Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Kristján Már Unnarsson skrifar 18. febrúar 2025 12:00 Horft til Þórshafnar af þjóðveginum sem liggur yfir Brekknaheiði. Vilhelm Vegagerðin auglýsir í dag eftir tilboðum í endurbyggingu Norðausturvegar um Brekknaheiði á Langanesi, milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Gert er ráð fyrir að verkið taki rúm tvö ár og skal því að fullu lokið 1. ágúst 2027. Þetta er síðasti malarkaflinn á norðausturhringnum svokallaða. Þegar verkinu lýkur verður hægt að aka á samfelldu bundnu slitlagi hringleið sem markast af Húsavík, Ásbyrgi, Þórshöfn, Vopnafirði og Mývatnssveit. Holóttir malarkaflar ættu því ekki lengur að fæla ferðalanga á leið um hringveginn frá því að velja norðausturleiðina um Langanes í stað Möðrudalsöræfa. Með endurbyggingu vegarins um Brekknaheiði verður komið samfellt bundið slitlag milli Þórshafnar og Bakkafjarðar.Stöð 2/Vegagerðin Vegarkaflinn sem byggja á upp er 7,6 kílómetra langur. Hann nær frá gatnamótum Langanesvegar við Þórshöfn og að Vatnadal á Brekknaheiði, ofan Gunnólfsvíkur í Finnafirði. Frestur til að skila inn tilboðum rennur út þriðjudaginn 4. mars næstkomandi, samkvæmt útboðsauglýsingu. Þetta er eitt af þeim verkum sem til stóð að bjóða út í fyrra en lentu þá í salti sökum þess að Vegagerðin og innviðaráðuneytið ráðstöfuðu miklum fjármunum í Hornafjarðarfljót án fjárheimilda Alþingis. Af þeim sökum treysti stjórnarmeirihlutinn í umhverfis- og samgöngunefnd þingsins sér ekki til að afgreiða samgönguáætlun síðastliðið vor. Malarvegur liggur núna yfir Brekknaheiði. Með lagningu bundins slitlags verður norðausturhringnum lokað.Einar Árnason Loforð stjórnvalda um að ljúka þessari vegagerð eru þó mun eldri. Þannig rifjaði þáverandi sveitarstjóri Langanesbyggðar, Jónas Egilsson, það upp í viðtali á Stöð 2 sumarið 2021 að því hafi verið lofað árið 2006 þegar byggðirnar Þórshöfn og Bakkafjörður sameinuðust í Langanesbyggð. Stór áfangi náðist árið 2021 þegar ríflega tuttugu kílómetrar slitlags bættust við, eins og fjallað var um hér: Með samgönguáætlun sem samþykkt var í febrúar 2019 markaði Alþingi loksins þá stefnu að Norðausturvegur skyldi kláraður. Þá var miðað við að verkinu skyldi ljúka árið 2025, eins og þáverandi sveitarstjóri, Elías Pétursson, gladdist yfir í þessari frétt: Langanesbyggð Vegagerð Samgöngur Byggðamál Vopnafjörður Norðurþing Ferðaþjónusta Ferðalög Tengdar fréttir Þjóðvegarykið að hverfa af norðausturhringnum Íbúar norðausturhornsins fagna um þessar mundir stórum áfanga í lagningu bundins slitlags um Langanesströnd milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Núna vantar malbik á aðeins sex kílómetra bút til að klára norðausturhringinn. 21. ágúst 2021 23:15 Héraðsverk bauð lægst í gerð Norðausturvegar Héraðsverk á Egilsstöðum átti lægsta boð í uppbyggingu tuttugu kílómetra kafla Norðausturvegar um Langanesströnd. Verkið á að vinna á næstu tveimur árum og skal því að fullu lokið 15. september 2021. 5. júní 2019 16:53 Norðausturhringurinn lagður bundnu slitlagi Átak hefst í sumar við að byggja upp þjóðveginn um Langanesbyggð, milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Sveitarstjórinn segir þetta mjög ánægjulegar vegarbætur. 8. febrúar 2019 20:30 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Sjá meira
Þetta er síðasti malarkaflinn á norðausturhringnum svokallaða. Þegar verkinu lýkur verður hægt að aka á samfelldu bundnu slitlagi hringleið sem markast af Húsavík, Ásbyrgi, Þórshöfn, Vopnafirði og Mývatnssveit. Holóttir malarkaflar ættu því ekki lengur að fæla ferðalanga á leið um hringveginn frá því að velja norðausturleiðina um Langanes í stað Möðrudalsöræfa. Með endurbyggingu vegarins um Brekknaheiði verður komið samfellt bundið slitlag milli Þórshafnar og Bakkafjarðar.Stöð 2/Vegagerðin Vegarkaflinn sem byggja á upp er 7,6 kílómetra langur. Hann nær frá gatnamótum Langanesvegar við Þórshöfn og að Vatnadal á Brekknaheiði, ofan Gunnólfsvíkur í Finnafirði. Frestur til að skila inn tilboðum rennur út þriðjudaginn 4. mars næstkomandi, samkvæmt útboðsauglýsingu. Þetta er eitt af þeim verkum sem til stóð að bjóða út í fyrra en lentu þá í salti sökum þess að Vegagerðin og innviðaráðuneytið ráðstöfuðu miklum fjármunum í Hornafjarðarfljót án fjárheimilda Alþingis. Af þeim sökum treysti stjórnarmeirihlutinn í umhverfis- og samgöngunefnd þingsins sér ekki til að afgreiða samgönguáætlun síðastliðið vor. Malarvegur liggur núna yfir Brekknaheiði. Með lagningu bundins slitlags verður norðausturhringnum lokað.Einar Árnason Loforð stjórnvalda um að ljúka þessari vegagerð eru þó mun eldri. Þannig rifjaði þáverandi sveitarstjóri Langanesbyggðar, Jónas Egilsson, það upp í viðtali á Stöð 2 sumarið 2021 að því hafi verið lofað árið 2006 þegar byggðirnar Þórshöfn og Bakkafjörður sameinuðust í Langanesbyggð. Stór áfangi náðist árið 2021 þegar ríflega tuttugu kílómetrar slitlags bættust við, eins og fjallað var um hér: Með samgönguáætlun sem samþykkt var í febrúar 2019 markaði Alþingi loksins þá stefnu að Norðausturvegur skyldi kláraður. Þá var miðað við að verkinu skyldi ljúka árið 2025, eins og þáverandi sveitarstjóri, Elías Pétursson, gladdist yfir í þessari frétt:
Langanesbyggð Vegagerð Samgöngur Byggðamál Vopnafjörður Norðurþing Ferðaþjónusta Ferðalög Tengdar fréttir Þjóðvegarykið að hverfa af norðausturhringnum Íbúar norðausturhornsins fagna um þessar mundir stórum áfanga í lagningu bundins slitlags um Langanesströnd milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Núna vantar malbik á aðeins sex kílómetra bút til að klára norðausturhringinn. 21. ágúst 2021 23:15 Héraðsverk bauð lægst í gerð Norðausturvegar Héraðsverk á Egilsstöðum átti lægsta boð í uppbyggingu tuttugu kílómetra kafla Norðausturvegar um Langanesströnd. Verkið á að vinna á næstu tveimur árum og skal því að fullu lokið 15. september 2021. 5. júní 2019 16:53 Norðausturhringurinn lagður bundnu slitlagi Átak hefst í sumar við að byggja upp þjóðveginn um Langanesbyggð, milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Sveitarstjórinn segir þetta mjög ánægjulegar vegarbætur. 8. febrúar 2019 20:30 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Sjá meira
Þjóðvegarykið að hverfa af norðausturhringnum Íbúar norðausturhornsins fagna um þessar mundir stórum áfanga í lagningu bundins slitlags um Langanesströnd milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Núna vantar malbik á aðeins sex kílómetra bút til að klára norðausturhringinn. 21. ágúst 2021 23:15
Héraðsverk bauð lægst í gerð Norðausturvegar Héraðsverk á Egilsstöðum átti lægsta boð í uppbyggingu tuttugu kílómetra kafla Norðausturvegar um Langanesströnd. Verkið á að vinna á næstu tveimur árum og skal því að fullu lokið 15. september 2021. 5. júní 2019 16:53
Norðausturhringurinn lagður bundnu slitlagi Átak hefst í sumar við að byggja upp þjóðveginn um Langanesbyggð, milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Sveitarstjórinn segir þetta mjög ánægjulegar vegarbætur. 8. febrúar 2019 20:30