Sindri fékk það verkefni að fara yfir alla tólf búninga liðanna í deildinni og greina þá eins og sönnum tískusérfræðingi sæmir.
Verkefnið var þess eðlis að hann fékk alltaf myndir af tveimur búningum hlið við hlið og átti að velja hvaða búningur væri flottari. Sú treyja stóð eftir og koll af kolli. Þar til að aðeins ein var eftir og er það flottasti búningurinn í deildinni að hans mati.
Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti.