Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar 18. febrúar 2025 12:33 Framsóknarflokkurinn hefur lengi verið þekktur fyrir að sveiflast milli pólitískra stefna eins og vindhani í íslensku roki. Nýjasta uppátæki þeirra, að slíta meirihlutasamstarfinu í Reykjavík, er enn eitt dæmið um óstöðugleika og stefnuleysi sem hefur einkennt flokkinn í gegnum tíðina. Þann 8. febrúar 2025 ákvað Einar Þorsteinsson, borgarstjóri og oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, að slíta samstarfinu við Samfylkinguna, Pírata og Viðreisn. Ástæðan? Ágreiningur um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Það er næstum því fyndið að hugsa til þess að flugvöllurinn, sem hefur staðið eins og fasti í borgarlandslaginu, sé nú orðinn táknmynd fyrir flokk sem virðist ekki geta ákveðið sig um neitt nema að vera ósammála. Þessi ákvörðun kom eins og þruma úr heiðskíru lofti fyrir samstarfsflokkana. Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, lýsti því yfir að "konurnar verða að koma og taka til þegar karlarnir eru með vesen og skella öllu í uppnám." Það er kaldhæðnislegt að sjá hvernig Framsóknarflokkurinn, sem einu sinni var talinn miðjumoðsflokkur, hefur nú þróast í pólitískan klaufabárð sem þarf stöðugt á hjálp að halda til að hreinsa upp eftir sig. Píratar hafa setið í borgarstjórn í tæp ellefu ár og hafa á þeim tíma tekið þátt í þremur mismunandi meirihlutum. Dóra Björt, oddviti Pírata, hefur setið í borgarstjórn í sjö ár og tekið virkan þátt í stjórn borgarinnar, fjárhagsáætlanagerð og skipulagsbreytingum, og verið óhrædd við að koma fram fyrir hönd meirihlutans í erfiðum málum og taka ábyrgð af auðmýkt og festu. Píratar eru öflugir umbótasinnar sem leitt hafa innleiðingu á auknu íbúalýðræði, skaðaminnkandi nálgun í vímuefnamálum, auknu gagnsæi í stjórnsýslu, og eflt stafræna innviði til að bæta þjónustu við íbúa - og í senn gera hana skilvirkari og ódýrari fyrir borgina. Píratar ganga ekki frá borðinu þótt á móti blási. Þau eru tilbúin að axla ábyrgð, miðla málum, og sjá til þess að borgarbúar fái þá þjónustu, það gagnsæi og þá skýru framtíðarsýn sem þau eiga skilið. Píratar hafa verið góður samstarfsflokkur, sveigjanleg þar sem það er nauðsynlegt, en staðföst í sínum kjarnaáherslum. Af þeim oddvitum sem nú eru í viðræðum hefur enginn verið jafn lengi oddviti í meirihluta en Dóra Björt. Hún hefur góða reynslu af flóknu samstarfi og að finna málamiðlanir milli ólíkra sjónarmiða. Það er nú einu sinni tilgangur Pírata að leiða saman ólík sjónarmið til þess að mynda farsæla lausn fyrir almenning. Í nýju samstarfi er mikilvægt að þessi verðmæta reynsla sé vel nýtt og að því sögðu tel ég farsælast að Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, taki við embætti borgarstjóra út þetta kjörtímabil. Píratar leggja það svo í hendur kjósenda í næstu borgarstjórnarkosningum hvort að vel hafi tekist. Höfundur er áhugamaður um samfélagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Guðni Freyr Öfjörð Píratar Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Framsóknarflokkurinn hefur lengi verið þekktur fyrir að sveiflast milli pólitískra stefna eins og vindhani í íslensku roki. Nýjasta uppátæki þeirra, að slíta meirihlutasamstarfinu í Reykjavík, er enn eitt dæmið um óstöðugleika og stefnuleysi sem hefur einkennt flokkinn í gegnum tíðina. Þann 8. febrúar 2025 ákvað Einar Þorsteinsson, borgarstjóri og oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, að slíta samstarfinu við Samfylkinguna, Pírata og Viðreisn. Ástæðan? Ágreiningur um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Það er næstum því fyndið að hugsa til þess að flugvöllurinn, sem hefur staðið eins og fasti í borgarlandslaginu, sé nú orðinn táknmynd fyrir flokk sem virðist ekki geta ákveðið sig um neitt nema að vera ósammála. Þessi ákvörðun kom eins og þruma úr heiðskíru lofti fyrir samstarfsflokkana. Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, lýsti því yfir að "konurnar verða að koma og taka til þegar karlarnir eru með vesen og skella öllu í uppnám." Það er kaldhæðnislegt að sjá hvernig Framsóknarflokkurinn, sem einu sinni var talinn miðjumoðsflokkur, hefur nú þróast í pólitískan klaufabárð sem þarf stöðugt á hjálp að halda til að hreinsa upp eftir sig. Píratar hafa setið í borgarstjórn í tæp ellefu ár og hafa á þeim tíma tekið þátt í þremur mismunandi meirihlutum. Dóra Björt, oddviti Pírata, hefur setið í borgarstjórn í sjö ár og tekið virkan þátt í stjórn borgarinnar, fjárhagsáætlanagerð og skipulagsbreytingum, og verið óhrædd við að koma fram fyrir hönd meirihlutans í erfiðum málum og taka ábyrgð af auðmýkt og festu. Píratar eru öflugir umbótasinnar sem leitt hafa innleiðingu á auknu íbúalýðræði, skaðaminnkandi nálgun í vímuefnamálum, auknu gagnsæi í stjórnsýslu, og eflt stafræna innviði til að bæta þjónustu við íbúa - og í senn gera hana skilvirkari og ódýrari fyrir borgina. Píratar ganga ekki frá borðinu þótt á móti blási. Þau eru tilbúin að axla ábyrgð, miðla málum, og sjá til þess að borgarbúar fái þá þjónustu, það gagnsæi og þá skýru framtíðarsýn sem þau eiga skilið. Píratar hafa verið góður samstarfsflokkur, sveigjanleg þar sem það er nauðsynlegt, en staðföst í sínum kjarnaáherslum. Af þeim oddvitum sem nú eru í viðræðum hefur enginn verið jafn lengi oddviti í meirihluta en Dóra Björt. Hún hefur góða reynslu af flóknu samstarfi og að finna málamiðlanir milli ólíkra sjónarmiða. Það er nú einu sinni tilgangur Pírata að leiða saman ólík sjónarmið til þess að mynda farsæla lausn fyrir almenning. Í nýju samstarfi er mikilvægt að þessi verðmæta reynsla sé vel nýtt og að því sögðu tel ég farsælast að Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, taki við embætti borgarstjóra út þetta kjörtímabil. Píratar leggja það svo í hendur kjósenda í næstu borgarstjórnarkosningum hvort að vel hafi tekist. Höfundur er áhugamaður um samfélagsmál.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar