Sameinandi afl í skotgröfunum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 17. febrúar 2025 09:32 Meðal þess sem vakti athygli á fundi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll í janúar, þar sem hún lýsti yfir framboði til formanns Sjálfstæðisflokksins, var að þar voru ýmsir einstaklingar sem þekktir hafa verið fyrir það að styðja Guðlaug Þór Þórðarson. Hafði Áslaug orð á þessu í fjölmiðlum og lýsti ánægju sinni með það. Hafa má þetta í huga þegar reynt er að teikna upp þá mynd að Guðrún Hafsteinsdóttir sé einhvers konar framlenging af Guðlaugi Þór í formannsslagnum. Veruleikinn er einfaldlega sá að alls kyns fólk í Sjálfstæðisflokknum styður Áslaugu og að sama skapi alls kyns fólk Guðrúnu. Ef eitthvað þótti þó mun einsleitari hópur mæta á fund Áslaugar. Ég hef til dæmis aldrei kosið Guðlaug Þór í eitt eða neitt og verið í þeim armi Sjálfstæðisflokksins sem hefur ekki stutt hann. Komið er ár síðan ég fór að tala við fólk um að Guðrún Hafsteinsdóttir væri að mínu mati góður kostur sem næsti formaður flokksins og margir mánuðir síðan ég fór að hvetja hana til þess að gefa kost á sér í formennskuna. Með öðrum orðum löngu áður en Guðlaugur Þór tilkynnti að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér í formanninn í byrjun þessa mánaðar. Fram að því var talið líklegt að hann myndi fara í framboð og væntanlega hefur hann allt fram á þann dag eða því sem næst velt því alvarlega fyrir sér áður en hann komst að þeirri niðurstöðu að láta ekki verða af því. Hið sama á við um fjölmarga aðra sem styðja Guðrúnu. Þeir hafa verið allt annað en stuðningsmenn Guðlaugs Þórs. Hins vegar er skiljanlegt að þeir sem vilja viðhalda þeim átökum á milli fylkinga sem gert hafa Sjálfstæðisflokknum erfiðara fyrir að beita sér út á við sjái sér hag í því að draga upp þá mynd að um sé að ræða sömu átök fylkinga og áður. Veruleikinn er sá að Guðrún hefur aldrei tilheyrt neinum fylkingum innan Sjálfstæðisflokksins og er fyrir vikið vel til þess fallin að sameina flokksmenn. Ólíkt Áslaugu sem tekizt hefur harkalega á við Guðlaug Þór í skotgröfunum um árabil og því vandséð hvernig hún getur með sannfærandi hætti verið sameinandi afl fyrir okkur sjálfstæðismenn. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Meðal þess sem vakti athygli á fundi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll í janúar, þar sem hún lýsti yfir framboði til formanns Sjálfstæðisflokksins, var að þar voru ýmsir einstaklingar sem þekktir hafa verið fyrir það að styðja Guðlaug Þór Þórðarson. Hafði Áslaug orð á þessu í fjölmiðlum og lýsti ánægju sinni með það. Hafa má þetta í huga þegar reynt er að teikna upp þá mynd að Guðrún Hafsteinsdóttir sé einhvers konar framlenging af Guðlaugi Þór í formannsslagnum. Veruleikinn er einfaldlega sá að alls kyns fólk í Sjálfstæðisflokknum styður Áslaugu og að sama skapi alls kyns fólk Guðrúnu. Ef eitthvað þótti þó mun einsleitari hópur mæta á fund Áslaugar. Ég hef til dæmis aldrei kosið Guðlaug Þór í eitt eða neitt og verið í þeim armi Sjálfstæðisflokksins sem hefur ekki stutt hann. Komið er ár síðan ég fór að tala við fólk um að Guðrún Hafsteinsdóttir væri að mínu mati góður kostur sem næsti formaður flokksins og margir mánuðir síðan ég fór að hvetja hana til þess að gefa kost á sér í formennskuna. Með öðrum orðum löngu áður en Guðlaugur Þór tilkynnti að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér í formanninn í byrjun þessa mánaðar. Fram að því var talið líklegt að hann myndi fara í framboð og væntanlega hefur hann allt fram á þann dag eða því sem næst velt því alvarlega fyrir sér áður en hann komst að þeirri niðurstöðu að láta ekki verða af því. Hið sama á við um fjölmarga aðra sem styðja Guðrúnu. Þeir hafa verið allt annað en stuðningsmenn Guðlaugs Þórs. Hins vegar er skiljanlegt að þeir sem vilja viðhalda þeim átökum á milli fylkinga sem gert hafa Sjálfstæðisflokknum erfiðara fyrir að beita sér út á við sjái sér hag í því að draga upp þá mynd að um sé að ræða sömu átök fylkinga og áður. Veruleikinn er sá að Guðrún hefur aldrei tilheyrt neinum fylkingum innan Sjálfstæðisflokksins og er fyrir vikið vel til þess fallin að sameina flokksmenn. Ólíkt Áslaugu sem tekizt hefur harkalega á við Guðlaug Þór í skotgröfunum um árabil og því vandséð hvernig hún getur með sannfærandi hætti verið sameinandi afl fyrir okkur sjálfstæðismenn. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun