Ancelotti svarar Guardiola: Trúir ekki sjálfur því sem hann er að segja Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. febrúar 2025 07:01 Carlo Ancelotti og Pep Guardiola eru ólíkar týpur en einstaklega færir í sínu starfi. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Carlo Ancelotti, þjálfari Evrópu- og Spánarmeistara Real Madríd, segir engar líkur að Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, trúi því að Englandsmeistarar City eigi aðeins eitt prósent möguleika á að fara áfram úr einvígi liðanna í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Evrópumeistararnir unnu fyrri leik liðanna á Etihad-vellinum í Manchester 3-2 og eru því í góðri stöðu fyrir síðari leikinn sem fram fer í Madríd í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Í aðdraganda leiksins sagði Pep Guardiola að möguleiki sinna manna á að komast áfram í 16-liða úrslitin sé aðeins eitt prósent. Carlo Ancelotti segir engar líkur að Pep trúi því. „Við trúum ekki að það séu 99 prósent líkur að við förum áfram. Við höfum lítið forskot og þurfum að nýta okkur það. Við þurfum að spila líkt og við gerðum í fyrri leiknum. Við munum allavega reyna,“ sagði Ancelotti einnig. Pep hefur svarað ummælum Ancelotti og viðurkennir að um hvíta lygi hafi verið að ræða. „Við þurfum að leika hinn fullkomna leik til að komast í 16-liða úrslit. Við erum ekki í bestu stöðunni og það sem er mikilvægast nú er að leikmenn sýni hugrekki inn á vellinum séu þeir sjálfir. Við höfum áður komið á Santiago Bernabéu og náð í góð úrslit. Það hefur þó aðeins gerst þegar við höfum sótt til sigurs,“ sagði Guardiola meðal annars. Sá spænski var einnig spurður út í rauða spjaldið sem Jude Bellingham fékk í leik Osasuna og Real Madríd á dögunum. „Enskan mín er nokkuð góð en ég hef þó aldrei skilið muninn á f*** you og svo f*** off. Ef til vill þarf ég lengri tíma á Englandi til að ná muninum.“ Real Madríd og Manchester City hafa nú mæst í útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu fjögur tímabil í röð en síðustu þrjú ár hefur liðið sem sigrar einvígi liðanna staðið uppi sem sigurvegari Meistaradeildarinnar. Á síðustu leiktíð fór Real áfram eftir vítaspyrnukeppni þegar liðin mættust í 8-liða úrslitum.Árið þar á undan mættust þau í undanúrslitum og vann Man City samanlagt 5-1. Tímabilið 2020-21 vann Real í undanúrslitum og stóð uppi sem sigurvegari eftir sigur á Liverpool í úrslitum. Leikur Real og City hefst klukkan 20.00. Upphitun Stöðvar 2 Sport 2 hefst klukkan 19.25. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Evrópumeistararnir unnu fyrri leik liðanna á Etihad-vellinum í Manchester 3-2 og eru því í góðri stöðu fyrir síðari leikinn sem fram fer í Madríd í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Í aðdraganda leiksins sagði Pep Guardiola að möguleiki sinna manna á að komast áfram í 16-liða úrslitin sé aðeins eitt prósent. Carlo Ancelotti segir engar líkur að Pep trúi því. „Við trúum ekki að það séu 99 prósent líkur að við förum áfram. Við höfum lítið forskot og þurfum að nýta okkur það. Við þurfum að spila líkt og við gerðum í fyrri leiknum. Við munum allavega reyna,“ sagði Ancelotti einnig. Pep hefur svarað ummælum Ancelotti og viðurkennir að um hvíta lygi hafi verið að ræða. „Við þurfum að leika hinn fullkomna leik til að komast í 16-liða úrslit. Við erum ekki í bestu stöðunni og það sem er mikilvægast nú er að leikmenn sýni hugrekki inn á vellinum séu þeir sjálfir. Við höfum áður komið á Santiago Bernabéu og náð í góð úrslit. Það hefur þó aðeins gerst þegar við höfum sótt til sigurs,“ sagði Guardiola meðal annars. Sá spænski var einnig spurður út í rauða spjaldið sem Jude Bellingham fékk í leik Osasuna og Real Madríd á dögunum. „Enskan mín er nokkuð góð en ég hef þó aldrei skilið muninn á f*** you og svo f*** off. Ef til vill þarf ég lengri tíma á Englandi til að ná muninum.“ Real Madríd og Manchester City hafa nú mæst í útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu fjögur tímabil í röð en síðustu þrjú ár hefur liðið sem sigrar einvígi liðanna staðið uppi sem sigurvegari Meistaradeildarinnar. Á síðustu leiktíð fór Real áfram eftir vítaspyrnukeppni þegar liðin mættust í 8-liða úrslitum.Árið þar á undan mættust þau í undanúrslitum og vann Man City samanlagt 5-1. Tímabilið 2020-21 vann Real í undanúrslitum og stóð uppi sem sigurvegari eftir sigur á Liverpool í úrslitum. Leikur Real og City hefst klukkan 20.00. Upphitun Stöðvar 2 Sport 2 hefst klukkan 19.25.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira