Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar 18. febrúar 2025 12:33 Framsóknarflokkurinn hefur lengi verið þekktur fyrir að sveiflast milli pólitískra stefna eins og vindhani í íslensku roki. Nýjasta uppátæki þeirra, að slíta meirihlutasamstarfinu í Reykjavík, er enn eitt dæmið um óstöðugleika og stefnuleysi sem hefur einkennt flokkinn í gegnum tíðina. Þann 8. febrúar 2025 ákvað Einar Þorsteinsson, borgarstjóri og oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, að slíta samstarfinu við Samfylkinguna, Pírata og Viðreisn. Ástæðan? Ágreiningur um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Það er næstum því fyndið að hugsa til þess að flugvöllurinn, sem hefur staðið eins og fasti í borgarlandslaginu, sé nú orðinn táknmynd fyrir flokk sem virðist ekki geta ákveðið sig um neitt nema að vera ósammála. Þessi ákvörðun kom eins og þruma úr heiðskíru lofti fyrir samstarfsflokkana. Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, lýsti því yfir að "konurnar verða að koma og taka til þegar karlarnir eru með vesen og skella öllu í uppnám." Það er kaldhæðnislegt að sjá hvernig Framsóknarflokkurinn, sem einu sinni var talinn miðjumoðsflokkur, hefur nú þróast í pólitískan klaufabárð sem þarf stöðugt á hjálp að halda til að hreinsa upp eftir sig. Píratar hafa setið í borgarstjórn í tæp ellefu ár og hafa á þeim tíma tekið þátt í þremur mismunandi meirihlutum. Dóra Björt, oddviti Pírata, hefur setið í borgarstjórn í sjö ár og tekið virkan þátt í stjórn borgarinnar, fjárhagsáætlanagerð og skipulagsbreytingum, og verið óhrædd við að koma fram fyrir hönd meirihlutans í erfiðum málum og taka ábyrgð af auðmýkt og festu. Píratar eru öflugir umbótasinnar sem leitt hafa innleiðingu á auknu íbúalýðræði, skaðaminnkandi nálgun í vímuefnamálum, auknu gagnsæi í stjórnsýslu, og eflt stafræna innviði til að bæta þjónustu við íbúa - og í senn gera hana skilvirkari og ódýrari fyrir borgina. Píratar ganga ekki frá borðinu þótt á móti blási. Þau eru tilbúin að axla ábyrgð, miðla málum, og sjá til þess að borgarbúar fái þá þjónustu, það gagnsæi og þá skýru framtíðarsýn sem þau eiga skilið. Píratar hafa verið góður samstarfsflokkur, sveigjanleg þar sem það er nauðsynlegt, en staðföst í sínum kjarnaáherslum. Af þeim oddvitum sem nú eru í viðræðum hefur enginn verið jafn lengi oddviti í meirihluta en Dóra Björt. Hún hefur góða reynslu af flóknu samstarfi og að finna málamiðlanir milli ólíkra sjónarmiða. Það er nú einu sinni tilgangur Pírata að leiða saman ólík sjónarmið til þess að mynda farsæla lausn fyrir almenning. Í nýju samstarfi er mikilvægt að þessi verðmæta reynsla sé vel nýtt og að því sögðu tel ég farsælast að Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, taki við embætti borgarstjóra út þetta kjörtímabil. Píratar leggja það svo í hendur kjósenda í næstu borgarstjórnarkosningum hvort að vel hafi tekist. Höfundur er áhugamaður um samfélagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Guðni Freyr Öfjörð Píratar Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Framsóknarflokkurinn hefur lengi verið þekktur fyrir að sveiflast milli pólitískra stefna eins og vindhani í íslensku roki. Nýjasta uppátæki þeirra, að slíta meirihlutasamstarfinu í Reykjavík, er enn eitt dæmið um óstöðugleika og stefnuleysi sem hefur einkennt flokkinn í gegnum tíðina. Þann 8. febrúar 2025 ákvað Einar Þorsteinsson, borgarstjóri og oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, að slíta samstarfinu við Samfylkinguna, Pírata og Viðreisn. Ástæðan? Ágreiningur um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Það er næstum því fyndið að hugsa til þess að flugvöllurinn, sem hefur staðið eins og fasti í borgarlandslaginu, sé nú orðinn táknmynd fyrir flokk sem virðist ekki geta ákveðið sig um neitt nema að vera ósammála. Þessi ákvörðun kom eins og þruma úr heiðskíru lofti fyrir samstarfsflokkana. Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, lýsti því yfir að "konurnar verða að koma og taka til þegar karlarnir eru með vesen og skella öllu í uppnám." Það er kaldhæðnislegt að sjá hvernig Framsóknarflokkurinn, sem einu sinni var talinn miðjumoðsflokkur, hefur nú þróast í pólitískan klaufabárð sem þarf stöðugt á hjálp að halda til að hreinsa upp eftir sig. Píratar hafa setið í borgarstjórn í tæp ellefu ár og hafa á þeim tíma tekið þátt í þremur mismunandi meirihlutum. Dóra Björt, oddviti Pírata, hefur setið í borgarstjórn í sjö ár og tekið virkan þátt í stjórn borgarinnar, fjárhagsáætlanagerð og skipulagsbreytingum, og verið óhrædd við að koma fram fyrir hönd meirihlutans í erfiðum málum og taka ábyrgð af auðmýkt og festu. Píratar eru öflugir umbótasinnar sem leitt hafa innleiðingu á auknu íbúalýðræði, skaðaminnkandi nálgun í vímuefnamálum, auknu gagnsæi í stjórnsýslu, og eflt stafræna innviði til að bæta þjónustu við íbúa - og í senn gera hana skilvirkari og ódýrari fyrir borgina. Píratar ganga ekki frá borðinu þótt á móti blási. Þau eru tilbúin að axla ábyrgð, miðla málum, og sjá til þess að borgarbúar fái þá þjónustu, það gagnsæi og þá skýru framtíðarsýn sem þau eiga skilið. Píratar hafa verið góður samstarfsflokkur, sveigjanleg þar sem það er nauðsynlegt, en staðföst í sínum kjarnaáherslum. Af þeim oddvitum sem nú eru í viðræðum hefur enginn verið jafn lengi oddviti í meirihluta en Dóra Björt. Hún hefur góða reynslu af flóknu samstarfi og að finna málamiðlanir milli ólíkra sjónarmiða. Það er nú einu sinni tilgangur Pírata að leiða saman ólík sjónarmið til þess að mynda farsæla lausn fyrir almenning. Í nýju samstarfi er mikilvægt að þessi verðmæta reynsla sé vel nýtt og að því sögðu tel ég farsælast að Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, taki við embætti borgarstjóra út þetta kjörtímabil. Píratar leggja það svo í hendur kjósenda í næstu borgarstjórnarkosningum hvort að vel hafi tekist. Höfundur er áhugamaður um samfélagsmál.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun