Fimmta tilraun til að leyfa ráðstöfun útvarpsgjalds til annarra fjölmiðla Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. febrúar 2025 07:45 Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins er flutningsmaður tillögunnar. Vísir/Vilhelm Hópur þingmanna Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins vilja að greiðendum útvarpsgjalds verði heimilt að ráðstafa hluta gjaldsins til fjölmiðla að eigin vali, annarra en ríkisútvarpsins. Þessi hugmynd er ekki ný af nálinni en þetta er í fimmta sinn sem þingsályktunartillaga þess efnis er flutt á Alþingi en hefur aldrei náð fram að ganga. Tillagan felur í sér að menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra í samráði við fjármálaráðherra, leggi fram frumvarp sem kveði á um að greiðendur útvarpsgjalds geti sjálfir ráðstafað þriðjungi gjaldsins til fjölmiðla að eigin vali. „Lagt er til að landsmenn hafi valfrelsi um ráðstöfun hluta þessa gjalds. Þannig geti þeir með framlagi sínu tryggt tiltekinn fjölbreytileika í rekstri fjölmiðla landsins. Með því að sitja eitt að þessum gjaldstofni hefur Ríkisútvarpið haft yfirburðastöðu gagnvart öllum öðrum fjölmiðlum, og gildir það um fréttaflutning sem dagskrárgerð. Slík einokunarstaða, sérstaklega ríkismiðils, er óeðlileg nú á tímum og vinnur beinlínis gegn hugmyndum um sjálfstæði og fjölbreytni hugsunar og skoðana,“ segir meðal annars í greinargerð með tillögunni sem dreift var á Alþingi í gær. Flestir flutningsmenn úr Miðflokknum Til að Ríkisútvarpið geti rækt skyldur sínar sem fjölmiðill í almannaþágu er nauðsynlegt að mati flutningsmanna þurfi að vera til staðar rými fyrir aðra fjölmiðla á markaðnum sem geti veitt Rúv aðhald og aukið fjölbreytileika í þjóðfélagsumræðunni. „Áhrif fjölmiðla á samfélagið eru svo viðamikil að fjölmiðlalæsi neytenda er ein af grundvallarforsendum þess að þeir geti talist fullgildir og virkir borgarar í lýðræðisríki. Að veita einum ríkisreknum miðli lungann úr fjölmiðlastyrkjum hins opinbera vinnur gegn þessum markmiðum,“ segir ennfremur í greinargerðinni. Flutningsmaður tillögunnar er Bergþór Ólason sem er fyrsti flutningsmaður en meðflutningsmenn eru Ingibjörg Davíðsdóttir, Karl Gauti Hjaltason, Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigríður Á. Andersen, Snorri Másson og Þorgrímur Sigmundsson, þingmenn Miðflokksins og Jens Garðar Helgason, Bryndís Haraldsdóttir og Diljá Mist Einarsdóttir þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Skattar og tollar Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Sjá meira
Tillagan felur í sér að menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra í samráði við fjármálaráðherra, leggi fram frumvarp sem kveði á um að greiðendur útvarpsgjalds geti sjálfir ráðstafað þriðjungi gjaldsins til fjölmiðla að eigin vali. „Lagt er til að landsmenn hafi valfrelsi um ráðstöfun hluta þessa gjalds. Þannig geti þeir með framlagi sínu tryggt tiltekinn fjölbreytileika í rekstri fjölmiðla landsins. Með því að sitja eitt að þessum gjaldstofni hefur Ríkisútvarpið haft yfirburðastöðu gagnvart öllum öðrum fjölmiðlum, og gildir það um fréttaflutning sem dagskrárgerð. Slík einokunarstaða, sérstaklega ríkismiðils, er óeðlileg nú á tímum og vinnur beinlínis gegn hugmyndum um sjálfstæði og fjölbreytni hugsunar og skoðana,“ segir meðal annars í greinargerð með tillögunni sem dreift var á Alþingi í gær. Flestir flutningsmenn úr Miðflokknum Til að Ríkisútvarpið geti rækt skyldur sínar sem fjölmiðill í almannaþágu er nauðsynlegt að mati flutningsmanna þurfi að vera til staðar rými fyrir aðra fjölmiðla á markaðnum sem geti veitt Rúv aðhald og aukið fjölbreytileika í þjóðfélagsumræðunni. „Áhrif fjölmiðla á samfélagið eru svo viðamikil að fjölmiðlalæsi neytenda er ein af grundvallarforsendum þess að þeir geti talist fullgildir og virkir borgarar í lýðræðisríki. Að veita einum ríkisreknum miðli lungann úr fjölmiðlastyrkjum hins opinbera vinnur gegn þessum markmiðum,“ segir ennfremur í greinargerðinni. Flutningsmaður tillögunnar er Bergþór Ólason sem er fyrsti flutningsmaður en meðflutningsmenn eru Ingibjörg Davíðsdóttir, Karl Gauti Hjaltason, Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigríður Á. Andersen, Snorri Másson og Þorgrímur Sigmundsson, þingmenn Miðflokksins og Jens Garðar Helgason, Bryndís Haraldsdóttir og Diljá Mist Einarsdóttir þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Skattar og tollar Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Sjá meira