækni krefst á tilætluðum hraða. Vinnutaktur Andreinu á verkstað hefði þurft að vera 190 en eðlilegur vinnutaktur samkvæmt kjarasamningum er 100. „Í vinnuverndarúttekt sem gerð var á vinnustaðnum vegna Andreinu eftir að hún varð ófrísk segir að hún hafi „sjaldan tryggan aðgang að salerni“ og sé „því með einhvers konar skál út í bíl sem hún notar til þvagláta.“ Eigandi fyrirtækisins sagðist í frétt RÚV 14. febrúar ekki kannast við þetta, þrátt fyrir að fyrirtækið sjálft hafi pantað úttektina og sent hana til lögmanns Eflingar,“ segir í tilkynningu Eflingar. Kjaramál Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Ríkisútvarpið fjallaði á dögunum um starfshætti þrifafyrirtækisins Ræstitækni ehf. og tók viðtal við trúnaðarmann Eflingar á vinnustaðnum hana M. Andreinu Edwards Quero. Þar lýsti hún slæmum vinnuaðstæðum hennar og samstarfsfólks hennar ásamt óeðlilegum afskiptum stjórnenda fyrirtækisins af starfi hennar sem trúnaðarmanns. Óeðlileg afskipti af trúnaðarmennsku Í tilkynningu frá Eflingu kemur fram að haft hafi verið samband við félagið og Andreina sökuð um að dreifa röngum upplýsingum til vinnufélaga án þess að nokkur rök væru færð fyrir þeim ásökunum. Þá hafi Andreina einnig verið kölluð á fund þriggja yfirmanna þar sem henni var sagt að hún ætti ekki að eiga bein samskipti við vinnufélaga sína um kjaramál og að hún yrði að leita leyfis yfirmanns til að gera slíkt. Jafnframt segir að sama dag og Andreina hafi haldið starfsmannafund hafi tveimur vinnufélögum hennar verið sagt upp störfum. Bæði hefðu þau tjáð sig um réttindamál í fyrirtækinu. Lögmaður Eflingar hafi einnig gert munnlegt samkomulag við Ræstitækni um að Andreina fengi lengt fæðingarorlof vegna veikinda en Ræstitækni hafi svikið það loforð, í trássi við lög. Þórir Gunnarsson framkvæmdastjóri Ræstitækni lýsti því í umfjöllun Ríkisútvarpsins að frásögn Andreinu komi sér á óvart og kannast ekki við það að starfsmenn hafi ekki aðgang að salernisaðstöðu. Þá segir hann að rætt hafi verið við Andreinu því hún hafi meðal annars verið að kynna tímamælda ákvæðisvinnu en fyrirtækið vinni ekki í slíku kerfi. Laun séu þó samkvæmt samningum og sumir starfsmenn yfirborgaðir. Enginn starfsmaður fái laun í samræmi við vinnuálag „Hjá Ræstitækni starfa ríflega 30 Eflingarfélagar. Flestir eru frá Venesúela og margir þeirra tala einungis spænsku. Þeir keyra milli verkstaða og er gert að ljúka við þrif á allt að 13 mismunandi stöðum innan sama dags víðs vegar um höfuðborgarsvæðið. Fylgst er með þeim í gegnum GPS búnað. Starfsmenn hafa engan aðgang að salerni eða aðstöðu til að matast yfir daginn. Vinnudagur þeirra er þannig skipulagður að þeir fá ekkert matarhlé,“ segir í tilkynningu Eflingar. Efling hafi ítrekað óskað eftir fundum með forsvarsmönnum Ræstitækni og gögnum um skipulag vinnunnar en án árangurs. „Starfsmenn Ræstitækni þurfa að ljúka verkum innan ákveðins tíma, oft á miklum vinnuhraða. Það kallast tímamæld ákvæðisvinna, sem greiða skal 20% hærra tímakaup fyrir. Enginn starfsmaður Ræstitækni fær greidd laun í samræmi við það,“ segir í tilkynningunni. Nær tvöfaldur vinnutaktur Efling hafi látið erlendan sérfræðing gera mælingar sem sýni að ómögulegt sé að vinna þá vinnu sem Ræstitækni krefst á tilætluðum hraða. Vinnutaktur Andreinu á verkstað hefði þurft að vera 190 en eðlilegur vinnutaktur samkvæmt kjarasamningum er 100. „Í vinnuverndarúttekt sem gerð var á vinnustaðnum vegna Andreinu eftir að hún varð ófrísk segir að hún hafi „sjaldan tryggan aðgang að salerni“ og sé „því með einhvers konar skál út í bíl sem hún notar til þvagláta.“ Eigandi fyrirtækisins sagðist í frétt RÚV 14. febrúar ekki kannast við þetta, þrátt fyrir að fyrirtækið sjálft hafi pantað úttektina og sent hana til lögmanns Eflingar,“ segir í tilkynningu Eflingar.
Kjaramál Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent