Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. febrúar 2025 13:59 Axel Sigurðsson hefur ekki setið auðum höndum í dag en hann var í óða önn við að undirbúa opnun Bláhornsins þegar fréttastofa náði af honum tali fyrr í dag. Axel og fjölskylda hans tóku við lyklunum af fyrri eigendum verslunarinnar í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm Fjölskyldan sem á og rekur Pétursbúð í Vesturbæ Reykjavíkur tók við lyklunum að söluturninum Bláhorninu við Grundarstíg í gærkvöldi. Nýir eigendur stefna á að auka vöruúrval í versluninni sem verður opnuð aftur síðdegis í dag með nýja rekstraraðila í brúnni. „Við erum búin að vera með Pétursbúð í fjögur ár og það hefur bara gengið mjög vel og þetta eiginlega bara datt upp í hendurnar á okkur,” segir Axel Sigurðsson, einn nýju eigendanna í samtali við Vísi en hann annast reksturinn ásamt fjórum öðrum úr fjölskyldunni. Þau taka við rekstrinum af Víði Jónassyni sem keypti Bláhornið sumarið 2023 en verslunin hefur verið rekin á horni Grundarstígs og Skálholtsstígs í Reykjavík frá árinu 1916. Axel var í óða önn við að þrífa, gera og græja þegar fréttastofa náði af honum tali fyrr í dag enda stefnt að því að opna verslunina klukkan fjögur í dag. Stefnan er að haga rekstrinum með svipuðum hætti og Pétursbúð sem þýðir að viðskiptavinir geta orðið varir við einhverjar breytingar. Bláhornið stendur við Grundastíg 12 í Reykjavík en þar hefur verið rekinn söluturn í rúma öld.Vísir/Vilhelm „Ég held að það sé aðallega bara vöruúrval, við ætlum að troðfylla búðina af öllum helstu nauðsynjavörum. Egg og brauð og mjólk og með því,“ segir Axel. „Við höldum bara sama opnunartíma og sjáum hvernig það gengur.“ Hann kveðst hlakka til að opna dyrnar og taka á móti viðskiptavinum. „Við ætlum að reyna að gera það sem gengur vel í Pétursbúð. Vonandi taka nágrannarnir vel á móti okkur og koma með tillögur um hvað vantar í hverfið og hvað þau myndu vilja sjá. Bara kíkja í kaffi og tala við okkur,“ segir Axel. Áfengissala ekki á dagskrá Fyrri eigandi sagði í samtali við Vísi sumarið 2023 að það væri til skoðunar að hefja netsölu með áfengi, þar sem áfengi yrði sótt í Bláhornið. Hugsanleg sala á áfengi er hins vegar ekki á dagskrá eins og er hjá nýjum eigendum að sögn Axels. „Ekki á meðan það er ólöglegt,“ svarar Axel spurður hvort áfengissala sé í kortunum. Axel og fjölskylda hafa rekið Pétursbúð síðan 2021 en hjónin Björk Leifsdóttir og Baldvin Agnarsson auglýstu verslunina til sölu árið 2020 eftir að hafa rekið Pétursbúð í fimmtán ár. Verslun Reykjavík Matvöruverslun Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
„Við erum búin að vera með Pétursbúð í fjögur ár og það hefur bara gengið mjög vel og þetta eiginlega bara datt upp í hendurnar á okkur,” segir Axel Sigurðsson, einn nýju eigendanna í samtali við Vísi en hann annast reksturinn ásamt fjórum öðrum úr fjölskyldunni. Þau taka við rekstrinum af Víði Jónassyni sem keypti Bláhornið sumarið 2023 en verslunin hefur verið rekin á horni Grundarstígs og Skálholtsstígs í Reykjavík frá árinu 1916. Axel var í óða önn við að þrífa, gera og græja þegar fréttastofa náði af honum tali fyrr í dag enda stefnt að því að opna verslunina klukkan fjögur í dag. Stefnan er að haga rekstrinum með svipuðum hætti og Pétursbúð sem þýðir að viðskiptavinir geta orðið varir við einhverjar breytingar. Bláhornið stendur við Grundastíg 12 í Reykjavík en þar hefur verið rekinn söluturn í rúma öld.Vísir/Vilhelm „Ég held að það sé aðallega bara vöruúrval, við ætlum að troðfylla búðina af öllum helstu nauðsynjavörum. Egg og brauð og mjólk og með því,“ segir Axel. „Við höldum bara sama opnunartíma og sjáum hvernig það gengur.“ Hann kveðst hlakka til að opna dyrnar og taka á móti viðskiptavinum. „Við ætlum að reyna að gera það sem gengur vel í Pétursbúð. Vonandi taka nágrannarnir vel á móti okkur og koma með tillögur um hvað vantar í hverfið og hvað þau myndu vilja sjá. Bara kíkja í kaffi og tala við okkur,“ segir Axel. Áfengissala ekki á dagskrá Fyrri eigandi sagði í samtali við Vísi sumarið 2023 að það væri til skoðunar að hefja netsölu með áfengi, þar sem áfengi yrði sótt í Bláhornið. Hugsanleg sala á áfengi er hins vegar ekki á dagskrá eins og er hjá nýjum eigendum að sögn Axels. „Ekki á meðan það er ólöglegt,“ svarar Axel spurður hvort áfengissala sé í kortunum. Axel og fjölskylda hafa rekið Pétursbúð síðan 2021 en hjónin Björk Leifsdóttir og Baldvin Agnarsson auglýstu verslunina til sölu árið 2020 eftir að hafa rekið Pétursbúð í fimmtán ár.
Verslun Reykjavík Matvöruverslun Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira