Bankabréfin hækka vegna áhuga á risasamruna með verulega samlegð
![Hlutabréfaverð Íslandsbanka, þar sem ríkið fer með 42,5 prósenta hlut, hækkaði mest um sex prósent þegar markaðir opnuðu í morgun en bréf félagsins er núna upp um ríflega þrjú prósent eftir fréttir um áhuga Arion á samruna félaganna.](https://www.visir.is/i/3F75A785B9468619F12BFF5196773B4E5206029DF077D57697158CBFAF79C900_713x0.jpg)
Umtalsverð utanþingsviðskipti voru með hlutabréf allra fjármálafyrirtækja í Kauphöllinni og hækkaði gengi þeirra við opnun markaða í morgun eftir að Arion banki kunngjörði áhuga sinn fyrir helgi að sameinast Íslandsbanka. Þótt óvíst sé hvort þau viðskipti verði að veruleika vegna samkeppnislegra hindrana þá er ljóst að árleg heildarsamlegð af sameiningu bankanna, einkum með mun minni rekstrarkostnaði og bættum fjármögnunarkjörum, yrði að lágmarki vel á annan tug milljarð.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/AE2978DC71D7853D4EC31F3D9694C0546896DFCD56D78FB9415D2906E329E1D2_308x200.jpg)
Stór bankafjárfestir kallar eftir „frekari hagræðingu“ á fjármálamarkaði
Langsamlega stærsti einkafjárfestirinn í Arion og Kviku banka segir ljóst að sífellt strangara regluverk ásamt aukinni erlendri samkeppni kalli á meiri stærðarhagkvæmni og því sé eðlilegt að skoða hvort ekki séu tækifæri til „frekari hagræðingar“ á íslenskum fjármálamarkaði, en Landsbankinn er núna að klára kaup á TM af Kviku. Forstjóri Stoða, leiðandi hluthafi í umsvifamiklum ferðaþjónustufyrirtækjum, segir að ef Ísland sé orðið of dýr áfangastaður muni það „óumflýjanlega“ leiðréttast þannig að annaðhvort lækki verð á þjónustu eða gengi krónunnar gefi einfaldlega eftir.
![](https://www.visir.is/i/05DCD292F1BF66E436A6B24964B77D38B8CB32F4C35F43DCFA0D074EA9C31806_308x200.jpg)
Skagi þarf frekari ytri vöxt til að ná tekjumarkmiðum af fjármálastarfsemi
Með kaupum Skaga á Íslenskum verðbréfum eykst stöðugleiki í þjónustutekjum af fjármálastarfsemi en eigi tekjumarkmið til næstu tveggja ára að nást þarf markaðshlutdeild félagsins að aukast „verulega,“ að mati hlutabréfagreinanda. Samkvæmt nýrri greiningu lækkar verðmatsgengi Skaga nokkuð frá fyrra mati, einkum vegna útlits um minni hagnað á árinu en áður var talið, en afkoman ætti að batna mikið þegar það kemst á „eðlilegt“ árferði á fjármálamörkuðum.